Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 85
Hassanturninn lyfta, engin ríkismannaleið upp í turninn eða evrópsk aðkoma. Andartaks skelfing spillti ánægju hans í svip þegar hávært garg barst til eyrna hans að ofan: hann svipaðist kvíðinn um eftir Klói en hún var horfin fyrir næstu bugðu og hann var í þann veginn að taka á rás upp brattan hallann en þá kom orsök hávaðans brunandi niður og reyndist ekki vera annað en hópur ungra barna sem höfðu klifrað upp í þeim tilgangi einum að geta hlaupið fagnandi og á harðaspretti niður aftur. Þau æddu áfram, rákust utan í fólk á leið sinni, misstu fótanna, ultu um koll, bröltu á fætur aftur og fullorðna fólkið á uppleið tók þessu með umburðarlyndri gamansemi. Karlmennirnir hristu höfuðið og brostu, konurnar hlógu bak við blæjurnar. Það var bersýnilega alvanaleg skemmtun að nota Hassanturninn á þennan hátt og kærkomin afþreying þar sem fátt var um skemmtigarða og leikvelli. Þegar hann var kominn alla leið upp blindaðist hann af óvæntri sólarbirtunni og í fyrstu kom hann ekki auga á Klói. Hún stóð í einu horninu á stóra, ferhyrnda turnþakinu, starði út yfir ármynnið í átt að sjónum; útsýnið var yfirþyrmandi eins og hún hafði spáð. Þau störðu á það þögul og honum fannst það undurfagurt en um leið dapurlegt á einhvern hátt vegna þess hvað það var gersamlega, gersamlega tilgangslaust og lítilvægt eins og fagurt landslag er í sjálfu sér, en samt stóð Klói þarna og starði á það með ýktri og tilgerðar- legri ástríðu eins og það skipti máli, eins og það hefði eitthvert gildi; starði raunar eins og hann hafði sjálfur starað á Tanger í morgunsárið fyrir tíu árum og eftir andartak gat hann ekki lengur afborið að horfa á hrifningu hennar og hann fór og tyllti sér á eitt steinriðið, máttlaus í hnjánum eftir uppgönguna, andstuttur og ólýsanlega niðurdreginn af ömurlegu, blindu hugboði um að hann væri að verða miðaldra. Og sem hann sat þarna fannst honum tilfinningar sínar í hennar garð hættulega skyldar óbeit: hann hafði óbeit á hræsni hennar, uppgerð- arhugrekki hennar, hrifningarvímunni, fálmkenndu og vel ættuðu handapatinu og grandalausri fáfræði stéttarinnar. Og tilhugsunin um að hafa óbeit á brúði sinni, á þessum yndislega stað í upphafi hveitibrauðsdaganna í stilltu, yfirveguðu ljósi þroskaðs manns, var þyngri en tárum tæki. Hann gat ekki afborið það. Hann gat ekki risið undir því beinn og hnarreistur. Og samt var hann einmitt á þessari stundu að byrja að rísa undir því. 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.