Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 89
Hassanturninn
og létu fæturna dingla fram af og gamlar konur sem yrðu heilan dag
að jafna sig eftir uppgönguna, hölluðu sér útaf í sólskininu fyrir allra
augum, rétt eins og ömmur á strönd heima á Englandi. Og reyndar
minnti umhverfið allra mest á strönd á Englandi; hér sá hann fólk í
sams konar hópum og stellingum og hann hafði séð fyrir langalöngu
þegar hann var krakki í Mableþorpi og meðan hann horfði óx innra
með honum furðuleg tilíinning um að hann nauðaþekkti þetta fólk,
hún var á sinn hátt eins konar hugljómun, því að allt þetta útlenda
fólk fékk allt í einu tilgang í augum hans og það var álíka óvænt og
yfirþyrmandi eins og Tanger hafði eitt sinn verið.
Allt í einu sá hann þetta fólk eins og það var: sem fólk og ekkert
annað en fólk. Kroppar fylltu út í fötin, svipur kom á andlitin,
tengslin innbyrðis urðu furðulega ljós líkt og framandleikinn hefði
horfið og hið sammannlega (sem hann hafði ævinlega viðurkennt í
orði en aldrei gert sér ljóst fyrr) yrði staðreynd fyrir augum hans.
Það var eins og hann hefði eina svipstund séð í gegn um reykmistur
óttans sem sannfærir fólk um að allir útlendingar séu eins, og fest
augun á raunverulegum aðgreinandi þáttum lífsins: þarna stóðu þau
öll, lifandi og greindust hvert frá öðru eins og fólk á götu í Lundún-
um, bræður og systur, frændur, ógifta móðursystirin með litlu
börnin tvö, léttúðuga stúlkan í nælonsokkum undir síða kjólnum og
með málaðar varir bak við fölgræna knipplingablæjuna, feita konan
sem hafði gengist undir ótal uppskurði, stúdentinn með Dostojevskí
á arabísku. Jafnvel fötin þeirra sem til þessa höfðu sýnst furðuleg og
eins, tóku á sig sérstakar myndir og frá kroppum þeirra og andlitum
talaði manneðlið með einni rödd og mörgum. Og af því að þau voru
mörg og margbreytileg voru þau eitt og hann fékk inngöngu. Og
honum fannst sem það væri ekki hann sjálfur sem sæi nú í fyrsta sinn,
heldur hefði skynjunin stigið niður til hans, eins og náðargjöf, eins
og tákn, eins og fugl. Hann gat séð: hann langaði til að hrópa
hástöfum að hann gæti séð og að fimm mínútum áður hefði hann
verið búinn að sætta sig við blinduna. Og sýnin sem blasti við honum
nú var full af fyrirheitum og von sem var ríkari en nokkur ástríða í
æsku hans, vegna þess að hann bjó ekki lengur einn yfir þekking-
unni: hún hafði hundrað mismunandi ásjónur. Heimurinn var ekki
tómur eins og hann hafði óttast og hann var ekki heldur kominn að
endimörkum þess sem var áhugavert í heiminum og rómantísk
77