Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 99
Listin að Ijúka sögu dómur ekki tákna meinlæti „öðrum en munuðsjúkum sælkerum. Donquix- otismi! Donquixotismi!“ „Gerðu sáttmála milli holds þíns og anda [. . .], hvatalífsins og vitsmunalífsins, og gjald hverjum sitt!“ segir hann við sjálfan sig. „Einginn nær dýrlegra takmarki en því að vera menskur maður, eins og Guð hefur skapað hann.“ (449-51) Nóttin með Diljá og hið hrifna lof Steins um manninn og mannlegar tilfinningar virðist bera vott um endanlegt hughvarf hans. En í síðustu setningu kaflans gerir hann skyndilega lítið úr þessari játningu sinni og skoðar hana aðeins sem nokkurs konar hugdettu í stanslausum og þver- sagnakenndum rökræðum sínum: honum „þótti verulega gaman að láta sig dreyma um, að hann væri menskur maður“ (452)! Enda er hann við endur- fund sinn við Diljá í lok sögunnar búinn að setja upp munkagrímuna aftur, einsog ekkert hefði komið fyrir. Það er athyglisvert að í annarri útgáfu (1948) einsog í þriðju útgáfu (1957) Vefarans er þessi lokasetning kaflans felld niður (342 og 293). Astæðan til þess er óljós. Kannski hefur höfundurinn þar með viljað leggja meiri áherslu á reynslu Steins þá um nóttina og gefa í skyn að hún muni ráða úrslitum. En um leið gerir þessi útstrikun útkomu sögunnar enn óvæntari og torskiljan- legri. Guð og maðurinn eru harkalega andstæð skaut í hugmyndaheimi Steins Elliða. En önnur mikilvæg andstæða er milli karlmanns og konu. Þessvegna er Vefarinn einnig ástarsaga, þó með einkennilegu móti sé. Konan, Diljá, er ímynd jarðnesks og mannlegs eðlis. Hún er freistingin sem verður að yfirvinna. Það virðist þá rökrétt að Steinn skuli óttast hana, fyrirlíta og hata. Þegar Diljá smeygist niður undir sængina við hlið Steins um nóttina í bóndabænum og hvíslar í eyra hans: „Þú kastar mér ekki frá þér nakinni?" svarar hann: „Nei, ég þakka þér fyrir það, elskan mín, hvað þú hefur lofað mér að kvelja þig mikið. Það er sælast að kvelja . . . kvelja . . . kvelja . . .“ og hann heldur áfram, í orðum sem sýna hvern óleysanlegan hnút kenningar hans og mannlegar tilfinningar hafa riðið honum: - Nei, elskan mín, ég drep þig ekki; ég kvel þig, kvel þig, kvel þig; það er meira gaman að sjá þig deya út smátt og smátt. Eg fór frá íslandi síðast í þeim tilgángi að kvelja þig og kom til íslands í sumar í þeim tilgángi að kvelja þig, og þegar ég fer, þá fer ég til að kvelja þig, því að þú ert hið eina, sem ég elska. Ast mannsins til konunnar er hið einasta sanna í lífinu. Allt í lífi mínu er lýgi, Diljá, Guð og Djöfullinn, Himinn og Helvíti, alt lýgi nema þú. (447) En, sem sagt, við endurfund þeirra í lok sögunnar hefur Steinn náð sér á strik aftur: „Maðurinn er blekkíng. Farðu og leitaðu Guðs, skapara þíns, því alt er blekkíng nema hann.“ 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.