Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 100
Tímarit Máls og menningar Hegðun Steins gagnvart Diljá markast af einhverju samblandi af alda- gömlu kvenhatri með kristilegum formerkjum, kvenfaslni og kvalalosta. Það er reyndar varla hægt að tala um gagnkvæma ást milli manns og konu. Diljá, uppeldissystir Steins, hefur dáð hann frá því hún var lítil telpa og síðan sem fullorðin kona elskað hann einlægt og skilyrðislaust. En í sjálfselsku sinni virðist Steinn ófær um að sjá Diljá sem sjálfstæða lifandi manneskju. I augum hans er hún varla til nema sem hluti af kerfi, nokkurs konar próf- steinn á viljaþrek hans. Vefarinn hefði getað endað með því að Steinn vísar Diljá frá sér við endurfund þeirra í salisíanska klerkasetrinu. En í hundraðasta og síðasta kaflanum fylgir frásögnin vonsvikinni og auðmýktri konunni, þar sem hún „reikar í myrkrinu um stræti hinnar heilögu Rómar, lömuð og lémagna eins og drukkin skækja": Hana mátti einu gilda um allar leiðir. Hún var komin til Rómar, og það er þángað, sem allar leiðir liggja, og nú er eingin leið framar rétt, eingin raung. Veröldin er eins og nótt í Róm. Göturnar liggja hver um aðra þvera, hver veit hvert? Sumir sofa; sumir vaka; sumir eru að fæðast, aðrir að deya. Og líf mannsins er tilraun til að hervæðast gegn hinni eilífu skelfíngu, sem hlær að baki dagsins. Ef blekkíngunni er svift burt og maðurinn sér sjálfan sig, þá fer honum eins og skoffíninu: hann uppgötvar, að huggun finst hvorki á himni né jörðu, og deyr. Og Rómaborg er einkar fræg borg, af því að hún er bygð á sjö hæðum, en eftir miðri borginni veltir Tíberfljótið mannkynssögunni áfram í mórauðum öldum sínum. Það er meiníngarlaus skopsaga, blönduð andatrú, sennilega eftir Arthur Conan Doyle, byrjar án upphafs og dettur botnlaus niður eins og dansleikur í kirkjugarði. . . (499-500) Þannig lýkur bókinni með mynd af Diljá, sem víkkar til að sýna okkur manneskjuna sem slíka, varnarlausa gagnvart „hinni eilífu skelfíngu", án huggunar „hvorki á himni né jörðu“. Er það einnig að lokum reynsla Steins af hringiðu hugmyndakerfanna, þrátt fyrir linnulausa leit hans og harkalega einbeitni? Er nokkur leið út úr þessum yfirþyrmandi einmanaleika, þessum „existensíalíska“ tómleika? Pólitísk ástarsaga Salka Valka (1931-32) er fyrsta skáldsaga Halldórs eftir Vefarann, og nú hefur hann ákveðið snúið sér að Islandi og íslensku alþýðulífi. Munurinn á þessum verkum er vissulega geysimikill, og varla nein ástæða til að fjölyrða um hann. En við nánari athugun eru þrátt fyrir allt talsverðir snertipunktar milli þeirra, bæði í framsetningu hugmyndaheims og í lýsingu sögupersóna. Fyrir nokkrum árum var Salka Valka til umræðu í þessu tímariti. Silja 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.