Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 102
Tímarit Máls og menningar staðhæfing er varla í fullu samræmi við textann. Að vísu segir Salka við Arnald eftir síðustu ástanótt þeirra: „Nú ætla ég að leysa þig úr viðjum.“ (II, 356) En það er ekki fyrr en hún er orðin sannfærð um að Arnald langar að yfirgefa hana og fara til Kaliforníu. Hann hefur sem sé kynnst efnuðu fólki þaðan sem leiðsögumaður þess á Islandi - kannski ekki síst glæsilegri skáldkonu og ritstjóra „fyrir einu stærsta málgagni amerískra dýraverndun- arfélaga“ (347). Að breyttu breytanda er margt furðu líkt með þeim Arnaldi og Steini Elliða. Það sem Guð og kaþólsk kirkja er Steini, er „hugsjón sameignar- stefnunnar“ Arnaldi. Um einstaklingana, um menn hér og nú, kæra þeir sig lítt. Að lokum segja þeir skilið við konur þær sem elska þá einlægt og skilyrðislaust. Báðum er sameiginleg sú list að tala sig með lipru tungutaki frá ábyrgðinni gagnvart þessum konum, þó að Steinn geri það á öfgafullan og ruddalegan hátt, en Arnaldur sé nærgætnari, eða ísmeygilegri. Bakvið allar rökræður, allan orðaflauminn, virðast þeir hugsa einungis um sjálfa sig. Síðari hluti sögunnar, Fuglinn í fjörunni, hefur undirfyrirsögnina „Pólit- ísk ástarsaga". Og það er mikið tal um pólitík og bjarta framtíð handa fólk- inu í sögu þeirra Arnalds og Sölku Völku. En þegar líður að lokum lendir ástin í brennidepli. Heildin og einstaklingurinn eru tvö skaut, og togast á. Arnaldur, hug- sjónamaðurinn, er alltaf með heildina í huga og reynir að samlaga sig henni. Einu sinni ögrar Salka honum með því að bera hann saman við Steinþór: - Steinþór er miklu meiri en þú. Hann er manneskja eins og ég, hvar sem hann fer og flækist. Þú ert bara kenning, og það villukenning ofan í kaupið. Hvenær gæti það komið fyrir þig að hafa mannlegar tilfinningar gagnvart nokkurri einstakri sál? En Arnaldur svarar kæruleysislega: „Hamingjan forði mér frá því, sagði hann. Á þeirri stund mundi ég vera glataður maður. Ég er óaðskiljanlegur mergðinni. Eg er eins og fuglinn. . .“ Og Salka: „Héld þú ættir að fara þarna niður í fjöruna og garga með kríunni." (194) En Arnaldur veit reyndar vel að það er sitthvað að vera einstaklingur og hluti af heildinni: „það er erfitt að vera manneskja, - erfiðast þó að venja sig af því að hugsa og finna til eins og einstaklingur. . .“ „Það virðist næstum óskiljanlegt, hélt hann áfram, að maður skuli vera skapaður einstaklingur, en eiga þó að sigra eða bíða ósigur sem heild.“ (198) Að vera einstaklingur er að vera einn. Það má segja að það sé eitt mikilvægasta þema sögunnar. Þegar sem lítil stelpa í fyrri hlutanum finnur Salka Valka til einmanaleika í sambandi við móður sína, sem stendur henni þó líffræðilega allra manna næst: „tvær sálir geta verið svo fjarlægar hvor 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.