Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 104
Tímarit Máls og menningar - Eg kalla á þig, þegar ég dey. Svona fátæk var hún, svona stóð hún ein uppi. (362) Einsog oft síðarmeir bregður skáldið ljósi yfir mannlegt líf með því að gefa náttúrunni síðasta orðið. Fuglinn í fjörunni hefst á því að Salka Valka situr um vorið við gluggann sinn og horfir á fátækar telpur dansa og syngja ljóð um fuglinn, en gengur treglega af því það er ekkert lag við vísuna. Hin áhyggjulausa kæti telpnanna vekur hjá Sölku söknuð „í endurminningu þeirra dansa, sem hún fékk aldrei að stíga, þeirra söngva, sem hún fékk ekki að syngja, þeirra ljóða, sem hún kunni ekki að ríma, bernskunnar, sem er liðin“ (8). Sögunni lýkur með því að fuglastefið er tekið upp aftur. Nú, í haust, er hin fjörmikla kría farin og hinn „andheiti dúnmjúki" æðarfugl. Eftir eru aðeins „fuglar vetrarins", „vængbreiðir, nöturlegir máfar“. Þeir lifa lífi mergðarinnar, lífi hinnar köldu og tilfinningalausu náttúru, órafjarri við- kvæmum mannshjörtum. Minningin um leik smámeyjanna fær nú dýpri merkingu. „Það var í vor, um það bil, sem túnin voru að gróa, - eða var það í fyrravor? - að börnin stigu hér dans og sungu.“ (362) Þessi óvissa tímaákvörðun - sem reyndar er lögð enn meiri áhersla á í annarri útgáfu verksins (1951): „eða var það kannski einhverntíma í fyrndinni" (474) - hjúpar söguna tignarlegu tíma- leysi og nafnleysi náttúrunnar. Sagan af Sölku Völku og ást hennar er sjálf stef úr „hinni harmsælu sönglist lífsins, sem líður burt“ (9). Það er vafasamt að einblína alltof mikið á lok skáldsögu útaf fyrir sig. Sagan í heild sinni er sá hljómbotn sem er enn að enduróma á síðustu blaðsíðum hennar. A hinn bóginn skiptir miklu máli hvaða hlið sögunnar snýr upp í lokin. Salka Valka, þessi þróttmikla, tilfinningaríka og jákvæða stúlka, tekur heilshugar þátt í lífi náunga sinna á Oseyri við Axlarfjörð, og hana dreymir um fegurri framtíð handa þessu fólki. En sagan skilur hana eftir aleina. Þarna, á klöppunum „fyrir neðan túnið í Mararbúð undir slútandi kletti“, eftir burtför strandferðaskipsins og Arnalds, er hún ímynd einstaklingsins og óumflýjanlegs einmanaleika hans. Bjartur í Sumarhúsum, Kólumkilli og Ásta Sóllilja Sjálfstœtt fólk (1934-35) er ágætt dæmi um hvernig upphaf og endir skáldsögu geta haldist í hendur. Fyrsti kaflinn segir frá Kólumkilla hinum írska, eldgömlum særingamanni, og húsfreyjunni Gunnvöru á Albogastöð- um í Heiði, sem lét gera seiðhjall að húsabaki „og söng þar fjandanum Kólumkilla í eldi og reyk“ (I, 9). Hún varð „bani margra, karla, kvenna og 92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.