Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 113
Listin að Ijúka sögu koma.“ (154) Arni hefur nýstárlega frétt að færa henni: „Mér stendur til boða að verða lávarður Islands, sagði hann; og þér mín lafði. Til að segja þér það er ég kominn.“ (159/60) Konungur Dana vill sem sé selja Island Hamborgarmönnum en þeir óska eftir að fá Arnas Arnæus sem fulltrúa sinn og forstöðumann á eyjunni. Framhald kaflans verður að nokkurs konar víxlsöng þeirra Snæfríðar um bjarta framtíð Islands undir nýrri stjórn; hann endar þannig: Allir munu vera okkar vinir, sagði hún; því fólkinu líður vel. Og þrælakistan leggjast niður á Bessastöðum, sagði hann. Því í landi þar sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpir. Og við ríðum um landið á hvítum hestum, sagði hún. (162/63) En þegar Árni kveður Snæfríði undir morgun, lætur hann liggja eftir hjá henni þá dýrmætu lögbók sem hún vildi nú færa honum að gjöf, og sem hann hafði áður fyrr boðið föður hennar stórfé fyrir. Eftir að Skáldu var stolið frá honum er hann búinn að missa þeirrar ástar sem hann bar til dýrr- ar bókar. Og framundan er sá eldur í Kaupinhafn sem á eftir að gleypa mik- inn hluta bókasafns hans. I næsta kafla vísar hann á bug boði Hamborgarmanna með þeirri skýr- ingu að það sé ekki hægt að selja Island. Þar að auki gæti vel svo farið að á ströndum Islands rísi „þýskir fiskibæir og þýsk kauptún", „þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málalið": Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima. (175) Þjóðarstolt Árna sem Islendings og stjórnmálalegt raunsæi sigra metorða- girnd þá sem hann kann að ala í brjósti sér. Og Snæfríður er farin heim til að giftast vonbiðli sínum Sigurði Sveinssyni biskupsefni - í örvæntingu eða þrjósku, að manni skilst. Ástar- saga þeirra Árna verður að harmsögu. Eina kvöldstund hafði Snæfríði, hið ljósa man, dreymt um að ríða um hamingjusama fósturjörð með þeim manni sem hún hafði dáð og elskað frá því hún var ung stúlka. En sögunni lýkur með því að þau biskupshjónin ríða frá Þingvöllum í svörtu og á svörtum hestum. Hvítt draumsins er orðið svart veruleikans. Það er til merkis bæði um skipbrot persónulegrar hamingju hennar og ef til vill um áframhaldandi niðurlægingu landsins. Og þó: „. . . það glitti á döggslúngin svartfext hrossin í morgunsárinu". Skáldið skilur við sögu sína með náttúrumynd sem stendur okkur fersk og 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.