Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 113
Listin að Ijúka sögu
koma.“ (154) Arni hefur nýstárlega frétt að færa henni: „Mér stendur til
boða að verða lávarður Islands, sagði hann; og þér mín lafði. Til að segja þér
það er ég kominn.“ (159/60) Konungur Dana vill sem sé selja Island
Hamborgarmönnum en þeir óska eftir að fá Arnas Arnæus sem fulltrúa sinn
og forstöðumann á eyjunni. Framhald kaflans verður að nokkurs konar
víxlsöng þeirra Snæfríðar um bjarta framtíð Islands undir nýrri stjórn; hann
endar þannig:
Allir munu vera okkar vinir, sagði hún; því fólkinu líður vel.
Og þrælakistan leggjast niður á Bessastöðum, sagði hann. Því í landi þar
sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpir.
Og við ríðum um landið á hvítum hestum, sagði hún. (162/63)
En þegar Árni kveður Snæfríði undir morgun, lætur hann liggja eftir hjá
henni þá dýrmætu lögbók sem hún vildi nú færa honum að gjöf, og sem
hann hafði áður fyrr boðið föður hennar stórfé fyrir. Eftir að Skáldu var
stolið frá honum er hann búinn að missa þeirrar ástar sem hann bar til dýrr-
ar bókar. Og framundan er sá eldur í Kaupinhafn sem á eftir að gleypa mik-
inn hluta bókasafns hans.
I næsta kafla vísar hann á bug boði Hamborgarmanna með þeirri skýr-
ingu að það sé ekki hægt að selja Island. Þar að auki gæti vel svo farið að á
ströndum Islands rísi „þýskir fiskibæir og þýsk kauptún", „þýskir kastalar
með þýskum kastalaherrum og málalið":
Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir
íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur
þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á
frelsið heima. (175)
Þjóðarstolt Árna sem Islendings og stjórnmálalegt raunsæi sigra metorða-
girnd þá sem hann kann að ala í brjósti sér.
Og Snæfríður er farin heim til að giftast vonbiðli sínum Sigurði
Sveinssyni biskupsefni - í örvæntingu eða þrjósku, að manni skilst. Ástar-
saga þeirra Árna verður að harmsögu. Eina kvöldstund hafði Snæfríði, hið
ljósa man, dreymt um að ríða um hamingjusama fósturjörð með þeim
manni sem hún hafði dáð og elskað frá því hún var ung stúlka. En sögunni
lýkur með því að þau biskupshjónin ríða frá Þingvöllum í svörtu og á
svörtum hestum. Hvítt draumsins er orðið svart veruleikans. Það er til
merkis bæði um skipbrot persónulegrar hamingju hennar og ef til vill um
áframhaldandi niðurlægingu landsins.
Og þó: „. . . það glitti á döggslúngin svartfext hrossin í morgunsárinu".
Skáldið skilur við sögu sína með náttúrumynd sem stendur okkur fersk og
101