Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 116
Ágúst Sverrisson
Saknað
Umferðin var strjál, í fljótu bragði séð engin. En sæti maður nógu
lengi við gluggann varð hún einkennilega stöðug og um leið einhæf.
Hún hafði örugglega setið í klukkutíma og enn ekki séð tvo bíla í
einu. Ennfremur hafði hún engan bíl séð á norðurleið, þeir höfðu
allir ekið suður.
Ur eldhúsglugganum var ekkert útsýni yfir þorpið, engin hús
sáust, aðeins afleggjarinn, móarnir og fjöllin. Og auðvitað ómalbik-
aður þjóðvegurinn sem var afar mjór úr þessari fjarlægð og hægt að
láta sér yfirsjást hann ef enginn bíll var á ferð og horft var án athygli
útum gluggann.
Fjöllin voru stór og voldug frá þessu sjónarhorni. Fjöllin voru það
eina sem ekki hafði minnkað í kringum hana. Aður hafði þorpið
verið heimurinn og einhvern tíma voru skrefin útí kaupfélag lang-
ferð. Nú minnkaði þorpið stöðugt, húsin urðu lágreistari og heimur-
inn sem plássið geymdi var orðinn lítil dimm hola í huga hennar.
En fjöllin voru alltaf jafnstór. Þau höfðu ekkert minnkað. En í stað
þess að vera tignarleg og töfrandi voru þau orðin kuldaleg og til-
gangslaus.
Smæð bílanna á þjóðveginum gerði þá dularfulla. Hún tók sér far
með þeim á ókunnar slóðir. Ekki í næstu kaupstaði og þorp og ekki
einu sinni suður til Reykjavíkur, þangað sem allir virtust vera að fara
eða vildu fara.
Hún tók sér sæti í hvíta volvóinum. Ekillinn var ljóshærður og
myndarlegur, kannski tíu árum eldri en hún. Hann ók með hana á
sólríka baðströnd. Þau lágu lengi í sandinum, hún í hvítu bikini en
hann í rauðum stuttbuxum, héldust í hendur og létu sólina skína á
sig. Þegar halla tók degi leiddi hann hana inní hótel þar sem þau
snæddu dýrindis mat og drukku veigar við kertaljós í rúmgóðu
104