Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 119
Saknað
henni hann samt ólíkur týpískum Reykjavíkur- eða Akureyrargæjum
sem áttu til að staldra við í sjoppunni, hurfu svo eftir fylltan tank en
gaggóstelpur og Sjoppu-Mæja sátu eftir óáfylltar og höfðu dáðst að
fíngerðum andlitum, smurðu hári og jökkum í tískusniði með upp-
brettar ermar.
Þessi gæi sem varla var eldri en 25, hafði yfir sér einhvern glæsi- og
virðuleika sem kannski stafaði af þykkum síðfrakka með loðkraga og
háum leðurstígvélum eða greindarlegum augum og fínlegu fasi. Hann
passaði svo illa inní myglaða sjoppuna að annaðhvort hann eða
sjoppan urðu hlægileg.
En hann var þreytulegur, reyndar mjög þreytulegur.
Þögul en frekjuleg athyglin virtist ekkert fá á hann. Hann virtist
ekki taka eftir augunum sem ósjálfrátt og samstillt mældu hann út
heldur settist afslappaður við hlið Badda með óþvinguðu andvarpi.
Um leið og hann settist brosti hann til Hönnu sem kafroðnaði. Við
það flissuðu krakkarnir en Baddi varð flóttalegur. Þegar aðkomu-
maðurinn sneri sér að honum leit hann útum gluggann og þá leit
gæinn aftur til Hönnu og brosti lengi. Hún stirðnaði upp, leit undan
og varð þurr í hálsinum.
Andartaki síðar tók Baddi augun af glugganum og sagði fýlulega:
— Kemst þetta eitthvað?
— Ha. Hvaað, sænsk gæðavara.
Náunginn glotti.
— Hann kemst að minnsta kosti þangað sem ég ætla mér.
— Suður? rumdi Baddi.
Náunginn hló lágt og í hlátrinum var engin gleði heldur skynjaði
Hanna eitthvert óeðlilegt kæruleysi.
— Ætli það sé ekki eitthvað styttra. Það fer nú eftir því hvernig á
það er litið.
Baddi varð hvumsa og síðan móðgaður á svipinn en sagði:
— Eg er að gera upp amerískan kagga, maður. Hm, já hér eru sko
gömlu kaggarnir í tísku. Maður sér varla neitt nema evrópskt rusl
íyrir sunnan lengur.
— Þessi bíll kemur í góðar þarfir, sagði aðkomumaðurinn og hætti
að glotta.
Sjoppu-Mæja kom inn með svip blandaðan forvitni og uppgerðar-
vanþóknun.
107