Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 120
Tímarit Máls og menningar — Settirðu virkilega bensín á bílinn? spurði aðkomumaðurinn og reis á fætur. — Hvað, já. Atti ég ekki að gera það? Hann svaraði ekki en glotti hrikalega. Sjoppu-Mæja varð ringluð á svipinn. Hann borgaði fyrir bensínið, keypti sígarettupakka og yfirgaf sjoppuna. Hanna sat kyrr stutta stund en stökk síðan út til að horfa á eftir bílnum aka hægt burt. Þetta var kolsvartur volvó með R-númeri. A meðan sagði Baddi inní sjoppunni: — Það ætti að taka skírteinið af svona fíflum. Það var vínstybba af honum. Hanna lét augun fylgja bílnum út afleggjarann. Hann fór löturhægt. Tvisvar á leiðinni stöðvaðist hann. Síðan hljóp hún heim. Hún var óvanalega uppspennt. Rauk inní eldhús þar sem móðir hennar sat með kjaftakerlingu. Henni dauðbrá eins og hún ætti ekki von á öðrum en sjálfri sér inní þetta hús. Eftir kveðju og hik fórnaði hún útsýninu úr eldhússglugganum og flýði konurnar inní herbergið sitt, lagðist á rúmið og lét dálitla ró færast yfir hugann. Það sem hafði sett hana í uppnám var brosið. Vitandi sig ófríða skildi hún ekki hvers vegna svona gæi og auk þess bláókunn- ugur var að gefa henni bros. Samkvæmt venju lá beinast við að af- klæðast með honum í huganum og hún taldi sig hafa hlaupið heim í þeim tilgangi. Nú kom hún sér ekki til þess. Reyndar gat hún ekki hugsað sér það. Reyndar alls ekki. Bíllinn fór stuttan spöl eftir þjóðveginum og beygði inn syðsta afleggjarann. Hann stöðvaðist rétt hjá frystihúsinu. Bílstjórinn drap á vélinni. Kveikti sér í sígarettu og dró viskípela úr djúpum frakkavasa. Það hafði rökkvað hratt. Með hverri mínútu virtist bregða birtu. Skammlífur dagur samkvæmt árstíma. Rökkrið eða fjarlægðarmun- urinn hafði breytt gráum lit hafsins í dökkbláma. Allar öldur hafði lægt því veðrið var orðið alkyrrt. Uppvið slitna bryggjuna virtist vatnsborðið varla haggast. 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.