Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Side 6
Timarit Máls og menningar mér forstjórastöðu útgáfufyrirtækis Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags sem hann var þá að setja á laggirnar. Jónas tók hinsvegar skýrt fram að þetta fyrirtæki væri stofnað til höfuðs Máli og menningu, sem hann taldi þjóðhættulegan félagsskap, enda fjármagnaðan með Rússagulli. Mér leist víst ekki miklu betur á þetta tilboð en embætti fríkirkjuprests, og ég man að ég hitti Kristin og Halldór Laxness þegar ég kom af fundi Jónasar og sagði þeim þessar fréttir. Þeir skemmtu sér vel og töldu þetta merki þess að Jónas væri nú í vígahug og leitaði víða fanga um liðveislu. Nú ætla ég ekki að halda því fram að þetta tilvik hafi átt þátt í því að Kristinn leitaði eftir því að fá mig til starfa fyrir Mál og menningu, en oft áttum við eftir að hlæja að þessari tilraun Jónasar til að kaupa Máli og menningu höfuðsbana. Við Kristinn hittumst aftur þegar hann kom til Kaupmannahafnar síðsumars 1945 í opinberri viðræðunefnd við dönsk stjórnvöld, m. a. um handritamálið. Ekki man ég hvort hann færði þá þegar í tal við mig að koma til starfa hjá Máli og menningu, en um veturinn eftir áttum við um það bréfaskipti. Niðurstaðan varð sú að ég fékk ársleyfi frá því starfi sem ég gegndi þá í Kaupmannahöfn og við hjónin fórum heim sumarið 1946. Kristinn var þá orðinn ritstjóri Þjóðviljans og hafði ærið að starfa, enda var Keflavíkursamningurinn í uppsiglingu og pólitísk barátta í al- gleymingi. Ég tók því við starfi hans hjá Máli og menningu og átti bæði að sjá um útgáfuna og ritstýra Tímaritinu. En hvernig var nú umhorfs hjá félaginu? Þeim sem þekkja til nú mundi þykja umsvif þess um þær mundir harla lítil. Starfsliðið, auk mín, var aðeins tveir menn, Ólafur Eiríksson, sem stýrði bókabúð félags- ins og sá um reikningshald þess, og Einar Andrésson, sem var umboðs- maður félagsins í Reykjavík og sá um öll skipti við félagsmenn þar, en var auk þess allra manna duglegastur að selja aukabækur útgáfunnar. Ýmislegt var þó á prjónunum. Ennþá höfðu menn ekki misst trúna á því að framhald yrði á Arfi íslendinga, það var meira að segja lengi geymdur sérstakur pappír í næsta bindi. Félagið hafði þá nýlega stuðlað að því að koma á fót Hólaprentsmiðju, og verið var að reisa hús yfir hana í Þing- holtsstræti, þar sem félagið fékk seinna skrifstofu, en hún var engin til áður. Sá fjörkippur sem kom í íslenska bókaútgáfu á stríðsárunum hafði vissulega skapað Máli og menningu vaxandi samkeppni á bókamarkað- num, kannskeekki svo mjög í sjálfri sölu bókannasem í því að önnur for- 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.