Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Síða 8
Tímarit Máls og menningar bókum sem komnar voru til landsins en höfðu verið keyptar með vissum greiðslufresti. íslenskir bóksalar höfðu af þessu mikla armæðu, misstu bæði lánstraust og mannorð hjá erlendum útgefendum og fengu lengi enga erlenda bók keypta nema gegn staðgreiðslu. Annað atriði, sem nú mundi þykja skrýtið, var verðlagseftirlit á bók- um. Bókaverð var ákveðið af verðlagsyfírvöldum, og ekki mátti setja bækur á markað fyrr en verðið hafði verið samþykkt. Nú voru verðlagsyf- irvöld ekki sérfróð um bókaútgáfu, endaþurfti þess ekki með, því að ein- hver spekingur hafði búið til einfalda formúlu til að ákveða bókaverð, og henni héldu yfirvöld til streitu og tjáði ekki í móti að mæla. Telja skyldi fram allan beinan framleiðslukostnað bókarinnar, pappír, prentun, próf- arkalestur og ritlaun, tvöfalda síðan þá upphæð og deila í útkomuna með eintakafjölda upplagsins. Utkoman var þá verð bókarinnar. Gallinn á þessari ágætu formúlu var bara sá að bækur seldust sjaldan upp. Útgef- endur reyndu vitaskuld að fara í kringum þessi ákvæði eftir getu, og gengu um það margvíslegar sögur sem enginn vissi sönnur á, enda áttu menn kárínur vísar ef upp komst. Allt þetta kostaði töluvert amstur og margoft ergelsi í þokkabót. En nú mætti spyrja: hvernig gekk að afla efnis til útgáfu og í Tímaritið? Þess er fyrst að geta að ýmislegt var þegar umsamið þegar ég tók við, eins og áður sagði, en misjafnlega gekk að fá menn til að standa við loforð sín. Flestir skrifandi menn höfðu nóg að gera, og því þurfti stundum að ýta fast á eftir sumum. Svo vill til að ég á kópíu af bréfi frá mér til Jóns pró- fessors Helgasonar frá árinu 1947, þar sem minnst er á þetta vandamál. Líklega hef ég verið nýbúinn að standa í eftirrekstri og verið heldur fúll, því að þar segir: „Hér er ekkert gert nema óaflátanlega sé verið að rekast í öllum hlutum, rithöfundum, þýðendum, prentsmiðjum og bókbindur- um. Öll loforð eru skilyrðislaust svikin, og ekkert gert nema með eftir- gangsmunum. Allir hafa meira en nóg að gera og geta þess vegna leyft sér það sem þeim sýnist gagnvart þeim sem eftir vinnunni sækjast". Þarna er nú kannske fulldjúpt í tekið árinni, því að einhvern veginn bjargaðist þetta þrátt fyrir allt baslið. Og vissulega man ég eftir góðum samskiptum við ýmsaaðilja, endaþótt hitt væri líka til. En sem betur fer hefur mér gleymst að mestu það amstur sem þessi bréfsorð benda til. Hitt man ég heldur að ég átti góða samvinnu við ýmsa höfunda sem tengdir voru Máli og menningu bæði fyrr og síðar. Einn þeirra var Jó- hannes úr Kötlum. Hann birti fyrstu órímuðu ljóð sín undir dulnefninu 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.