Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Síða 9
Fyrir fjörutíu árum Anonymus í Tímaritinu á þessum árum og síðan þýðingasafnið Annar- legar tungur undir sama dulnefni. Jóhannes lagði ríkt á við mig að eng- inn mætti vita hver höfundurinn væri. Kristinn vissi þaðþó líka, og mig minnir að Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri í Hólum hafi vit- að það eða að minnsta kosti haft um það rökstuddan grun. En við þögð- um allir, og leyndarmálið komst ekki upp fyrr en löngu síðar þegar Jó- hannes birti það sjálfur, og hafði þó ekki skort misjafnlega gáfulegar get- gátur um höfundinn. Sannaðist þá að ekki er ævinlega víst að þjóð viti þá þrír vita. Tvær ljóðabækur aðrar eru mér eftirminnilegar frá þessum árum. Önnur var raunar fyrsta félagsbókin sem ég las af prófarkir og kom í gegnum prentsmiðju, en það var Ljóð frá ýmsum löndum, úrval úr þýð- ingum Magnúsar Ásgeirssonar, sem hann hafði sjálfur valið, en Snorri Hjartarson samdi við merkilegan formála. Ég man að prófarkalesturinn olli mér áhyggjum, því að Magnús var þá úti í Danmörku og skilaði ekki próförk í tæka tíð. Enda kom það honum í koll, því að meinleg villa sem var í handriti hans slapp í gegnum allar prófarkir, þar sem enginn gat varast hana nema hann sjálfur. Hin ljóðabókin sem ég hafði afskipti af var Úr landsuðri eftir Jón Helgason í annarri og breyttri útgáfu. Hún varð vinsælasta ljóðabók sem Mál og menning hefur gefið út, var endur- prentuð tvisvar óbreytt og allt efni hennar loks tekið upp í Kvæðabók Jóns sem út kom í fyrra. Hér skal staðar numið að minnast á þær bækur sem félagið gaf út á þessum árum, og ekki verða hér heldur taldir þeir höfundar og þýðendur sem þar lögðu hönd að verki. Flestir þeirra urðu kunningjar mínir góðir, sumir nánir vinir um langan aldur, en hópur þeirra er nú heldur en ekki farinn að þynnast. Sama er að segja um þá sem með mér sátu í stjórn Máls og menningar á þessum árum; af þeim er Halldór Laxness nú einn ofar moldu. En gott var að eiga þá að samferðamönnum bæði þá og síðar. Svo fór að lokum að tognaði úr vist minni hjá Máli og menningu frek- ar en ráð var fyrir gert í upphafi. Kristinn lét af ritstjórn Þjóðviljans í mars 1947 og fór skömmu síðar utan til þess að fá næði til að ljúka við bókmenntasögu sína. Um sumarið veiktist hann hættulega og var lengi óvinnufær. Heimkoma hans dróst því fram á haustið 1948, og var ekki um annað að ræða en að ég héldi áfram í sama horfi. Hinsvegar hafði það gerst á árinu 1947 að ég var ráðinn að Orðabók Háskólans og hafði sagt upp stöðu minni í Kaupmannahöfn, og því var mér ekkert að vanbúnaði 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.