Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Blaðsíða 19
Fjógrablaðasmáritin og eitursveppurinn
hennar myndi auka á vandann, skerpa undir róttækni og stefna lýðræð-
inu í voða.
Óskalistar vinstrimanna virka aftur á móti máttlausir þar sem hag-
vöxtur er núll og niður. En þá beinist athygli að búsýslunni: byggja út
óráðsíu kapítalismans, setja þak á arðránið. Sums staðar komast vinstri-
menn í ríkisstjórnir út á þessar kröfur en tekst sjaldan að gera sannfær-
andi lagfæringar á auðvaldsskipulaginu. Aftur á móti eru þess dæmi að
þeir séu liprari stýrimenn en grímulaust auðvaldið, þeir eru þá fulltrúar
alþýðunnar í arðráninu á sjálfri sér. Eins konar sjálfstyptun.
Sú stjórnmálahreyfing sem lét fræðikenninguna í skiptum fyrir áróður
hefur að vonum staðið höllum fæti eftir syndafallið. Vitsmunalega hrökk
hún aftur í formarxískt far og tók að andæfa auðvaldinu alfarið á til-
finningalegum nótum og fella siðferðilega áfellisdóma yfir ómannúðlegu
kerfi. Krafan var um að vankantar auðvaldsskipulagsins yrðu sniðnir
brott uns ekkert væri eftir nema kostir þess — og þá alveg horft fram hjá
því á hverju þessi framleiðsluháttur byggir. Var verkalýðurinn þá ekki
arðrændur af auðstéttinni? Jú, en ofurgróðanum yrði hægt að ná aftur
inn með skattheimtu hins opinbera (og þá horft fram hjá þeim andlegu
búsifjum sem arðránið veldur).
Með skipbroti valkostsins verður auðvaldsskipulagið sjóndeildar-
hringurinn allur. Eins og uppgufun himnaríkis fékk menn til að hreiðra
um sig í jarðlífinu, þannig reyndu menn að koma sér þægilega fyrir í far-
artæki kapítalismans þar sem það æddi í gegn um nóttina. Þreyttir og
slæptir ferðalangar húktu í gangveginum eða sváfu í skotinu hjá salern-
inu. Endalaust ráp um lestina í von um sæti og skammvinn sælan þegar
samastaður var fundinn. Mátti ekki alveg láta fara bærilega um sig? Alla
vega í samanburði við sum önnur farrými þar sem ferðalöngunum var
hrúgað upp í gripavögnum og neyð hungurs og sjúkdóma svarf að far-
þegunum.
Og hugsjónin?
Er hugsjón yfirleitt möguleg á þessu méli? Er ekki eins og hugsjónin,
þessi stóra, hafi sprungið og tvístrast í óteljandi „litlar“ hugsjónir: of-
drykkjuvandann, líkamsrækt, íbúasamtök. . .
Svo mikið er víst að fjöldahreyfingar eru ekki fyrirferðamiklar á nú-
tímasviðinu, fjöldakyrrstaða væri nær lagi.
Þessi stóra hugsjónasól sem eitt sinn var eins og límd í hádegisstað —
er ekki kjarnorkusprengjan komin í staðinn og útvarpar sínum neikvæða
17