Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  291. tölublað  102. árgangur  LÖGIN EINS OG FERSKUR BLÆR INN Í SÁLINA ÓTTALAUSIR GAUL- VERJAR OG VÍKINGAR FYRSTA SÝNING LADDA Í HEIMA- BÆNUM TEIKNIMYNDASÖGUR 39 EKTA GAFLARI 10HRÖNN SVANSDÓTTIR 41 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Takist Landsbankanum ekki að sækja sér lánsfé á erlendum mörk- uðum fyrir 2018 mun bankinn aðeins þurfa að greiða um 66 milljarða í af- borganir af erlendum skuldabréfum við gamla Landsbankann (LBI) á ár- unum 2015 til 2021. Þetta kemur fram í kynningu LBI til kröfuhafa á samkomulaginu sem gert var við Landsbankann í síðustu viku og Morgunblaðið hefur undir höndum. Samkvæmt þeim breyt- ingum sem voru gerðar á skilmálum bréfanna er nú til staðar heimild sem veitir Landsbankanum rétt á að fresta greiðslu hluta þeirra afborg- ana – um 39 milljarða – sem eru að óbreyttu á gjalddaga 2018 og 2020. Bankinn getur nýtt sér þá heimild ef lánshæfiseinkunn hans í erlendri mynt er enn í ruslflokki í júní 2018. Markmiðið var að fá LBI til að taka að hluta þátt í endurfjármögn- unaráhættu Landsbankans eftir 2018. Þann 21. nóvember sl. kom Seðlabankinn þeim skilaboðum til LBI að slík breyting á skuldabréf- unum væri eitt af skilyrðum þess að hægt yrði að veita undanþágu frá höftum vegna greiðslu 400 milljarða til forgangskröfuhafa. »19 Geti frestað 40 milljarða greiðslu  Ef Landsbankanum tekst ekki að sækja sér erlent lánsfé má hann fresta afborgunum á gjalddaga 2018 og 2020 Morgunblaðið/Golli Landsbankinn Skuldin við LBI stendur nú í 196 milljörðum. Það var mikið stuð og stemning á jólahátíð fatlaðs fólks á Hilton Reykjavik Nordica í gær. Fyrir hátíðinni stóð André Bachmann og var þetta í 32. skiptið sem hún var haldin. Steig fjöldinn allur af listamönnum á svið og voru forsetahjónin heiðursgestir hátíðarinnar í ár. Í hátíðarskapi á jólahátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör og gleði á Hilton Reykjavík Nordica í gær Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingafulltrúanum í Reykjavík hafa það sem af er ári borist tæplega 40 fyrirspurnir um leyfi til að breyta húsnæði þannig að það henti undir rekstur gististaða. Fyrirspurnirnar varða allt frá smæstu gististöðum og upp í 93 herbergja hótel. Fjöldi fyrirhugaðra gistirúma er aðeins gefinn upp í hluta fyrirspurna og er uppgefinn fjöldi ríflega 700. Um 500 þessara gistirúma eru á þremur stöðum og eru framkvæmdir þar ýmist hafnar eða að hefjast. Óvíst er hvort sum smærri verkefnin verða að veruleika en sjö af alls 37 fyrirspurnum var synjað. Aðeins 38 af áðurnefndum 700 gistirúmum tengjast verkefnum sem var synjað. Til samanburðar leiðir úttekt Morgunblaðsins í ljós að minnst um 1.650 hótelherbergi eru áformuð í Reykjavík á árunum 2014 til 2017. Séu tveir í herbergi eru alls 3.300 gistirúm í þessum herbergjum. Að meðtöldum þeim 660 gistirúmum sem hafa verið samþykkt, eða bíða afgreiðslu, eru því tæplega fjögur þúsund gistirúm í bígerð í Reykjavík 2014-2017. Eru þá ótaldar umsóknir sem verða lagðar fram á næstu þremur árum og hugsanlega fleiri óþekkt verkefni í hótelgeiranum. Þúsundir gistirúma í pípunum Það sýnist því varlegt að áætla að gistirúmum muni fjölga um fjögur þúsund í Reykjavík 2014 til 2017. Til að setja þá tölu í samhengi áætlar Hagstofan að gistirúm á höfuð- borgarsvæðinu hafi verið um 10.600 í júlí í fyrrasumar, þegar háannatími var í ferðaþjónustu. Tölur fyrir Reykjavík voru ekki til reiðu. Mikill þorri gistirúma á höfuð- borgarsvæðinu er í Reykjavík og má því bera framboðið saman við áform um uppbyggingu hótela í borginni og draga af því ályktanir. Fjölgun í Reykjavík einni bendir til að gisti- rúmum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi í 15 þús. næstu 3 ár, eða um tæp 40%. MMikil ásókn ... »12 Margir vilja spreyta sig á hótelrekstri  Fjöldi aðila vill opna hótel í Reykjavík  Fjögur þúsund gistirúm í pípunum  Þó netnotkun Íslendinga sé ein sú mesta meðal aðild- arþjóða OECD og níu af hverj- um tíu fari á netið daglega er Ísland í 16. sæti þegar kemur að kaupum á vöru og þjónustu yfir netið, miðað við upplýsingar um notkunina á seinasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um netnotkun íbúa aðildarland- anna. Þar segir að áhyggjur af því að öryggi sé ekki nægilega tryggt í netviðskiptum séu mjög útbreiddar í löndum sem sam- anburðurinn náði til en eftir sem áður hefur aðeins um þriðjungur allra netnotenda í löndum OECD einhvern tíma breytt öryggisstill- ingum á netvafra sínum. »22 Í 16. sæti á lista yfir netverslun þjóða  Jóhann Jó- hannsson tón- skáld hefur verið tilnefndur til Golden Globe- verðlaunanna 2015. Tilnefn- inguna hlýtur hann sem höf- undur tónlistar í kvikmyndinni The Theory of Everything sem fjallar um lífshlaup eðlisfræðingsins Stephen Hawking og eiginkonu hans Jane. „Fókusinn í tónlistinni er mjög mikið á tilfinn- ingar,“ segir Jóhann en söguþráð- urinn fjallar meira um manneskj- una en um vísindamanninn Hawking. Aðrir sem tilnefndir eru í sama flokki eru óskarsverðlaunahafinn Hanz Zimmer fyrir tónlist við kvik- myndina Interstellar, Alesandre Deplat fyrir tónlistina í Imitation Game, Trent Reznor og Atticus Ross fyrir Gone Girl og Antonio Sanchez fyrir Birdman. »41 Jóhann fékk Golden Globe tilnefningu Jóhann Jóhannsson  „Það er gaman að sjá íslenska hugsmíði með íslenskri tónlist, ís- lenskum teikningum og íslenskri forritun ná þessum árangri,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir talmeina- fræðingur en smáforrit sem þróað var í kringum kennsluefni og að- ferðafræði hennar hefur rokið upp bandaríska listann á App Store yfir vinsælustu smáforritin sem hægt er að hlaða niður frítt. Forritið sem um ræðir er ætlað til talþjálfunar og lestrarkennslu og kallast „Kids Sound Lab Pro“. Það var í 40. sæti lista App Store fyrr í vikunni. »4 Íslenskt „app“ í 40. sæti á lista yfir vin- sælustu ókeypis smáforritin á App Store Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gjöf sem lifnar við dagar til jóla 12 Giljagaur kemur í kvöld www.jolamjolk.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.