Morgunblaðið - 12.12.2014, Side 11

Morgunblaðið - 12.12.2014, Side 11
Morgunblaðið/Golli Heimabærinn Þrátt fyrir að vera ekta Gaflari, fæddur í heimahúsi á Nönnustígnum, hefur Laddi aldrei verið með sýningu í Hafnarfirði. Í kvöld verður hann með sýningu í Bæjarbíói og Eiríkur Fjalar stígur á svið á sunnudaginn. þangað til það kom ný mynd en það var ekki skipt um myndir mjög oft,“ segir Laddi sem minnist þess að hafa hlaupið á milli kvikmyndahúsanna tveggja á staðnum. „Við fórum líka í það sem við kölluðum Árnabíó eða Hafnarfjarðarbíó. Þetta passaði nefnilega svo vel á sunnudögum því þá vorum við á drengjafundi í KFUM á Hverfisgötu og hann var búinn þeg- ar klukkuna vantaði korter í þrjú og þá hljóp maður beint niður eftir, eins og maður sagði: Beint á húninn. Sá sem var fyrstur á húninn var nefni- lega fyrstur inn.“ Það var eins gott að vera á meðal þeirra fyrstu því það var ekki bara verið að horfa á bíó- myndir í Bæjarbíói. „Maður var með fullt af Jesúmyndum með sér því svo var verið að skiptast á hasarblöðum og Andrési Önd. Þegar maður var fá- tækur og átti kannski ekki nein blöð til að skipta þá notaði maður Jesú- myndirnar. Þú gast kannski fengið eitt gamalt Andrésblað fyrir tuttugu Jesúmyndir. Það þurfti svolítið margar Jesúmyndir því þær voru ekki alveg jafn verðmætar og blöð- in,“ segir Laddi. Þetta var gert áður en myndin byrjaði og allir græddu eitthvað á skiptunum, eða fengu í það minnsta eitthvað nýtt í safnið. Frostgestirnir jólabarnsins Það verða kannski ekki Jesú- myndir í Bæjarbíói núna en það verð- ur fjör, svo mikið er víst. Á sýningu kvöldsins verða ýmsar þjóðþekktar persónur úr smiðju Ladda en á sunnudaginn klukkan 17 verða á sama stað jólatónleikar fyrir alla fjöl- skylduna. „Þá verður Eiríkur Fjalar með sína jólatónleika. Hann er svo mikið jólabarn þannig að hann vildi vera með eitthvað svona eins og Laddi vinur hans og verður með stór- skemmtun í Bæjarbíói líka. Hann vildi gera svona eins og Björgvin Halldórsson, sem er nú Hafnfirð- ingur líka og er með Jólagesti Björg- vins. En hann vildi ekki láta þetta heita Jólagestir Eiríks Fjalars því það er of líkt, þannig að jóla- tónleikarnir heita Frostgestir Eiríks Fjalars,“ segir Gaflarinn Þórhallur Sigurðsson. Fleiri Hafnfirðingar verða gestir Eiríks Fjalars, þar á meðal þeir Bjössi Bolla og Steinn Ár- mann Magnússon. Miða á viðburðina má kaupa á vefnum www.midi.is. Frostgestir Til aðgreiningar frá jólatónleikum Frostrósa og Jólagesta Björgvins nefnir Eiríkur Fjalar sína jólatónleika einfaldlega Frostgesti. ekki þátt í neinu í skólanum. Ef það var til dæmis skólaskemmtun eða eitthvað annað þá þorði ég aldrei að mæta,“ segir hann en vinir hans tveir sem bjuggu í sömu götu voru ekki heldur virkir í félagslífinu og fóru þeir þrír gjarnan í leiðangra út í hraun meðan skólafélagarnir mættu á skemmtanirnar. Þó að skólagangan hafi verið hálfgerð þrautaganga segir Laddi að það hafi verið dásamlegt að alast upp í Hafnarfirðinum. Hann ber enn sterkar tilfinningar til bæjarins og er þar tíður gestur. Sérstaklega nefnir hann Bæjarbíó en sýning hans í kvöld verður einmitt haldin þar í kvöld sem og jólatónleikar Eiríks Fjalars. „Við vorum alltaf í Bæjarbíói sem litlir strákar. Maður sá kannski sömu myndina fjórum, fimm sinnum, Morgunblaðið/Árni Sæberg DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 www.volkswagen.is Volkswagen fólksbílar Einstakt tækifæri Nú nálgast jólin óðfluga og Volkswagen er í sérstöku jólastuði. Í tilefni jólanna eru sýningar- og reynsluakstursbílar á frábærum kjörum í desember. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 170. Takmarkað magn HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.isTil afgreiðslu strax Á morgun laugardag heldur þýski organ- istinn Christian Schmitt tónleika í Akur- eyrarkirkju kl. 17. Schmitt hefur leikið með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Evrópu og er nú sérstakur orgelráðgjafi Fílharmóníusveitar Berlínar. Christian er einn eftirsóttasti konsertorganisti heimsins í dag og árið 2013 hlaut hann hin eftirsóttu Echo-verðlaun sem eru ein æðstu verðlaun tónlistarmanna í Þýska- landi. Hann hefur borið sigur úr býtum í meira en tíu alþjóðlegum orgel- og tón- listarkeppnum. Efnisskráin á morgun er fjölbreytt, m.a. verk eftir Johann Sebast- ian Bach, Olivier Messiaen, Carl Philipp Emanuel Bach og Charles Frost. Ókeypis er á tónleikana. Christian Schmitt Orgelsnilli Christian Schmitt. Einn eftirsóttasti konsert- organisti heims spilar á Akureyri Því miður hef ég aldrei upp-lifað það að vera kvenmað-ur. Ég hef hins vegar sembetur fer aldrei upplifað það að vera kvenmaður á íslensku næturlífsbrölti. Því er statt og stöð- ugt haldið fram að kynferðislegt áreiti eigi sér ekki stað á skemmti- stöðum landsins og að virðing sé ætíð borin fyrir náunganum. Það er firra. Allar þær stelpur sem ég þekki hafa verið áreittar í miðbænum, í þær klip- ið, yfir þær slefað, á þær gelt ósæmi- legum orðum og þær niðurlægðar á einn eða annan hátt í þeim eina til- gangi að lítilmennskugreyjum finnist þeir vera með stórt typpi. Ég hreinlega veit ekki hvort ég á að finna til með þeim aumkunarverðu hræjum sem ráfa þreifandi og þukl- andi um borgina eða hvort ég á að fyrirlíta þau. Vita hræin betur? Færa má rök fyrir því að greyin séu fórnar- lömb ráðandi dægurmenningar sem hefur stimplað inn í þau frá unga aldri að slík hegðun sé í lagi. Nauðgunarpoppið glymur í eyr- um grunnskólabarna og hold- gervingar ofbeldis dýrkaðir. Allt frá klassískustu kvikmynd- um yfir í saklausasta barnaefni eru kvenkyns persónur hlut- gerðar sem dægradvöl karlmanna; persónur sem eiga sér þann eina tilgang að veita hinum sterka karlmanni hugarfró og líkamlega nautn þegar hann þarf á því að halda. Á þeirri upplýsingaöld sem nú ríkir er þó varla hægt að nota slíkt sem afsök- un. Það er ekki eins og við búum enn í torfbæjum og eina upp- lýsingin sem við komumst í sé útslitið eintak af hinni heilögu Ritningu. Upplýsingin er handan við hornið og sú ábyrgð hlýtur að liggja að stórum hluta hjá hverjum og einum að upp- fræða sjálfan sig. Nú gelta nokkrir hundar sem hafa sig hvað mest í frammi í niðurlæging- unni að karlmenn verði nú líka fyrir kynferðislegu áreiti í miðbænum – og er það hárrétt og miður. Er það þó einhver afsökun? Ef fertug kona grípur í liminn á mér á dansgólfinu, gefur það mér þá leyfi til að fingra næstu stelpu á dansgólfinu gegn vilja hennar? Nei. Þeir aumingjar sem finnst nauðsynlegt að upp- hefja eigið sjálf og eigin kynímynd með því að áreita aðra kynferð- islega eru því óvinsamlegast beðn- ir um að halda sig heima hjá sér þar til heimska þeirra lekur úr þeim samhliða slefinu og geltinu. Því miður er ég hræddur um að sá leki verði ekki fyrr en sú nauðgunarmenn- ing og aumingjadýrkun sem viðhefst hér á landi líður undir lok. »Ef fertug kona grípur íliminn á mér á dans- gólfinu, gefur það mér þá leyfi til að fingra næstu stelpu á dansgólfinu gegn vilja hennar? Nei. HeimurDavíðs Más Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.