Morgunblaðið - 12.12.2014, Page 12

Morgunblaðið - 12.12.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það sem af er árinu hafa um 40 ein- staklingar og fyrirtæki spurst fyrir um eða óskað eftir leyfi hjá bygging- arfulltrúanum í Reykjavík til að gera breytingar á húsnæði þannig að það henti undir gistirekstur í miðborg- inni, eða nálægum hverfum. Umsóknirnar eru sýndar í töflu hér fyrir ofan og táknar spurningar- merkið að ekki kemur fram hvað gistirúmin eiga að vera mörg. Samanlagður fjöldi þeirra rúma, sem er gefinn upp, er rúmlega 700. Til samanburðar eru 209 hótelher- bergi á Hótel Sögu í Reykjavík og að jafnaði tvö gistirúm í herbergjunum. Fyrirhugað hótel á Laugavegi 34a og 36 – og í fyrirhuguðum húsum sem reist verða á baklóðum – er tekið með þar sem beðið er framkvæmdaleyfis. Listinn hér að ofan ber með sér að mörg félög hafa leitað hófanna um leyfisveitingar. Eins og sjá má hafa ekki allir erindi sem erfiði. Þá kunna einhverjir sem fengu leyfi til framkvæmda að hafa hætt við áformin, til dæmis vegna skorts á fjármögnun. Listinn er því fyrst og fremst til vitnis um hversu margir sjá ágóðavon í ferðaþjónustu. Yfir þúsund herbergi vantar Listinn gefur alls ekki tæmandi mynd af uppbyggingu hótela í mið- borginni. Nýtt Apótek Hótel í Aust- urstræti er ekki talið með, né heldur stækkun Hótels Borgar, eða áformað Icelandair Hótel Reykjavík Kultura, eða fyrirhugað CenterHotel Mið- garður við Hlemm, eða Foss- hótelsturninn við Höfðatorg. Þá sýnir listinn ekki áform um 100 herbergja KEA- hótel á Hverfis- götu, eða fyrir- huguð hótel við Hörpuna og í Hafnarstræti, eða fyrirhugaða stækkun 101 Hótel Reykjavík, eða fyrirhugað Fosshótel í Lækjargötu, svo eitthvað sé nefnt. Samanlagður herbergjafjöldi á þess- um nýju og áformuðu hótelum er vel á annað þúsund. Morgunblaðið og mbl.is unnu sl. sumar ítarlega úttekt á fyrirhugaðri uppbyggingu hótela í miðborginni og var niðurstaðan sú að um 1.400 ný hótelherbergi væru fyrirhuguð í miðborginni til 2017. Talan hækkar í 1.650 herbergi Nýákveðin Fosshótel í Lækjargötu og CenterHotel Miðgarður voru ekki með í þeirri samantekt og hækkar það töluna í 1.650 herbergi. Áformuð hótel á Laugavegi 34a og 36 og í Þórunnartúni eru með í þeirri tölu. Sé þau dregin frá listanum hér að ofan varða fyrirspurnir til bygg- ingarfulltrúa í Reykjavík alls um 400 gistirúm og koma þau sem verða að veruleika til viðbótar þessum 1.650 herbergjum. Við það bætast gistirúm sem ekki eru gefin upp í umsóknum til byggingarfulltrúa. Miðað við að tvö gistirúm séu í hótelherbergi gætu því verið að bætast við hátt í fjögur þúsund gistirúm 2014-2017. Mikil ásókn í að breyta húsum í gististaði  Byggingarfulltrúi fær tugi umsókna Umsóknir um rekstur hótela og gistihúsa í miðborg Reykjavíkur og nágrenni Samkvæmt fundargerðum byggingarfulltrúa árið 2014 *Ekki gefið upp Heimilisfang HeimilisfangSótt er um leyfi til að... Sótt er um leyfi til að...Niðurstaða NiðurstaðaRekstraraðili Rekstraraðili Fjölgun gistirúma Fjölgun gistirúma Breyta hluta húsnæðis í gistiheimili Til að fjölga gistirýmum úr 90 í 119 gesti Breyting í gistiheimili fyrir 62 gesti með 28 herber. og í veitingastað fyrir 120 gesti Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði í gistihús Breyta skrifstofurými í gististað með að hámarki 201 gistirými í 51 herbergi Innrétta gistirými í verslunarrými á jarðhæð í norðurenda húss Til að hefja rekstur gistiheimilis Spurt hvort útbúa megi gististað, 2 íbúðir Framkvæmdaaðili bíður leyfis til að byggja borgarhótel í fjórum húsum (60 herbergi) Spurt um leyfi til að reka heimagistingu Innrétta herbergi í gistiheimili Sótt er um leyfi til að endurnýja efstu hæð og þak og innrétta sem hótelherbergi til viðbótar annarri hótelstarfsemi í húsinu Húsnæði breytt í hótel, byggð viðbygging Húsnæði breytt í gistiheimili (10 íbúðir) Sótt er um leyfi til að innrétta gististað Til að innrétta gistiheimili á 2. hæð hússins Til að breyta atvinnuhúsnæði í gistiheimili með 43 herbergjum Sótt um leyfi til að hafa gistiheimili með tveimur herbergjum Til að innrétta gistiheimili á 2. hæð hússins Til að innrétta gistiheimili í hluta 2. h. Bætt við baðherbergjum á 2. og 3. hæð í einbýlishúsi þar sem er heimagisting Til að breyta íbúð í kjallara og á 1. hæð í gistiheimili fyrir 10 gesti Sótt er um leyfi til að innrétta gististað með fjórum gistieiningum Til að starfrækja gistiskála með aðstöðu fyrir 22 gesti á öllum hæðum Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili Spurt er hvort leyft yrði að breyta einbýlishúsi í gistiheimili Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta vinnustofu í íbúð eða gistiherbergi Til að innrétta farfuglaheimili, gistiheimili, fyrir 22 gesti í 11 kojum í 4 herbergjum Til að breyta íbúðarhúsi í gistiheimili Til að stækka tengibyggingu og byggja á henni 2. hæð og innrétta gistirými í húsi á lóð nr. 42 við Skólav.stíg/23 við Lokastíg. Til að breyta einbýlishúsi í gististað Til að innrétta 7 gistiherbergi sem yrði hluti af stærra hóteli á Hljómalindarreit Spurt er hvort leyfi yrði veitt til að starfrækja gististað í bakhúsi Til að breyta skipulagi og opna hótel Sótt er um leyfi til að breyta gistiskála fyrir 24 gesti í tvær gistiíbúðir á 1. hæð gistihúss Spurt er hvort breyta megi kaffistofu í gistiheimili á 1. hæð í húsi nr. 27-29 Til þess að innrétta gistiheimili með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti ?* 29 62 ? 201 ? ? 4 120 ? ? ? 186 20 14 ? 86 4 ? ? ? 10 8 22 ? ? ? 22 10 ? ? 14 ? ? ? ? 14 706 Frestað Frestað Frestað Synjað Samþykkt Samþykkt Frestað Í vinnslu Í vinnslu Í vinnslu Frestað Frestað Samþykkt Samþykkt Synjað Samþykkt Í biðstöðu Samþykkt Samþykkt Samþykkt Frestað Synjað Frestað Frestað Frestað Synjað Synjað Samþykkt Samþykkt Samþykkt Frestað Samþykkt Synjað Samþykkt Samþykkt Frestað Synjað Stay apartments Landleiðir ehf. BNA ehf. (Skráð á Kirkjuhvoll sf.) Miðfell ehf. JL Holding ehf. Mýr-Inn ehf. Einkaaðili Einkaaðili Nitur ehf. Einkaaðili Reykjavík Rent ehf. Reitir I ehf. Þórunnartún 4 slf. Landslagnir ehf. Flying Viking ehf. Sjónver ehf. Óskar nafnleyndar Skarphéðinn Andri Einars. Landsbyggð ehf. Dalfoss ehf. NRH reyk ehf. HD verk ehf. Nónbil ehf. Hostel Village ehf. Hús-inn ehf. Einkaaðili Einkaaðili LF13 ehf. G2A ehf. R. Guðmundsson ehf. Einkaaðili Þingvangur ehf. Einkaaðili Kínasetrið ehf. RR hótel ehf. Einkaaðili HD verk ehf. Einholt 2 Skógarhlíð 10 Vesturgata 6-10A, gjarnan kallað Naustið Fiskislóð 43 Hringbraut 121 Starmýri 2C Ránargata 9a Túngata 33 Laugavegur 34a, 36 Bergþórugata 19 Lækjargata 6b Aðalstræti 6 Þórunnartún 4 Frakkastígur 6a Laufásvegur 2 Barónsstígur 5 Ármúli Skipholt 15 Hverfisgata 56 Brautarholt 4 Sóleyjargata 29 Bræðraborgarstígur 3 Laugavegur 1 Snorrabraut 83 Hringbraut 79 Garðastræti 34 Freyjugata 40 Álfheimar 74 (Glæsibær) Grettisgata 2 Skólavörðustígur 42 Frakkastígur 26A Hverfisgata 28 Bankastræti 14-14B Laugavegur 100 Veghúsastígur 7 Snorrabraut 27-29 Bræðraborgarstígur 1 Samtals Heimild: Fundargerðir byggingarfulltrúa númer 761 til 806 árið 2014. Apótek Hótel í Reykjavík. Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg 400.000 KR. FERÐAFJÖR FINNDUBÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til ogmeð 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf fráWOWair. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna *GJAFABRÉF FRÁWOWair NOTAÐIR BÍLAR Vertu með! Hvert myndir þú fara? Í ábyrgð Í MIKLU ÚRVALI Tilboð: 7.690.000 kr. Volvo XC60 SummumD4AWD ZHZ45 Skráður maí 2014, 2,4TDi dísil, sjálfskiptur Ekinn 32.000 km. Ásett verð: 7.950.000 kr. Tilboð: 6.990.000 kr. Mitsubishi Pajero Intense 4x4 POY56 Skráður september 2012, 3,2Di dísil, sjálfskiptur Ekinn 30.000 km. Ásett verð: 7.790.000 kr. Verð: 2.090.000 kr. Ford Escape Limited YAA76 Skráður nóv. 2007, 3,0i bensín, sjálfskiptur Ekinn 109.000 km.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.