Morgunblaðið - 12.12.2014, Side 16

Morgunblaðið - 12.12.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is SKIPASALA • KVÓTASALA Góður línu og netabátur eða alhliða vinnubátur Mjög öflugt Línuskip LOA 52,5m x B 11,59m G135 Til sölu Til sölu Eigum til sölu varanlegar aflaheimildir í báðum kerfum nánari upplýsingar í síma 560 0000 Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Veldu viðhaldsfrítt PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjung- um sem gætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér á landi. Viðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið frábærar viðtökur og greinilegt að mikil þörf eru á slíkri nýjung. Barnalæsing - Mikil einangrun CE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málum Glerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Playmobil-leikföngin fagna 40 ára af- mæli sínu í ár en leikföngin komu fyrst fram á sjónarsviðið á leik- fangasýningu í Nürnberg 1974. Ári síðar komu þau á markað hér á Ís- landi og slógu í gegn svo um munaði og ekki sér fyrir endann á sig- urgöngu þessa einfalda plast- leikfangs. „Playmobil-fyrirtækið er mjög íhaldssamt og hefur lítið breyst í ár- anna rás. Það er búið að bætast að- eins við, eins og svipbrigði og skegg, en í grunninn er leikfangið alveg eins í dag og fyrir 40 árum,“ segir Halldór Baldvinsson, vörustjóri leikfanga hjá afþreyingarfyrirtækinu Senu sem flytur Playmobil-leikföngin til lands- ins. Aðspurður hvort Playmobil- vörurnar renni enn út eins og heitar lummur segir hann svo vera. Vin- sældirnar haldi sér ár frá ári óháð árstíma. „Við erum með kastala, hús, bíla, húsbíla og fjöldann allan af leik- föngum. Af stóru hlutunum er það sjóræningjaskipið sem hefur gengið best, en síðan fyrsta skipið kom á markað árið 1978 hafa um 16 milljón eintök selst af því. Jóladagatölin og litlu Playmo-pokarnir hafa verið mjög vinsæl að undanförnu, trúlega er það jólasveinninn,“ segir hann en gera má ráð fyrir að einhver börn hafi vaknað glöð í morgun með Playmobil-dót í skónum sínum í glugganum. Merkið stendur eitt og sér Playmobil hefur aldrei tengt sig við önnur vörumerki, ólíkt t.d. Lego. Þannig er ekki til Star Wars Playmo eða neitt álíka. Merkið stendur alveg eitt og sér og hefur alltaf gert. Hall- dór segir að lítil breyting hafi orðið á hönnun Playmobil í gegnum árin – enn sé hægt að taka hárið af Playmo- konu frá 1974 og setja það á konu sem framleidd er nú 40 árum síðar. Þó Playmobil hafi lítið breyst er það vinsælt meðal safnara úti í hinum stóra heimi. Þannig má t.d. sjá Playmobil-hús frá upphafsárum merkisins til sölu á E-bay á 1500 pund eða rúmlega 300 þúsund krón- ur. Það gætu því leynst gersemar uppi á lofti eða inni í bílskúr hjá fólki. Brosandi í 40 ár  Playmobil fagnar 40 ára afmæli í ár  Kom til Íslands ári síðar Ljósmynd/Katherine Rose for t Fjölgar ört Um 3,2 nýjar Playmobil-fígúrur eru búnar til á hverri sekúndu, sem er ögn meira en mannfólki fjölgar en 2,6 manneskjur fæðast á sekúndu. Gefnir hafa verið út tveir tónlistar- diskar, „Kveðja mín er söngljóð“, með úrvali laga sem Eiður Ágúst Gunnarsson bassasöngvari syngur við undir- leik Ólafs Vignis Albertssonar. „Ég veit að hann hefði viljað gefa þessi lög út og með því að gera það reisi ég honum smá minn- isvarða,“ segir Lucinda Grímsdóttir, ekkja Eiðs sem lést 15. júní 2013. Keypti allar upptökur Eiður Ágúst og Ólafur Vignir tóku upp fjölda laga fyrir Ríkisútvarpið og 2009 keypti Eiður Ágúst allt efnið sem útvarpið hafði tekið upp með söng hans. Í kjölfarið komu út tveir diskar þar sem hann söng við undir- leik Ólafs Vignis ljóðaflokkana Svanasöng eftir Franz Schubert og Ástir skálds eftir Robert Schumann í þýðingu Daníels Daníelssonar. Á diskunum núna er úrval sönglaga, sem tekin voru upp hjá Rúv á ár- unum 1969 til 1986. Á diskunum er samtals 51 lag. „Ég er með brauðkassa fullan af upptökum útvarpsins, þannig að val- ið var erfitt,“ segir Lucinda, sem gefur út diskana á eigin kostnað. Hún áréttar að Ólafur Vignir hafi haft umsjón með lagavalinu. Bjarni Rúnar Bjarnason var hljóðmeistari og hönnun í höndum Ingvars Vík- ingssonar en verslunin 12 Tónar sér um söluna. „Það er ekki gróðamarkmiðið sem ræður för heldur hugsjónin,“ segir hún og bætir við að hún sé innilega þakklát þeim sem aðstoðuðu hana við útgáfuna. steinthor@mbl.is Úrval söngljóða komið út á tveimur diskum Bassinn Eiður Ágúst Gunnarsson.  Eiður Ágúst bassi og Ólafur Vignir á píanó Samstöðufundur listamanna úr ýmsum geirum til varnar RÚV sem frestað var vegna veðurs síðastlið- inn miðvikudag, verður á Aust- urvelli í dag kl 17:00. Fjöldi þekktra listamanna mun koma fram á fundinum, m.a. Ragnheiður Gröndal, Stuðmenn, Helgi Björns- son, Stefán Hilmarsson, Björn Jör- undur, Edda Björgvinsdòttir og fleiri. Fundurinn er haldinn undir heit- inu Verjum RÚV og þar verður skorað á stjórnvöld að draga til baka áform um lækkun útvarps- gjalds. Samstöðufundur vegna RÚV í dag Playmobil leik- fangakarl eða -kona, gjarnan nefndur „Pleimó-kall“, er 7,5 senti- metra hár og er gerður úr aðeins sjö hlut- um. Síðan 1974 hefur Playmobil búið til 2,7 milljarða Playmo-kalla. Ef allar þessar fígúrur héldust í hend- ur myndi keðjan fara þrisvar og hálfum sinnum kringum hnöttinn. Í upphafi voru allir Playmo-kallarnir með sömu hárgreiðslu, í dag eru 374 ólík- ar fígúrur, 839 mismunandi andlit og 68 skegg. Alltaf 7,5 sentimetrar SKEMMTILEGAR STAÐREYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.