Morgunblaðið - 12.12.2014, Page 17

Morgunblaðið - 12.12.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Efnileg Hinir ungu sigurvegarar KoduCup við verðlaunaafhendinguna. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Sköpun og samvinna voru meðal þeirra þátta sem voru lagðir til grundvallar í KoduCup, forrit- unarkeppni Skema og Microsoft á Íslandi sem haldin var fyrir skemmstu í tilefni af evrópsku for- ritunarvikunni, en þar var þátttak- endum gert að skapa tölvuleiki. Ey- dís Magnea Friðriksdóttir, Kolbeinn Hrafn Hjartarson og fé- lagarnir Marvin Jónsson og Orri Þór Eggertsson urðu hlutskörpust. Þema keppninnar var eldur og ís. Framúrskarandi forritun Verðlaun voru veitt í tveimur aldursflokkum, sjö til tíu ára og ell- efu til fjórtán ára auk þess sem sér- stök „Vá“-verðlaun voru veitt fyrir þann leik sem þótti mest skapandi. Sigurvegari í yngri flokki var hin níu ára Eydís Magnea. Hún sendi inn leikinn Kóló sem þótti einfaldur og skemmtilegur í spilun. Þar berst hetjan við andstæðinga af ýmsum stærðum og gerðum og þarf að sigra þá alla til að komast á milli borða og sigra að lokum. Sigurvegari í eldri flokki var Kolbeinn Hrafn, ellefu ára. Hann skapaði leikinn The Adventure of Kodu, skemmtilegan leik sem byrj- ar á því að leiða leikmann í gegnum virkni leiksins, til dæmis hvernig leikmanni er stjórnað, og er fyrsta borðið hugsað sem upphitun fyrir það sem koma skal. Í tilkynningu segir að á bak við leikinn liggi mikil og góð forritun með möguleika á að spila leikinn í PC-tölvu eða á xBox- tölvu. Teymi tveggja stráka, þeirra Marvins, ellefu ára og Orra Þórs, tíu ára, hlaut svo „Vá“-verðlaunin. Þeir sköpuðu saman leikinn MO og þótti öll vinnsla við leikinn fram- úrskarandi. Forritun á bak við leik- inn þótti vel unnin og borðin fjöl- breytt. Forritunarsnillingar fram- tíðar voru verðlaunaðir  Kóló, The Adventure of Kodu og MO fengu verðlaun Fyrstu ellefu mánuði ársins voru 85 nýir sendibílar fluttir inn til landsins sem er aukning um 44% frá sama tímabili í fyrra. Þróunin er svipuð í flokki vörubíla en 86 slíkir bílar voru fluttir inn sem er 41% aukning á milli ára. Sendibílar eru allt að 3,5 tonnum en þeir bílar sem eru þyngri flokkast sem vörubílar „Við finnum vel fyrir þessari aukningu hér hjá okkur, sala á Iveco-sendi- og vörubílum hefur stóraukist á milli ára og höfum við selt bíla til fyrirtækja og sveitar- félaga,“ segir Viktor Karl Æv- arsson, sölustjóri hjá Kraftvélum. Viktor segir að lítil endurnýjun hafi orðið í vörubílaflota landsins undanfarin ár. „Viðskiptavinir okkar eru almennt bjartsýnir fyrir næstu ár og við gerum ráð fyrir stækkandi vörubílamarkaði á næsta ári þrátt fyrir mikla aukningu í ár. Kaup á nýjum vörubílum hafa verið í lág- marki frá 2009 og því er endurnýj- unarþörfin orðin mjög mikil,“ sagði Viktor. Í gær afhentu Kraftvélar Hafn- arfjarðarbæ nýjan flokkabíl, sem er sjö tonna bíll með krana sem vegur þrjú og hálft tonn. benedikt@mbl.is Mikil end- urnýjun á vörubílum Vörubílar Endurnýjun á þeim hefur verið lítil hér á landi undanfarin ár.  86 nýir vörubílar fluttir inn til landsins Rauði krossinn á Íslandi átti 90 ára afmæli á mið- vikudaginn, 10. desember og fékk á afmælis- daginn afhenta sjö nýja sjúkra- bíla sem verða teknir í notkun á næstu vikum, en Rauði krossinn rekur allar sjúkraflutningabifreiðar hér á landi. Bílarnir eru af gerðinni Merce- des Benz Sprinter og eru sér- staklega innréttaðir í Póllandi sem sjúkrabílar, samkvæmt frétta- tilkynningu frá Fastus sem sér um innflutning og afhendingu bílanna. Rauði krossinn fær sjö nýja sjúkrabíla Sjúkrabílar Sjö nýir bættust við. www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 10% afsláttur Fullgreitt fyrir 1. marsÁ ferðum fram og til baka,gildir ekki með öðrum tilboðum. Bókaðu núna! Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2015

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.