Morgunblaðið - 12.12.2014, Page 18

Morgunblaðið - 12.12.2014, Page 18
Viðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 FRÉTTASKÝRING Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is VR gagnrýnir að vaxtamunur hafi aukist hjá viðskiptabönkunum þrem- ur í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í síðsta mánuði. Þann- ig hafi munur á milli innlánsvaxta og útlánsvaxta í nóvember aukist um 0,1% hjá Arion banka og Lands- banka, en um 0,05% hjá Íslands- banka. Sé litið til ársins 2014 í heild sinni hafi vaxta- munur Arion banka aukist um 0,20% en hjá Landsbankanum og Íslandsbanka hafi hann aukist um 0,15%. Þetta hafi þær afleiðingar að inn- lán skili minni ávinningi og útlán lækki ekki sem skyldi. VR segir tekjur bankanna þriggja aukast um tæplega milljarð við þess- ar breytingar. Þar sem Seðlabankinn hafi áætlað að um þriðjungur inn- og útlána sé til heimilanna í landinu, verði þau af hundruðum milljóna króna. Þá er bent á að bankarnir þrír hafi breytt vaxtatöflum sínum mikið á árinu 2014, óháð breytingum á stýrivöxtum. Bankarnir hafi svo ákveðið að auka enn á vaxtamuninn þegar stýrivextir voru lækkaðir í nóvember. Viðari Ingasyni, hagfræðingi VR, þykir þessi aukni vaxtamunur í kjöl- far stýrivaxtalækkunar í nóvember, furðulegur. Þess vegna hafi VR ákveðið að vekja athygli á málinu. ,,Við tókum eftir því að útlán og inn- lán tóku ekki sömu breytingum hjá bönkunum. Stundum lækkuðu inn- lánsvextir jafnmikið og stýrivextirnir en það sama gilti ekki alltaf um útlán- in. Þá jókst vaxtamunurinn eðlilega. Munurinn virðist ekki mikill við fyrstu sýn en í ljósi stærðar banka- kerfisins og áhrifa á heimili og fyr- irtæki í heild er um gífurlegar fjár- hæðir að ræða. Hann telur næstu skref að fylgjast með hvort lagðir verði fram nákvæm- ir útreikningar á þessum fjárhæðum og eins hvort stýrivaxtalækkunin í þessari viku muni skila sér til neyt- enda. ,,Oft er stærsti einstaki út- gjaldaliður fasteignaeigenda vextir, svo þetta getur skipt miklu máli.“ Fleiri áhrifaþættir til staðar Þau svör fengust hjá Arion banka að fleiri áhrifaþættir en breytingar á stýrivöxtum hefðu áhrif á vaxta- ákvarðanir bankans, svo sem miklar skattahækkanir undanfarinna ára og tilkoma bankaskatts. Telur bankinn réttara að líta til lengra tímabils en VR gerir og bendir á, að vaxtamunur hafi lækkað nokkuð á undanförnum árum. Þá séu vextir bankans í skoðun í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabank- ans í fyrradag. Segja vaxtalækkun ekki skila sér til neytenda  VR gagnrýnir aukinn mun á inn- og útlánsvöxtum bankanna Morgunblaðið/Ómar Vextir VR segir vexti oft á tíðum stærsta útgjaldalið fasteignaeigenda. Viðar Ingason ● TM Software, dótturfyrirtæki Nýherja, keypti nýlega FOLIO-hugbúnaðarlausn frá kanadíska fyrirtækinu Kitologic Inc. Kaupverðið er trúnaðarmál en greitt var fyrir FOLIO með reiðufé. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, segir að hugbúnaðurinn verði seldur sem hluti af TEMPO-hugbúnaðarlausnum. Hann verði áfram þróaður á Íslandi en þrír kanadískir starfsmenn muni að- stoða í þróuninni. „Lausnin dregur úr kostnaði, flýtir fyrir að við náum ákveð- inni virkni út á markaðinn og styður við tekjuvöxt TEMPO-hugbúnaðarlausna.“ TM Software kaupir hugbúnað frá Kanada ● Heildarafli íslenska flotans á fyrsta fjórðungi fiskveiðiársins 2014/2015, frá 1. september í ár til loka nóvember, nam um 284.632 þúsund tonnum. Á sama tíma í fyrra nam hann um 285.944 þúsund tonnum. Samdráttur heildarafla nemur um 0,5% eða um 1,3 þúsund tonnum. Þetta skýrist einkum af minni afla af norsk-íslenskri síld, ufsa, ýsu og gullkarfa. Aukning varð hins vegar í veiðum á makríl og á ís- lenskri sumargotssíld. Um þetta er fjallað á vefsíðunni kvotinn.is. Afli svipaður á milli ára Stuttar fréttir…                                      !"# !" "$ $% # ! %# # %  &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 % # !"$ !$ "!$ $  "$ !# #! % $ $% !"$" !$" " $ $ "# ! # #!"$ %"" ! "% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Greiningaraðilum ber saman um lækkun verðbólgu í desember. Allir spá þeir smávægilegri hækkun vísi- tölu neysluverðs, ef frá er talin Fjár- málaráðgjöf Capacent sem spáir óbreytti vísitölu, þannig að verð- bólga á ársgrundvelli lækki úr 1,0% í nóvember í 0,5% í desember. Þannig spáir Greining Íslands- banka 0,3% hækkun vísitölu neyslu- verðs á milli mánaða. Gangi sú spá eftir hjaðnar verðbólga úr 1,0% í 0,8%, en það yrði minnsta verðbólga síðan í september 1998 ef spáin ræt- ist. Greiningardeild Arion banka, Hagfræðideild Landsbankans og Greining IFS spá allar því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desem- ber. Gangi þær spár eftir verður verðbólgan 0,7%, sem yrði þá lægsta verðbólga frá því í lok árs 1994. Flestir greiningaraðilar eru sam- mála um að helsti áhrifavaldur til hækkunar séu flugfargjöld til út- landa, vegna árstíðabundinna sveiflna. Aðrir áhrifaþættir sem greiningaraðilarnir nefna er hækkun húsnæðisverðs, matarkörfunnar, tómstunda, menningar og fataverðs. Að sama skapi eru þeir flestir sammála um að helsti áhrifavaldur til lækkunar sé bensínverð, vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs. Einn- ig er bent á að raftæki gætu lækkað lítillega, sem og hótelgisting. Greiningaraðilarnir gera ráð fyrir litlum verðbólguþrýstingi næstu mánuði. brynja@mbl.is Spá verðbólgu niður í 0,5-0,8%  Fjórar greiningardeildir af fimm spá því að verðbólgan verði sú lægsta í 20 ár Morgunblaðið/Eggert Verðbólga Greiningardeildir segja bensínverð hafa áhrif til lækkunar. Munið að slökkva á kertunum Fyrir börn hefur kertaljós sérstakt að- dráttarafl. Brýnið fyrir börnunum að fara ætíð varlegameð eld og gætið þess að börn leiki sér ekki án umsjónar nálægt logandi kertum. Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.