Morgunblaðið - 12.12.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 12.12.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Takist Landsbankanum ekki að end- urfjármagna hluta af erlendum skuldabréfum sínum við gamla Landsbankann (LBI) fyrir árið 2018 hefur hann heimild til að fresta greiðslu að fjárhæð tæplega 40 millj- arðar króna sem yrðu að óbreyttu á gjalddaga 2018 og 2020. Þetta var á meðal þeirra breytinga sem voru gerðar á fyrirliggjandi samkomulagi Landsbankans og LBI sl. maí um að lengja í afborgunarferli erlendra skulda bankans þannig að loka- greiðsla verði 2026 í stað 2018. Með þeim breytingum var LBI fengið til að taka þátt í endurfjármögnunar- áhættu Landsbankans eftir 2018. Í kynningu slitastjórnar LBI til kröfuhafa á samkomulaginu við Landsbankann, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að þetta hafi verið eitt af þeim atriðum sem Landsbankinn fór fram á í bréfi sem hann sendi til LBI 17. nóvem- ber síðastliðinn. Fjórum dögum síð- ar kom Seðlabanki Íslands þeim skilaboðum á framfæri við slit- astjórn LBI að slík breyting á skil- málum skuldabréfanna væri jafn- framt eitt af skilyrðum þess að hægt yrði að veita undanþágu vegna greiðslu 400 milljarða í erlendum gjaldeyri til forgangskröfuhafa LBI. Útgreiðsla fyrir áramót Seðlabankinn gerði slitastjórninni einnig skýra grein fyrir því að sú krafa LBI að allar greiðslur af skuldabréfum Landsbankans yrðu undanþegnar fjármagnshöftum – um 230 milljarðar króna auk vaxta- greiðslna – yrði ekki samþykkt. Að- eins væri hægt að veita undanþágu til að inna af hendi hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa að fjárhæð 400 milljarðar. Eftir að Seðlabankinn og fjármálaráðherra veittu LBI þá undanþágu í síðustu viku í tengslum við nýtt samkomulag sem náðist milli Landsbankans og LBI hafa forgangskröfuhafar slitabúsins nú fengið greidda um 1.116 milljarða, eða sem nemur 85% af höfuðstól krafna sinna. Ráðgert er að LBI inni af hendi hlutagreiðsluna til for- gangskröfuhafa fyrir áramót. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru á samkomulaginu milli Landsbankans og LBI er nú fyrir hendi heimild sem veitir Lands- bankanum rétt við tilteknar aðstæð- ur til að fresta greiðslu hluta þeirra afborgana – um 39 milljarða króna – sem eru að óbreyttu á gjalddaga 2018 og 2020. Landsbankinn getur þó aðeins nýtt sér þá heimild ef láns- hæfiseinkunn bankans til lengri tíma í erlendri mynt er lægri en BBB- hjá Standard & Poor’s hinn 30. júní árið 2018. Markmiðið með slíkri heimild er að treysta fjárhags- stöðu Landsbankans í erlendri mynt ef bankanum tekst ekki að sækja sér lánsfé á erlendum mörkuðum til að endurfjármagna skuldabréfin við LBI. Veginn meðallíftími skulda- bréfanna mun hækka úr 6,6 árum í 7,6 ár verði heimildin nýtt af Lands- bankanum. Vaxtaálagið hækkar eftir 2018 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur sagt að þær breytingar sem hafi náðst á skilmál- um skuldabréfanna muni auðvelda bankanum alþjóðlega fjármögnun. Samtímis því að gengið var frá sam- komulaginu greiddi bankinn jafn- virði um 30 milljarða inn á skuld sína við LBI. Eftirstöðvar skuldabréf- anna eru því nú um 196 milljarðar króna. Lágmarksveðhlutfall lækkar úr 125% í 115% af eftirstöðvum skuldabréfanna á hverjum tíma. Vaxtakjör haldast óbreytt – 2,9% álag ofan á LIBOR-vexti – til októ- ber árið 2018. Eftir það fer vaxta- álagið hins vegar stighækkandi og verður 3,5% vegna gjalddaga 2020 og að lokum 4,05% vegna lokagjald- dagans 2026. Getur frestað greiðslu 40 milljarða Afborganir Landsbankans til LBI* * Fjárhæðir eru í milljörðum Heimild: Kynning LBI fyrir kröfuhafa Ef greiðslum 2018 og 2020 er frestað að hluta Miðað við núgildandi samkomulag 60 50 40 30 20 10 0 2014 2016 2018 2020 2022 2024 2026 35 ,3 30 ,4 4 0 ,6 33 ,9 29 ,6 3 3, 9 52 29 ,6 39 ,7 39 ,7 18 ,7 17 ,2 30 ,43 5, 3  Landsbankinn má fresta greiðslu á 40 milljörðum á gjalddaga 2018 og 2020 ef bankanum tekst ekki að sækja sér fjármagn á erlendum lánsmörkuðum  Var eitt skilyrða Seðlabankans fyrir undanþágu Skuld Landsbankans » Á árunum 2018 og 2020 þarf Landsbankinn að greiða um 75 milljarða í afborgarnir af erlendum skuldabréfum við LBI samkvæmt samkomulagi sem náðist í síðustu viku. » Ef Landsbankinn verður ekki búinn að sækja sér erlent lánsfé til að endurfjármagna skuldabréfin árið 2018 má hann fresta greiðslu að fjár- hæð um 40 milljarðar. » Markmiðið er að slitabú LBI sé einnig látið taka þátt í endurfjármögnunaráhættu Landsbankans eftir árið 2018. E N N E M M / S ÍA / N M 6 6 3 4 1 NISSAN LEAF RAFBÍLL 4 KLST. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Öllum Nissan Leaf rafbílum sem BL ehf. selur fylgir 3 ára verksmiðjuábyrgð auk 5 ára verksmiðjuábyrgðar á rafhlöðu sem tryggir þig fyrir mögulegum bilunum, innköllunum eða uppfærslum á búnaði sem kunna að koma upp yfir ábyrgðartímann. NOTAÐUR BÍLL SEM INNÁBORGUN Þeir sem kaupa Nissan Leaf Nordic rafbíl frá BL ehf. geta greitt hluta kaupverðsins með notuðum bíl. Restina er hægt að taka að láni að hluta eða öllu leyti. 45 DAGA SKIPTIRÉTTUR Langar þig að prófa en ert ekki viss? Öllum Nissan Leaf Nordic rafbílum sem BL ehf. selur fylgir 45 daga skiptiréttur.** ÞÚ KEMST ALLRA ÞINNA FERÐA Á NISSAN LEAF NORDIC FYRIR EINUNGIS 2.900 KR. Á MÁNUÐI* Í TAKMARKAÐAN TÍMA BJÓÐUM VIÐ HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ OG VETRARDEKK Í KAUPAUKA KAUPAUKI AÐ ANDVIRÐI 350.000 KR. **Ef viðskiptavinur sem keypt hefur Nissan Leaf Nordic telur bílinn ekki henta þörfum sínum bjóðum við 45 daga skiptirétt. Viðskiptavinur getur þá skilað bílnum og látið kaupverðið ganga upp í kaup á sambærilegum eða dýrari nýjum bíl frá BL ehf. Miðað er við að bíllinn sé ekinn að hámarki 1.500 km á tímabilinu. BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is NORDIC ÚTGÁFA Verð: 4.490.000 kr. *Miðað við verðskrá ON 10.09.2014 og 1.250 km akstur á mánuði / 15.000 km á ári. GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.