Morgunblaðið - 12.12.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 12.12.2014, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 þegar ég, þá aðeins 6 ára gamall, kom til þín eftir skóla upp á Kirkjuveg og fékk hjá þér bestu kjötsúpu í heimi og þú geymdir hana alltaf í gömlum ísboxum í frystikistunni og hitaðir hana upp í örbylgjuofninum, svo lékum við saman með bílinn sem var alltaf geymdur undir fóninum. Ég man fyrst þegar að ég fór með þér á rúntinn á Ford Broncoinum og var ég þá ekkert smá forvitinn um alla þá ýmsu hluti sem voru í hon- um, þú sýndir mér símann og fjór- hjóladrifið, alla mæla og allt sem hafði einhvað að gera með þennan elskulega Bronco. Þegar að þú svo fluttir upp á Hlévang var ég ekki rosalega ánægður fannst eins og þú byggir á hóteli, en ég komst fljótt yfir það. Hjá þér fékk ég alltaf annaðhvort kandís eða kóngabrjóstsykur, svo hlustaði maður á allskonar gamlar plötur á fóninum og söngst þú alltaf þá svo fallega með. Man ég líka þeg- ar ég prófaði alla þá hatta sem þú áttir og ekki varst þú alltaf ánægður að sjá mig með þá á hausnum en gerðir þó ekkert í því. En það man ég best hvað ég var heillaður af þessum bláa hring sem þú barst alltaf á baugfingri og var ég alltaf að fá hann lán- aðan. Einu sinni spurði ég hvort ég mætti eiga hann og fékk ég alltaf sama svarið „Þú færð hann þegar ég er allur“. Skildi ég aldrei hvað þetta þýddi almennilega fyrr en núna og ber ég hann á hendi mér er ég skrifa þetta. Allar veiði- ferðirnar, ferðalögin og veran í Ólafsfirði var stór hluti af lífi mínu. Á þessum síðustu dögum þegar ég sat þarna hjá þér þá gerði ég mér grein fyrir því hversu kær mér þú ert og hversu mikið ég elskaði þig. Þessar æð- islegu minningar sem ég á með þér munu koma mér í gegnum þessa sorg og áður en ég kveð þig í síðasta sinn þá vil ég að þú vitir að minningu þinni verður haldið hátt á lofti það sem eftir er. Ég mun sakna þín með öllu mínu hjarta. Guð blessi þig og varð- veiti, elsku afi minn. Lífið rennur sem lækur með lygnu og djúpan hyl grefur sér farveg og fellur um flúðir og klettagil. Við bakkana beggja megin blandast hin tæra lind uns lækurinn orðinn er allur annarra spegilmynd. Lækurinn minnir á lífið, lindin er tær og hrein, í fljótið ber hann öll fræin sem falla af næstu grein. En fljótið er lífsins ferja er flytur með þungum straum ljóðið um lindina tæru, lækjarins óskadraum. (Sigurður Hansen) Þinn afastrákur, Bjarki Freyr. Þórólfur Sæmundsson var afi minn. Ég var svo ótrúlega heppin. Ég átti afa sem las sögur, líka draugasögur, fyrir litla stelpu, kenndi henni vísur og bænir. Ég átti afa sem átti risastóran kart- öflugarð og bestu kartöflurnar og hann eldaði bestu kjötsúpu í heimi. Ég átti afa sem elskaði að syngja og var alltaf til í að skella plötu á fóninn og hafa söngstund. Ég átti hafa sem var með skalla og sagði að það væri vegna þess hann hefði alltaf verið að skalla boltann í fótbolta. Ég átti afa sem kenndi mér að veiða, passaði mig þegar ég var veik og færði mér ristað brauð og te. Ég átti afa sem var með hjólhýsi á Laugarvatni, þar sem tíminn var yndislegur og ófáar gönguferðirnar sem enduðu á ís. Ég átti afa með hatt sem keyrði um á jeppa og fór í jeppa- túr að Kleifarvatni 92 ára. Ég átti afa sem var stríðinn og sagði brandara, en svo ljúfur og vildi allt fyrir mig gera. Ég átti afa sem varð 100 ára og gaf gull af minningum. Ég átti besta afa í heimi, hann afa minn, ég mun allt- af sakna hans en þá á ég allar fal- legu minningarnar. Nú á ég afa á himnum og veit að hann mun vaka yfir mér og mínum. Ég kveð hann með bæn- inni sem hann kenndi mömmu og hún mér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín afastelpa, María. Elsku afi minn. Það er margt sem fer í gegnum hugann á mér núna þegar þú ert farinn frá okk- ur. Gleði og þakklæti fyrst og fremst og svo margar minningar. Ég man þegar þú varst álfakóng- ur á þrettándanum, mér fannt þú svo svakalega flottur og tignar- legur kóngur og ég var svo stolt að geta sagt vinum mínum að þarna færi afi minn. Ég man líka þegar ég var dregin á Karlakórs- samsöng og hvað mér fannst þetta leiðinlegt bara smáskotta, en þetta vandist og nú er þetta mér ómissandi að hlusta á Karla- kórinn syngja. Þau gleymast líka seint öll ferðalögin á Laugarvatn, í fína hjólhýsið ykkar ömmu sem þið voruð svo ægilega stolt af. Ég man þegar ég var búin að fá mér nokkur húðflúr að ég kveið svo fyrir því hvað þú myndir nú segja, að barnabarnið þitt væri búið að krota á sig alls konar vitleysu, en aldrei sagðir þú neitt neikvætt við því. Elsku afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allt sem við áttum sam- an, ég bið að heilsa öllu fólkinu mínu þarna uppi þangað til minn tími kemur. Guð blessi þig. Þín dótturdótt- ir, Laeila. Aldraður og afar kær frændi okkar, einstakur vinur og veiði- félagi, Þórólfur Sæmundsson, er fallinn frá. Dætur hans héldu hon- um dýrðlega veislu á 100 ára af- mælinu á Hlévangi í Keflavík fyr- ir nokkrum vikum. Hann var mikill gleðigjafi, söngmaður og hrókur alls fagnaðar á langri ævi, maður sem margir sakna sárt og ekki síst við sem fengum svo oft að njóta þeirrar miklu lífsorku sem í honum bjó og hann veitti ótæpilega af áður en heilsan þvarr síðustu árin. Okkur langar sérstaklega til að minnast þess hvernig við tengdumst honum og samskipta okkar við hann sem okkur þykir afar vænt um. Faðir Þórólfs, Sæmundur Rögnvaldsson, og afi okkar, Þor- leifur Rögnvaldsson, voru bræð- ur. Þeir fluttust um líkt leyti frá Óslandshlíð í Skagafirði til Ólafs- fjarðar og stunduðu frá öðrum tug tuttugustu aldar búskap þar í Hornbrekku og Hlíð jafnframt sjómennsku. Mikil vinátta og samheldni ríkti með þeim bræðr- um og afkomendum þeirra. Með þeim frændum Þórólfi og Sig- valda syni Þorleifs tókst svo náin og traust vinátta að góðlátleg kerskni sem þeir brugðu oft fyrir sig virtist fremur skerpa hana en draga úr. Þegar við systkinin komum til vits og ára þótti okkur fátt skemmtilegra en að upplifa samskipti þeirra. Það var því mik- ill hvalreki fyrir okkur þegar Sig- valdi hafði frumkvæði að því að bjóða Þórólfi með okkur árlega í laxveiði. Við höfðum innhlaup í Svartá í Húnaþingi og þar hófst þessi þáttur í lífi okkar. Þá voru þeir frændur óaðskiljanlegir fé- lagar okkar á árbakkanum og kvöldvökum í veiðihúsinu. Oft voru börnin okkar með. Þá var Þórólfur í essinu sínu, ólmaðist við þau, söng fyrir þau kvæði og fór með langar þulur, gátur, ógleymanlegar sögur úr Ólafs- firði o.fl. Úr þessu varð óborgan- leg skemmtun sem börnin sem nú eru orðin fullorðin minnast enn með mikilli gleði og væntum- þykju. Þetta voru dásamlegir tímar og Þórólfur þar í aðalhlut- verki. Lífsorkan og listin að gefa lífinu lit var honum í blóð borin. Því miður missti Sigvaldi heilsuna mörgum árum fyrr en Þórólfur en við héldum fjölskylduveiðiferðum áfram, aðallega í Blöndu, og þá var okkur sérstök ánægja að því að hafa Þórólf með á meðan kraft- ar hans entust til að lífga upp á veiðistemninguna. Þessar sam- verustundir voru ekki síst dýr- mætar vegna þess að Þórólfur settist tiltölulega snemma að í Keflavík með sinni góðu konu, Guðrúnu, og dætrum þeirra, en við bjuggum annars staðar á land- inu. Þórólfur hafði mikla og góða söngrödd sem hann hélt nánast til æviloka. Hann starfaði marga áratugi í Karlakór Keflavíkur og eins og hans var von og vísa lagði hann sitt af mörkum til að glæða félagsandann og fjörið í starfi kórsins. Það eru mikil forréttindi að fá að kynnast manni eins og Þórólfi Sæmundssyni. Hann var enda- laus uppspretta af lífsgleði og krafti til að gera samferðafólki sínu dagana ánægjulega og glað- lega. Fáa þekkjum við sem eru traustari vinir vina sinna. Við þökkum Þórólfi einstakar sam- verustundir og biðjum Guð að blessa minningu hans. Lárus, Guðrún og Þórleifur. Í dag kveðjum við föðurbróður minn Þórólf Sæmundsson. Líf hans náði að fylla öldina. Hann hét Egill Þórólfur, var fæddur í Brekkukoti í Óslandshlíð í Skaga- firði, frumburður bændahjóna sem höfðu mikið dálæti á Egils- sögu. Hann ólst upp í Ólafsfirði sem var alltaf hans heimabyggð og mér er minnisstætt að þegar hann sagði frá draumum sínum gerðust þeir alltaf í Ólafsfirði. Þar ólst hann upp við búskap og sjó- mennsku sem varð svo aðalstarf hans um langan aldur. Þórólfur var glaðsinna, félagslyndur og mikill áhugamaður um íþróttir og söng. Sjómennskan truflaði auð- vitað þátttökuna í áhugamálunum fram eftir aldri en þegar hann hætti til sjós undir 1970 varð hann virkur þátttakandi í Karlakór Keflavíkur um árabil og var um skeið talinn elsti starfandi karla- kórsmaður á landinu. Þórólfur frændi hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég man eftir mér og vettvangurinn var ekki Ólafs- fjörður heldur Keflavík en þar settist hann að í heimabyggð Gunnu sinnar fljótlega eftir að þau gengu í hjónaband. Heimili þeirra var sérstaklega fallegt og þar fengu dugnaður hans og list- fengi hennar að njóta sín. Þórólfur var afburða duglegur maður, ekki endilega mikill burð- armaður en verklaginn og með af- brigður fljótvirkur og snarpur. Hann var mikill áhugamaður um verkefni sín hverju sinni og sagt var að hann gengi aldrei um bryggjurnar í Keflavík heldur hlypi af því að mikið lá við að leysa allt fljótt og vel. Þótt hann yrði sjómaður var hann fram eftir öllu sjóveikur og því var það framan af hlutskipti hans að vera landfor- maður og stjórna aðgerð og beitn- ingu, hvort sem var í Ólafsfirði eða Keflavík og þannig nýttust hæfileikar hans sérstaklega vel. Frá árinu 1951 og fram til 1967 gerði Þórólfur út Ver KE 45 ásamt Erlendi Sigurðssyni mági sínum og Sveinbirni Eiríkssyni mági Erlendar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem unglingur að vinna undir stjórn þeirra Er- lendar og Þórólfs í tvö sumur. Vinnulag var til fyrirmyndar, meðferð á afla sérstaklega góð og frændi minn alltaf reiðubúinn til að leiðbeina og kenna og áhugi hans smitaði út frá sér. Það er mér líka minnisstætt að alls stað- ar þar sem Þórólfur kom vegna útgerðarinnar var hann aufúsu- gestur. Ég fylgdi honum á verkstæði, í heildsölur og verslanir þar sem hann talaði glaðlega við fólk og fékk alla tíð fyrirtaks þjónustu, skemmtilegar viðtökur og gekk beint að öllum sem máli skiptu. Að leiðarlokum flýgur margt í gegnum hugann. Að baki er löng ævi. Síðustu árin var frændi oft fjarlægur en hélt vel góðu skapi og samskiptahæfni. Í heimsókn hjá honum á Hlévangi var jafnan viðkvæðið að honum liði vel, hvað allir væru góðir við hann og alltaf var nóg að gera. Þannig kveður hann jarðlífið eins og með bros á vör. Minningarnar um hann ylja og lýsa upp og hann var fyrir- mynd sem hafði mikil áhrif á mig á þroskaárum unglingsins sem ég er ævinlega þakklátur fyrir. Ég sendi dætrum Þórólfs, tengda- syni og öllum afkomendum inni- legar samúðarkveðjur, langri ævi er lokið en góðar minningar lifa. Sæmundur Rögnvaldsson. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. - Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Nú þegar við kveðjum góðan dreng, Þórólf Sæmundsson, þá er margs að minnast. Hann stundaði lengi sjómennsku og var góður fiskimaður bæði á sjó og landi. Fyrstu kynni mín af Þórólfi voru í gegnum Karlakór Keflavíkur, þá var kórinn 15 ára. Þórólfur var með mjög góða bassarödd og hafði brennandi áhuga á öllum söng. Í mörg ár vorum við saman í stjórn kórsins og var hann alltaf boðinn og búinn til að taka að sér þau verkefni sem voru aðkallandi. Sem dæmi um dugnað þeirra hjóna má nefna að þau ásamt kvennaklúbbskonum úr kórnum komu ár eftir ár til að pakka sæl- gæti sem selt var fyrir jólin til styrktar byggingu félagsheimilis kórsins. Þórólfur og Guðrún urðu mikl- ir vinir okkar hjóna og fórum við oft saman í laxveiðitúra þar sem gjarnan var slegið á létta strengi. Einnig fórum við til Kýpur og nokkrar ferðir með Karlakór Keflavíkur. Nú kveðjum við hjónin þennan sæmdarmann og söknum hans mikið. Fjölskyldu hans vottum við samúð okkar. Guðmundur Haukur Þórðarson. úrunni. Hann var líka veiðimað- ur og hlotnaðist mér sá heiður eitt sinn að fara með honum að veiða lax. Þar ríkti mikil spenna hvort við næðum einhverjum fisk á land eða ekki, mér fannst það kannski ekki skipta öllu máli en það var mikilvægt fyrir hann. Það gat verið langt að keyra til Vopnafjarðar á hverju sumri. En það er engin rós án þyrna og tilhlökkunin að koma í Snæ- fell vó upp hina löngu bílferð. Það var bjargföst trú Höskuld- ar að Vopnafjörður væri heit- asti staður á landinu og að á sumrin væri þar stöðug blíða. Höskuldur eyddi mörgum stundum í garðinum í Snæfelli. Þar þurfti að hlúa að blómum, slá grasið, setja niður kartöflur að vori og taka þær upp að hausti. Hann benti manni á rjúpu sem hafðist við í brekk- unni fyrir ofan húsið og sýndi manni þrastarhreiður sem hann hafði fundið. Höskuldur fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast í okkar lífi þrátt fyrir að oft liði langur tími á milli þess að við sæjum hann, hann hringdi reglulega og spjallaði um dag- inn og veginn. Hvíl þú í friði. Hafrún. Elsku „afi síns“. Fyrst fannst mér þetta allt saman svo ósann- gjarnt, en þegar ég fór að hugsa betur út í þetta, þá er líf- ið ekkert svo ósanngjarnt því ég er nokkuð viss um að þú sért hæstánægður með það að vera loksins sameinaður ömmu Guju á ný. Sú hefur tekið vel á móti karlinum. Það er skrítin tilhugsun að eiga núna engan afa og enga ömmu. Skrýtið að hugsa til þess að nú er enginn á Vopnafirði og líklega er enginn að fara þang- að næsta sumar. Allar minning- arnar lifa samt með okkur barnabörnunum. Þú varst alltaf að slá grasið eða að bauka eitthvað í skúrn- um með hákarl og þessa vondu lykt sem fylgdi honum. Þú plat- aðir mig bara einu sinni til að fá mér bita. Svo smíðaðirðu með okkur skip og keyrðir með okk- ur niður á höfn að telja upp öll skipin. Það er ein minning sem gleymist seint og það er þegar þú sagðir „ég keyri bara þar sem best er að keyra“ og varst á miðjum veginum. Ég vildi að ég hefði getað farið með Viktoríu og hina litluna á sumrin til ykkar. En ég segi þeim bara sögur í stað- inn. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku afi síns. Ég veit að þú hef- ur það mun betra núna þar sem þú ert kominn til ömmu Guju. Elska þig alltaf. Ingibjörg Jóns. Elsku afi, þá ertu farinn frá okkur. Það er alltaf erfitt að kveðja en með einlægri von og hugsun um að nú séuð þið amma sameinuð á ný kveð ég þig, þó með miklum söknuði og hlýjum og dýrmætum minning- um. Að fá að vera hjá ykkur ömmu í Snæfelli var ómetan- legt. Allar göngurnar upp á fjallið þar sem þú sýndir mér fallega fjörðinn, hákarlasmakk- ið inni í bílskúr, kaplarnir við eldhúsborðið þar sem ég fylgd- ist með þér full aðdáunar og ekki er hægt að sleppa því að minnast á einstaka blístrið þitt við aksturinn út í kaupfélag. Al- veg ógleymanlegt. Það sem þú varst góður og gaman að spjalla við þig um daginn, veginn og veðrið gegnum síma þar sem ferðunum á Vopnafjörð fór fækkandi þegar árin liðu. En það var mér ótrúlega kært að njóta jólanna 2009, 2010 og 2011 með ykkur ömmu hjá pabba í Austurgerði. Ég er svo þakklát fyrir það að Mikael Bjarki hafi fengið að þekkja þig og kynnast þér og eigi minningar um þig. Að koma til þín á Sólvang, sitja með þér og halda í mjúku höndina þína og segja þér frá öllu mögulegu var notalegt. Það þurfti ekki svör frá þér til að vita að innst inni varstu að hlusta og þótti vænt um þessar frásagnir. Heimsóknirnar til þín hefðu vitaskuld mátt vera fleiri en það var ánægjulegt að fagna með þér 88 ára afmælinu á Sól- vangi 9. nóvember sl. Þú varst svo fínn og flottur. Frá fimmtudegi, 27. nóvem- ber sl., gat ég ekki hætt að hugsa til þín, biðin var óþægileg og það var sárt að hugsa til þess að þú myndir ekki ná þér, við Mikael Bjarki báðum Guð að láta þér líða vel og vernda þig. Á mánudagsmorgni, 1. des- ember, kom svo símtalið frá pabba sem ég var búin að reyna að búa mig undir, samt var virkilega erfitt að heyra að þú værir látinn. Nú ertu kominn til elsku ömmu og ég trúi því að þið vak- ið yfir og verndið okkur sem eftir stöndum og söknum ykkar svo sárt. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Elsku afi, hvíldu í friði og hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun ætíð hugsa til þín og ömmu. Kristín Jónsdóttir. Afi varð 88 ára áður en yfir lauk. Hann lifði tæpt ár eftir að amma fór. Þau voru gift í sextíu ár. Það var einstakt að koma í heimsókn til þeirra afa og ömmu á Vopnafjörð. Móttök- urnar voru höfðinglegar og minningar um sumardvöl þar sem krakki eru ófáar. Minn- isstætt er til dæmis þegar ég fékk að leigja kartöflugarð af afa eitt sumarið. Viðskiptin voru formleg og það var afar spennandi að hafa eigin garð til að hugsa um. Merkilegt nokk skilaði greiðslan fyrir garðinn sér aftur í budduna mína fljótt og vel án þess að á það væri minnst. Afi smíðaði mark í garðinum eitt sumarið sem ég var þar og gerði ekki athuga- semdir þó boltinn skoppaði á húsþakinu eða byldi á glugg- unum. Þolinmæðin gagnvart uppátækjum manns var heil- mikil þegar hugsað er til baka. Stundum fékk ég að fara með afa og Gunnari í símavinnubíl- inn. Það var mikið sport enda fékk maður þá að handleika tal- stöðina og fá í nefið hjá Gunn- ari. Svo var hægt að lauma sér í Halls-brjóstsykur ef vel bar í veiði. Þetta voru sjálfsagt ekki nema partar úr degi en gátu virkað ótrúlega langir þegar keyra þurfti út í sveit, enda sat maður á verkfærakassa fyrir aftan farþegasætið. Seinna meir var ég svo hepp- inn að fá að vinna tvö sumur í símavinnunni með þeim bræðr- um. Félagsskapurinn var góður og enn voru Halls-molarnir á sínum stað. Afi keyrði og fræddi unga vinnumanninn um það sem á vegi varð. Hann þekkti hvern bæ og hverja þúfu í sveitinni og allar fuglategundir í ofanálag. Seinna mátti maður svo eiga von á að vera spurður út úr um staðhætti og hvaða fugla við sáum. Allt var þetta með hæglátum hætti afa. Það var alltaf gott að vera með hon- um. Heima í Snæfelli naut afi sín vel í bílskúrnum á sumrin. Þar voru verkfærin og þar var hægt að dytta að hlutum í ró og næði. Þar hékk líka oft uppi hákarls- biti sem gestir fengu flís af. Og gott ef það var ekki súrmatur í kassanum úti í horni. Afi pass- aði að maður bæri sig rétt að við sláttinn. Enn var notuð ára- tugagömul framlengingarsnúra sem ég fór með sláttuvélina á fyrir margt löngu – lagfærð í bílskúrnum og bætt með rauðu einangrunarteipi. Það var svo sannarlega ekki verið að skipta út því sem hægt var að bæta. Þau amma voru einstaklega nægjusöm og nýtin. Afi missti helst ekki af frétta- tíma. Á morgnana voru fréttir og veður tekin í eldhúsinu og jafnvel lagður einn kapall á meðan. Í símavinnunni var hlustað í bílnum og á kvöldin átti hann sinn stað í sófanum. Afi horfði með mér á stórmótin í fótbolta á sumrin en skemmti- legra þótti honum að detta inn í góða bíómynd. Ekki var verra ef gamlar kempur á borð við Anthony Quinn létu sjá sig – þá lifnaði yfir honum öllum. Afi og amma voru einstök. Þau umvöfðu mann hlýju þegar maður kom í heimsókn og vildu helst ekki sleppa af gestum hendinni. Þau voru samrýnd í verkunum og garðurinn í Snæ- felli var stolt þeirra. Eftir standa góðar minningar og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar og ráðleggingarnar. Daði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.