Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 31
lætið buga sig, hann var alltaf kátur og klár í bátana. Kjartan hafði marga kosti sem vinnufélagi og þeir helstu voru jákvæðni hans og eljusemi. Enda var maðurinn vel liðinn af öllum sem einum og var það mikið reið- arslag þegar þær fréttir bárust okkur að Kjartan hefði kvatt þennan heim. Það er skrýtið að sjá á eftir góðum dreng, sérstaklega þegar um eins ungan mann og hann er að ræða og er að byrja á nýjum ævintýrum. Það er einhvern veg- inn svo ósanngjarnt. Kjartans mun verða sárt saknað af okkur vinnufélögum hans og viljum við jafnframt koma okkar innilegustu samúð- arkveðjum til hans nánustu. F.h. starfsmanna Eplis ehf., Bjarni Ákason. Í febrúar árið 1981 lagði sam- heldinn hópur sjálfstæðra ein- staklinga leið sína í Ölfusborgir til að fagna lokum samræmdu prófanna. Það var fyrsta ferðin af mörgum sem hópurinn fór saman, þá unglingar á sextánda ári. Þetta var öflugur hópur sem fór sínar leiðir og tókst að útvega bæði sumarbústaði og langferða- bíla til að eiga saman ógleyman- legar stundir. Hópur sem var kannski ekki endilega að fara að sigra heiminn en lét ekki alltaf segja sér fyrir verkum. Kjartan, eða Kjarri eins og hann var kallaður, var hluti af þessum hópi sem fylgdist að í gegnum Álftamýrarskóla og fóru flest saman í Menntaskólann við Hamrahlíð. Minningarnar um Kjarra í gegnum þetta tímabil endurspeglast auðvitað í því hversu einstakur ljúflingur hann var, en á sama tíma fágaður töff- ari. Árgangur 1965 í Álftamýrar- skóla taldi sig sérfræðinga í að pæla í tónlist en Kjarri var nú framsýnni en það og innleiddi Donnu Summer og diskóið, þannig að allt í einu kom líf í bekkjarpartíin. Kjarra fannst það ekki nóg því hann dró strák- ana með í dansskóla svo allir yrðu klárir í Grease-æðið. Það þótti hið eðlilegasta mál að stelp- ur dönsuðu en Kjarri stóð fyrir því að strákarnir létu ekki sitt eftir liggja. Hann fór þar fremst- ur í flokki og heillaði alla upp úr skónum. Travolta-sporin óað- finnanleg og eftirminnileg og tekin í sannri gleði yfir að vera til. Kjarri var plötusnúðurinn okkar og kom með tónlist sem ekki hafði heyrst áður í skólan- um og lærði manna fyrstur þá kúnst að láta eitt lag fléttast inn í annað þannig að hægt var að dansa án þess að stoppa á milli, bara töff. Það fór undarleg bylgja um hópinn þegar fréttin barst um að Kjarri hefði kvatt í síðasta sinn. Það var enginn tilbúin, enginn fyrirvari, við hugsuðum flest á sama veg, stórt skarð í hópinn og ekki orðin fimmtug. Hópurinn hefur hist nokkuð reglulega í gegnum árin og alltaf eru okkur minningarnar kærar. Það er óendanlega skemmtilegt að hitt- ast, rifja upp gömul kynni og heyra af lífshlaupi félaga sem hittast sjaldan. Þrátt fyrir að langur tími líði á milli getum við alltaf tekið upp þráðinn. Hjartað slær í takt og við eigum dýr- mætar minningar saman og í smærri hópum. Margir hafa haft samband innan hópsins og við höfum rifjað upp góðar minning- ar, þær ylja okkur eins og öllum aðstandendum. Við viljum senda eiginkonu, sonum, systrum og ástvinum öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Í okkar hópi lifir minn- ingin um fallegan dreng sem gaf mikið af sér og var hvers manns hugljúfi. Æskufélagar úr Álftamýrar- skóla, Edda Hrönn, Ólafur Jóhann, Ragnheiður, Páll og Þrúður. ✝ Hilmir Högna-son fæddist 27. ágúst 1923. Hann lést á dvalarheimili aldraðra, Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum, 5. desember 2014. Foreldrar hans voru Högni Sig- urðsson frá Vatns- dal, Vestmanna- eyjum, f. 23. september 1874, d. 14. maí 1961 og seinni kona hans Guðný Magnúsdóttir frá Norður- Búðarhólshjáleigu í Landeyjum, f. 17. júlí 1882, d. 4. júlí 1966. Hálfsystkin hans voru Sigurður, f. 4.10. 1897, d. 31.8. 1951, Ágústa Þorgerður, f. 17.8. 1901, d. 7.11. 1948, Hildur Ísfold, f. 18.2. 1904, d. 14.12. 1926, Guð- mundur, f. 10.5. 1908, d. 18.4. 1982, Haukur, f. 7.7. 1912, d. 13.4. 1993 og Elín Esther, f. 7.5. 1917, d. 7.9. 1992. Hilmir kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Öldu Björnsdóttur, f. 4. júlí 1928, 10. janúar 1948. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Hörður, f. 12.12. 1947, maki Marentza Poulsen, f. 10.11. arsson, látinn, börn þeirra eru: a) Alda, f. 1973, maki Kristján Georgsson, sonur þeirra er Bjarni Rúnar, b) Hrefna, f. 1980, c) Iðunn, f. 1981, maki Tryggvi Bjarnason, börn þeirra eru Gunnar Ingi og Anna Birna, 5) Inga Jóna, f. 8.3. 1963, 6) Högni, f. 4.2. 1964 dóttir hans er a) Snædís, f. 1986, barn henn- ar er Andrea Björk, b) kjör- sonur er Birkir Þór, f. 1982, maki Helga Sóley, barn hans er Jón Bjarki, 7) Óðinn, f. 1.4. 1965, barn hans er a) Regína Ósk, f. 1985, maki Anton Rafn Gunnarsson og 8) Örn, f. 1.4. 1965, maki Annika Morit Guðnadóttir, börn þeirra eru: a) Þorsteinn Ingi, f. 1989 og b) Sól- veig Alda, f. 1996. Skólaganga Hilmis var í Barna- og Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og í Vélskóla og Iðnskóla Vestmannaeyja. Hann stundaði sjómennsku í stuttan tíma á Sjöstjörnunni og á Hal- kion. Eftir það lærði hann raf- virkjun. Þá iðn stundaði hann m.a. hjá Haraldi Eiríkssyni, Fiskiðjunni og Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Eitt ár, 1973 vann hann hjá Bræðrunum Ormsson í Reykjavík. Útför Hilmis fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 12. desember 2014, kl. 13. 1950, börn þeirra eru: a) Fríða María, f. 1974, maki Albert Þorbergsson, börn þeirra eru Sunneva Líf og Þorgeir Atli, b) Ingi Björn, f. 1980, 2) Hrefna, f. 3.7. 1949, maki Ólafur Örn Ólafs- son, f. 14.1. 1947, börn þeirra eru a) Hilmir, f. 1969, b) Örvar Guðni, f. 1976, maki Harpa Theódórsdóttir, börn þeirra eru Salka Sól, Klara og Högni, c) Andri, f. 1983, maki Heiða Lind Heimisdóttir, börn þeirra eru Heimir Örn og Lilja Björk, d) Sindri, f. 1983, maki Dýrleif Bjarnadóttir Þormar, börn þeirra eru Alda Guðrún og Hilmir Bjarni, börn Dýrleifar frá fyrri sambúð eru Hlynur, Snæbjörn og Dagný, 3) Guðný Sigríður, f. 19.2. 1951, börn hennar eru: a) Helgi Karl, f. 21.4. 1974, börn hans eru Helga Ósk, Hafdís Alda, Heiðrún Inga og Hrefna Björk, b) Margrét Andrea, f. 1981, c) Hörður Snær, f. 1984, 4) Birna, f. 2.4. 1953, maki Gunnar Ingi Ein- Elsku vinur. Nú er komið að kveðjustund og þá ert þú far- inn. Farinn frá mér. Farinn frá börnum þínum og litlu barna- börnunum öllum. Það fæddist lítill Hilmir 4. desember, dag- inn áður en þú kvaddir. Hann verður sólageisli eins og öll hin. Nú ætla ég að rifja upp gamla góða daga. Ég vann í bakaríi niðri við bryggju, 17 ára gömul. Einn daginn kom hópur af ungum mönnum sem voru í skóla skammt frá. Þeir voru all- ir svangir og þyrstir og pönt- uðu hjá mér eitthvað að drekka og ný góð vínarbrauð. Ég af- greiddi þá og þeir stóðu þarna allir og nærðu sig á þessu góð- gæti. Það var ekki um nein sæti að ræða. Þetta gerðu þeir dag eftir dag og dag eftir dag. Ég sá ekki að neinn væri öðruvísi en hinir. En það var einn sem sendi mér neista sem ég fann ekki fyrr en ég settist við hlið- ina á honum á balli. Þá sagði hann „Er nú konan mín loksins komin“ og síðan höfum við dansað. Dansinn var auðvitað alla vega. Það voru börn að fæðast og fagnaður með hverju barni. Þér fannst sjálfsagt að taka fullan þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum og þú gerðir það af alúð. Nú vantaði stærri íbúð og það endaði með því að byggja hús. Þetta þurftu marg- ir að gera, engin leið að fá leigt. Vinirnir lögðu í þetta líka og þá hoppuðu þeir á milli og hjálp- uðu hver öðrum. Svo var það þegar Birna litla var þriggja ára að við fluttum í húsið. Það var aldeilis ekki tilbúið, bara tvö svefnherbergi og eldunar- aðstaða. Svo kom hitt hægt og sígandi og við öll hamingjusöm að eiga nú hús. Börnin stækk- uðu og hjálpuðu til og allt gekk vel. Þegar ég fór að mála vildir þú alltaf hjálpa mér við und- irbúning og frágang. Ég fór svo að vinna mína handavinnu og seinna fórum við Gunný að prjóna lopapeysur og húfur í gallerí Heimalist. Þá varst þú alltaf tilbúinn að vinda lopann fyrir okkur báðar og það gerðir þú syngjandi sæll og glaður, aldrei stynjandi. Já, þetta gekk allt eins og í lygasögu og við stóðum saman í hverju sem á gekk. Nú bið ég guð og englana að vernda þig og okkur öll. Alda Björnsdóttir. Elsku pabbi. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Til eru minningar um að hafa setið á hnjám þér á kofforti í eldhúsi ömmu í Vatns- dal, hún að baka lummur á nýju Rafhavélinni. Fyrir utan skarta Klettsvík, innsiglingin, bátur og klettarnir. Eldur í gömlu kola- eldavélinni, afi í herberginu inn af eldhúsinu. Á túninu var Bleikur á beit og rauða kusa skammt frá, aligæsir og hænsni í námunda við hlöðuna, í skemmu var uppeldi á hæns- naungum. Gummabíll á hlaðinu. Þetta var umhverfi þitt og okk- ar fyrstu árin. Þær eldri þótt- ust duglegar að hjálpa til við að byggja „húsið“, naglar voru færðir heim, ef við fengum aur, t.d. fyrir að sækja mjólkur- flöskur eða skottast í sendiferð fyrir nágranna, fóru þeir í byggingabauk. Við færðum þér nesti fyrir þrjúkaffið og heyrð- um sönginn í þér langt að, und- ir hljómuðu hamarshöggin. Þið vinirnir hjálpuðust að og Gummi bróðir þinn, sem var besti frændinn okkar allra, var óspar í hjálpræðinu. Við flutt- um í „húsið“ þótt eldhúsinnrétt- ing væri ekki komin, þú slóst bara upp appelsínukössum í ris- inu og við systkinin fjögur öll saman í einu herbergi. Nú liðu árin og fjölskyldan stækkaði um önnur fjögur börn. Þær eldri eiga minningar um þig með tvö börn í fangi og tvö eins nálægt þér og þau komust. Sögu- og söngstund. Þú tókst fulla ábyrgð á upp- eldi barna þinna; bleiuskipti, böðun, lestur fyrir svefninn, allt til jafns við mömmu. Það sýnir hvað þú elskaðir hana mikið. Á daginn vannstu við rafvirkjun en í aðgerð á kvöldin. Hjólaðir heim í morgunkaffi, hengdir bleiur á snúru og tókst þær inn í þrjúkaffinu. Konurnar í ná- grenninu litu mömmu öfundar- augum, þær hafa sagt okkur það sjálfar. Mamma segir að þú hafir stöðugt verið syngjandi og stundum hafi hún þurft að stoppa þig af í söngnum til að tala við þig. Þá hafi amma Guðný, sem sá ekki sólina fyrir þér, sagt: „Æ, ekki trufla hann.“ Seinna, þegar þú vannst sem rafvirki á sjúkrahúsinu, var aldrei vandamál að finna þig, sama hvar þú varst staddur í húsinu. Lagt var við hlustir og heyrðist þá iðulega söngur eins og t.d.: „Eigir þú yl, handa sjó- manni er Sjöstjarnan skín.“ Þú hafðir góða frásagnarhæfileika og varst vel að þér í sögu, landafræði, stærðfræði og tungumálum. Kom það sér oft vel þegar við krakkarnir lærð- um undir próf. Stutt var í grín- ið hjá þér, þegar þú greipst mömmu, dansaðir með hana um stofugólfið og daðraðir við hana á leikrænan hátt, tísti í okkur af kátínu. Þú dansaðir kringum jólatré öll jól. Ef jólatré var ekki til fannstu aðra lausn, eins og þegar amma Ingveldur bauð okkur í kjallarann til sín, þá settirðu greni í gólfvasa og þið Jón mágur mömmu dönsuðuð með okkur börnin í kringum vasann. Sú stund var jafnhátíð- leg og hefði það verið alvöru- jólatré. Stundum kom það fyrir að veðurguðirnir slógu út raf- magninu svo myrkur varð í húsinu. Þá var ekki annað í boði en að setjast niður, kveikja á kerti og svo sagðir þú drauga- sögur af Móra eða Olnboga- draugnum, aldrei vorum við börnin jafnróleg og þá. Þessar stundir köllum við „kerta- kvöld“. Ástarkveðja, Guð geymi þig. Hrefna, Gunný, Birna og Inga Jóna Hilmisdætur. Á göngu með pabba. Elsku pabbi minn, nú er göngu okkar lokið. Við áttum margar ómetanlegar stundir er við gengum um eyjuna okkar og allar sögurnar sem þú sagðir mér og ákvarðanir sem við tók- um saman verða geymdar á besta stað í mínu hjarta. Þú varst alltaf tilbúinn ef ég þurfti þína aðstoð í hverju sem var og lagðir þig allan fram svo verkið færi sem best úr hendi. Mikið vildi ég að allir ættu svona góð- an pabba eins og þig því þá væri heimurinn miklu betri og sanngjarnari. Þú kenndir mér að takast á við fjöllin og náttúr- una og vara mig á hættunum þar. Það voru ófáar stundir sem við áttum á Vatnsdalshólnum við alls kyns gróðursetningu eða þangað til sjónin þín var nánast horfin og þú steigst á birkihrísluna. Þá leið þér ekki vel en við gerðum bara gott úr því og pössuðum okkur betur næst. Þegar galleríinu ykkar var lokað rak ég augun í litlu söguna sem þú skrifaðir um Litlu lundapysjuna fyrir Sunnudagaskólann þar sem hún lá á stofuborðinu á Túngötunni og sagði við þig: við verðum að gera eitthvað meira við þetta pabbi minn. Eftir nokkrar yf- irferðir og lagfæringar á sög- unni las ég hana fyrir ykkur mömmu og að þið skylduð tár- ast bæði sagði mér að nú væri sagan fullkomin. Göngutúrarnir voru farnir að styttast í restina og fórum við stundum í knatt- spyrnuhúsið að ganga og leidd- ist þér ekki að sjá börnin spila fótbolta og að sjálfsögðu tókstu nokkur skot þegar boltinn barst til þín. Túngatan fram og til baka voru síðustu spelirnir sem við gengum og lentum stundum á spjalli við kirkjugarðsvörðinn á þeim stað þar sem grafreit- urinn þinn hefur verið valinn, já nær heimilinu okkar á Túngötu 22 gat hann ekki verið. Pabbi minn, ég mun alltaf elska þig út í geim og aftur heim. Örn Hilmisson. Elskulegur afi okkar, Hilmir Högnason, lést 5. desember síð- astliðinn, 91 árs að aldri. Afi og amma, Alda Björns- dóttir, eignuðust átta börn og voru afar samheldin hjón. Það má segja að afi hafi verið langt á undan sinni samtíð að því leyti að hann tók virkan þátt í heimilishaldinu og veitti ömmu mikinn stuðning og hvatningu til þess að stunda listsköpun sína. Þeir eru varla margir af þessari kynslóð sem höfðu slíkt viðhorf til húsbóndahlutverks- ins. Afi starfaði sem rafvirki og var án efa fær í sínu starfi, svona yfirvegaður og vandvirk- ur sem hann var. Þá hafði hann einstaklega fallega söngrödd og söng mikið og er það vafalaust ástæða þess að börn þeirra hjóna eru afar söngelsk. Þá var afi hagyrtur mjög og var gefin út fyrir nokkrum árum bók með safni af kvæðum hans. Afi var líka flinkur í höndunum og reyndi svolítið fyrir sér í út- skurði með ágætum árangri. Þónokkuð liggur af handverks- munum eftir þau hjón, en eftir að afi hætti að vinna sem raf- virki urðu þau amma þátttak- endur í rekstri lista- og hand- verksgallerís í Eyjum. Þau fóru að vinna saman að ýmsum mun- um, eins og til dæmis svoköll- uðum lundakörlum sem voru vinsælir, og gekk samstarf þeirra hjóna vel á þessu sviði sem og öðrum. Þarna fékk afi líka hlutverk sem hann fékk sína útrás í, því það var honum erfitt að hætta að vinna enda með eindæmum hraustur og með fulla starfsorku. Afi hefði vafalítið getað átt þónokkur góð ár til viðbótar á vinnumarkaðn- um, hefði það verið í boði. Við systkin vorum lengi vel einu barnabörn ömmu og afa sem bjuggu ekki í Eyjum, og vorum því í aðeins minna sam- bandi. Það var þess vegna ávallt mikil spenna fyrir ferðum til þeirra og eru minningarnar sterkar og hlýjar. Að sjá húsið á Túngötunni og ömmu og afa oftar en ekki fyrir utan að bíða okkar. Reyndar fannst okkur líka svakalega spennandi að koma óvænt í heimsókn og birt- ast skyndilega inni í stofu. Við- brögð afa og ömmu voru alltaf svo mikil, og gleðin ósvikin yfir því að fá okkur í heimsókn. Afi var einstaklega hlýr og ljúfur maður og bjó yfir miklu jafn- aðargeði. Og vitið til, það reyndi nokkrum sinnum á það, því það er alveg á hreinu að yngstu synir þeirra hjóna hafa reynt hressilega á þolinmæðina, enda uppátækjasamir með ein- dæmum. Svo vorum við nú nokkur af barnabörnunum sem áttum okkar spretti á unglings- árunum, en amma og afi náðu nú yfirleitt því besta fram í okkur, sem fáir aðrir náðu. Þrátt fyrir ótvíræða hæfi- leika afa í söng og orði var hann ekki vanur að hafa sig mikið í frammi. Það kom því skemmtilega á óvart, og er okk- ur ógleymanlegt, þegar afi stal senunni og hélt stórskemmti- lega ræðu í brúðkaupsveislu Fríðu Maríu og Alberts. Já, það er ómetanlegt að eiga afa og ömmu, og það svona langt fram eftir aldri. En allt hefur jú sinn tíma. Við munum sakna afa Hilmis mikið en ylj- um okkur við dýrmætar og góð- ar minningarnar um hans fal- lega bros og hlýja faðm. Megi allar góðar vættir vernda og styrkja elsku ömmu okkar á erfiðum tímum og ljósið fylgja afa í ferðalaginu langa. Fríða María og Ingi Björn. „Það er kominn maður!“ sagði amma í Vatnsdal þegar pabbi kom þangað. Hann var augasteinninn hennar og einka- barn með Högna afa sem átti þegar sex börn fyrir. Uppkomið fólk. Vatnsdalur var austur á eyju og þau voru þar með búskap en nú er þar hraun sem er þrjátíu metrum ofar en bærinn. Við pabbi gengum þangað oft en þar er nú vaxinn gróðrarlundur á hól. Það hjálpuðust allir að með fjölbreyttan búskapinn í Vatns- dal en þar voru hænur, hestar og kýr. Ánægjuleg upplifun fyr- ir ungan dreng og stutt í fjör- una og klappirnar, þar var afa- pollur sem var vinsæll baðstaður. Í upphafi búskapar pabba og mömmu bjuggum við á þriðju hæð Vatnsdals. Fyrsta minning mín með pabba var sigling á trillunni hans út að Ystakletti en þá var ég fjögurra eða fimm ára gam- all er hann sótti fugl til veiði- manna sem þar lágu við. Man ég ennþá lyktina af sjónum og smellinn þegar lundakippurnar skullu í djúpgrænan sjóinn. Þegar pabbi fór í vélskólann sem hann kláraði var hann á sjó undir stjórn Ásmundar á Lönd- um á Sjöstjörnunni, þar á með- al við síldveiðar norðan við land. Hann var líka með Stebba í Gerði á Halkion en mamma fékk hann í land þegar hann vildi fara á togara en þau voru þá byrjuð búskap. Þá fór hann að læra rafvirkjun því þá var verið að breyta úr jafnstraum yfir í riðstraum. Rafvirki var hann hjá Haraldi Eiríkssyni. Þegar fjölskyldan stækkaði fór hann að byggja við Túngötu sem var ærinn starfi og hafði mikinn stuðning af bróður sín- um Gumma, sem var vörubíl- stjóri. Söngurinn var líf og yndi pabba sem létti honum störfin. Pabbi var hagmæltur og talaði fallegt mál. Hann gerði vísur á jólakort. Hann gaf út ljóðabók- ina Vatnsdals-Hilmir og barna- bókina Litla lundapysjan, sem gefin var út á átta tungumálum. Samband þeirra mömmu var einstakt enda stór fjölskylda. Systkinin átta. Bjarni Karlsson prestur sagði mér að hann hefði tekið þau til fyrirmyndar þegar hann gaf verðandi brúðhjónum heilræði. Pabbi var heilsu- hraustur þar til hann var orð- inn rúmlega níutíu ára en þá fór að halla undan fæti. Pabbi minn kæri, ég kveð þig með brag, og hugsa um þig hvern einasta dag. Drottinn þig dæmi, í liðið með sér. Og minningin góða í hjarta mér er. Liðinn er tíminn, er lást þú, ég söng, um lunda og lindir og jökulvötn ströng. Húmar að kvöldi við hamranna þil, hérna í Eyjum við veðranna skil. Vaki nú drottinn við hlið þér um stund, veiti mömmu styrk til að ganga um grund. Góð er þín elska í minningarreit. Ekkert er fegurra í fjölskyldusveit. Þinn elsti sonur, Hörður. Hilmir Högnason HINSTA KVEÐJA Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Sunneva Líf og Þorgeir Atli. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.