Morgunblaðið - 12.12.2014, Page 39

Morgunblaðið - 12.12.2014, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2014 Hnefaleikakappinn Svalur Svalur í hringnum bbbnn Eftir André Franquin. Þýðing: Anita K. Jónsson. 48 bls. Froskur heldur áfram kynning- arstarfi sínu á Sval og Val, sköp- unarverki meistarateiknarans Fran- quin, og er það vel. Svalur í hringnum inni- heldur þrjár stuttar sögur sem Franquin teiknaði á ár- unum 1948 og 1949. Á undan sögunum má finna skemmti- legan fróðleik um Franquin og sögurnar fyrir myndasagnanörda. Kemur þar m.a. fram að Franquin hafi á þessum tíma búið í Mexíkó með kollega sínum, Morris, teiknara Lukku-Láka, og að eina söguna hafi hann teiknað sérstaklega til að sýna Morris að hann gæti líka teiknað hesta. Líkt og í síðustu bók sem Froskur gaf út um Sval og Val sést vel að Franquin var að slípast til sem teikn- ari á þessum árum. Sögurnar þrjár í bókinni: Vélmennisuppdrátturinn, Svalur í hringnum og Svalur knapi eru heldur ófrumlegar stráka- eða karlasögur. Í þeirri fyrstu eltast glæpamenn við Sval og Val, vilja fá uppdrátt vísindamanns af vélmenni sem kom við sögu í síðustu bók; í ann- arri tekur Svalur hnefaleikaáskorun hrekkjusvíns og í þeirri þriðju fara Svalur og Valur í útreiðartúr sem endar með ósköpum. Það er nóg af hasar í sögunum; slagsmálum, skothríð og bílaeltinga- leikjum en nýrri bækurnar, þær sem ofanritaður las sem ungur drengur, eru mun skemmtilegri, bæði hvað frásögn varðar og teikningar. Ágæt bók engu að síður og nauðsynleg í safnið. Löng bið á enda Ástríkur og víkingarnir bbbbb Eftir René Goscinny og Albert Uderzo. Þýðing: Hildur Bjarnason. 48 bls. Rýnir breyttist í lítinn dreng fyrr á árinu þegar hann frétti af því að Ást- ríks-bók væri væntanleg og að auki bók sem aldrei hefur komið út á íslensku. Í viðtali sem birtist í Morg- unblaðinu í október við Jean Posocco sem rekur út- gáfuna Frosk kom fram að engin Ástríks- bók hefði kom- ið út á Íslandi frá árinu 1983 og að upprunalegu bækurnar væru orðnar ófáanlegar. Það er algjörlega galið og sem betur fer kemur Jean til bjargar. Ástríkur og víkingarnir er stór- skemmtileg saga og Hildur Bjarna- son á hrós skilið fyrir vandaða og bráðfyndna þýðingu. Í stuttu máli segir í bókinni af óttalausum vík- ingum sem halda fyrir misskilning að óttinn veiti mönnum vængi. Þeir halda í víking á slóðir þeirra sem þekkja óttann en eru svo óheppnir að komast í kynni við hina óttalausu Gaulverja. Víkingarnir heita nöfnum á borð við Umferðarráð og Ferða- málaráð, svo dæmi séu tekin, allt eft- ir hlutverki hvers og eins. Dásam- legt. Frábærar teikningar hjá Uderzo og fjörmikil saga hjá Gosc- inny að vanda. Síðri en sú síðasta Lóa 3 - á hverfanda hveli bbbnn Eftir Julien Neel. Þýðing: Anita K. Jónsson. 48 bls. Í fyrra kom út önnur bókin um stúlkuna Lóu og var sú bráð- skemmtileg og þá ekki síst samskipti Lóu við móður sína, rithöfund sem gat ekki komið sér að verki og hékk þess í stað í tölvuleikjum allan daginn. Lóa varð ást- fangin af ungum dreng í fríi hjá ömmu sinni úti í sveit og í þriðju bókinni saknar hún piltsins sem sendir henni einlæg bréf sem hún hefur sig ekki í að svara. Lóa er að nálgast gelgjuskeiðið með tilheyrandi uppreisn og verður fyrir því áfalli að fá ekki að vera í sama bekk og besta vinkona hennar. Móðir hennar er aftur á móti ástfangin og alsæl og nýbúin að senda frá sér bók. Lóa 3 er ekki eins skemmtileg og Lóa 2 þó fyndin sé á köflum. Hún er lipurlega teiknuð og stundum svo fín- legir og drekkhlaðnir rammarnir að maður þyrfti helst að bregða stækk- unargleri á þá. Óvæntir og furðulegir útúrdúrar eru í frásögninni, stundum heppnast þeir vel en aðrir bæta engu við söguna og eru bara skrítnir. Skemmtilegastur er sá hluti þegar köttur Lóu fer að fræða hana ítarlega um það sem gerist þegar stúlkur komast á kynþroskaaldur. Bókin höfðar líklega til 10 ára og eldri. Sögunni breytt Tímaflakkarar 3 bbbmn Eftir Zep, Stan og Vince. Þýðing: Anita K. Jónsson. 46 bls. Systkinin Snorri og Soffía bregða sér til hinna ólíku tímabila mann- kynssögunnar í Tímaflökkurum 3 og hitta m.a. fyrir Jesú, Alfreð Nóbel og Hróa hött. Tímavélin er farsími sem þau nota óspart sér í hag en oftast verður út- koman önnur en til stóð. Ævintýri systkinanna eru mörg og bráðskemmti- leg og teikn- ingarnar hlægilegar. Í síðustu bók komu þó fleiri þekktar persónur úr mannkynssögunni við sögu og var hún fyrir vikið fróðlegri fyrir unga lesendur. Með uppátækjum sínum eiga Snorri og Soffía það til að breyta gangi sögunnar, að þessu sinni t.d. tunglgöngu Neils Armstrong í loka- sögu bókarinnar. Hetjusögur, gelgjuskeið og mannkynssöguflakk Fjórar nýútkomnar, erlendar teiknimyndasögur frá útgáfunni Froski, tvær gamlar og tvær nýlegar, teknar til kostanna Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Víkingar Víkingahöfðinginn Stórráð hittir fyrir ofjarla sína, hina ósigrandi Gaulverja Ástrík og Steinrík, í Ástríki og víkingunum. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 13/12 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 12/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Jesús litli (Litla sviðið) Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Sun 28/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Mán 29/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 15:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 15:00 aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Fös 26/12 kl. 14:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is MP5 (Aðalsalur) Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00 Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur) Sun 14/12 kl. 14:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00 Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 9/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Sun 18/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 JOHNNY AND THE REST í Tjarnarbíó (Aðalsalur) Lau 20/12 kl. 19:30 Aðventa (Aðalsalur) Sun 14/12 kl. 20:00 leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Þri 23/12 kl. 13:00 Forss. Fös 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 23/1 kl. 19:30 12.sýn Fös 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 10/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 24/1 kl. 19:30 13.sýn Lau 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fim 15/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 29/1 kl. 19:30 14.sýn Fös 2/1 kl. 19:30 3.sýn Fös 16/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 3/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 17/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Fim 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 22/1 kl. 19:30 11.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Karitas (Stóra sviðið) Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 29.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 28.sýn Sun 25/1 kl. 19:30 30.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu. Konan við 1000° (Kassinn) Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 13/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 10 leikárið í röð. Ofsi (Kassinn) Lau 13/12 kl. 17:00 Lau 13/12 kl. 19:30 Aukas. Sun 14/12 kl. 19:30 Sýning sem hefur fengið frábærar viðtökur. Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30 Mán 29/12 kl. 13:00 Lokas. Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.