Morgunblaðið - 12.12.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 12.12.2014, Síða 44
Skallagrímur vann mikilvægan sigur á ÍR-ingum, 76:68, í botnslag Dom- inos-deildar karla í körfuknattleik í Borgarnesi í gær. Skallagrímur komst með sigrinum upp að hlið ÍR, Grinda- víkur og Fjölnis með 4 stig. Þá vann Snæfell lið Keflavíkur. Hjá konunum hafði Snæfell betur á móti Grindavík og KR-ingar kjöldrógu leikmenn Hamars í Dominosdeild kvenna. »2 Skallagrímur vann botnslaginn FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ríki íslams á eftir Íslendingnum 2. Markaðssetning Íslands ömurleg 3. Allt ófært á Akureyri 4. Gefur laun í minningu látins vinar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hera Hilmarsdóttir leikkona hefur verið valin í hóp rísandi stjarna, Shooting Stars, fyrir árið 2015. Sam- tökin European Film Promotion (EFP) velja á ári hverju tíu unga og efnilega leikara og leikkonur frá aðildar- löndum samtakanna og kynna þá á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berl- ín, Berlinale, sem fer fram 5.-15. febr- úar. Kvikmyndamiðstöð Íslands er í EFP og segir frá þessu í tilkynningu frá henni. Í umsögn dómnefndar um Heru segir m.a. að þrátt fyrir tíma- lausa engilsásjónu hennar komi fjöl- hæfni hennar á óvart og að það bær- ist sannarlega eldmóður innra með henni. Hera hefur m.a. leikið í kvik- myndunum Vonarstræti og Anna Kar- enina og sjónvarpsþáttunum Da Vinci’s Demons. Nýjasta kvikmyndin sem hún leikur í var frumsýnd fyrir skömmu í Bretlandi, gamanmyndin Get Santa með Jim Broadbent og Warwick Davis í aðalhlutverkum. Meðal þekktra leikara sem valdir hafa verið í Shooting Stars eru Daniel Craig og Carey Mulligan. Morgunblaðið/Kristinn Hera Hilmarsdóttir meðal rísandi stjarna  Seinustu tónleikar haustannar tón- leikaraðarinnar Á ljúfum nótum í Laugarneskirkju verða haldnir í dag kl. 12 og eru þeir jólatónleikar til styrktar krabbameinsdeild Landspít- alans, 11-E. Ýmsar jóla- perlur verða fluttar af Viðari Gunnarssyni bassasöngvara, Auði Gunnarsdóttur sópran, Nathalíu D. Halldórsdóttur messósópran og kamm- erhópnum Stillu. Styrkja krabbameins- deild Landspítalans Á laugardag Suðvestan 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða él. Dregur úr frosti í bili. Á sunnudag Gengur í norðan 18-23 m/s með snjókomu, en úrkomulítið sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 m/s og él eystra, en hæg breytileg átt og skýjað með köflum vestantil. Gengur í sunnan og síðar vestan 8-13 með snjókomu vestra síðar í dag. Frost 2-13 stig. VEÐUR „England er algjört fót- boltaland og hér elska allir fótbolta,“ segir landsliðs- konan Katrín Ómarsdóttir sem hefur orðið enskur meistari með Liverpool tvö ár í röð og leikur áfram með liðinu á næsta keppnis- tímabili. Hún segir að markmiðið sé að verja meistaratitilinn og ná lengra í Meistaradeild- inni. »4 Á Englandi elska allir fótbolta Martin Hermannsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, segir í sam- tali við Morgunblaðið að liðsfélag- arnir í LIU-skólanum í Brooklyn hafi varla trúað því, þegar þeim var tjáð að Martin og Elvar myndu mæta NBA-stjörnum á EM í september. Ísland dróst jú í riðil með Spánverjum og Þjóðverjum til dæmis en þeir Martin og Elvar voru báðir í landsliðshópnum síðasta sumar. Þeir láta vel af dvölinni í New York enda eru þeir í stórum hlutverkum í sínu liði. » 1 Liðsfélagarnir trúðu varla fréttum af EM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hallgrímur Sveinsson hefur boðað að Vestfirska forlagið dragi nú saman seglin eftir að hafa gefið út nær 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga undanfarin 20 ár. Hjónin Hallgrímur Sveinsson og Guðrún Steinþórsdóttir bjuggu á Hrafnseyri í Arnarfirði frá 1964 til 2005. Þar hélt hann á lofti nafni og sögu Jóns Sigurðssonar forseta og úr varð að hann stofnaði Vestfirska for- lagið á afmælisdegi forsetans 17. júní 1994. Um haustið kom síðan út fyrsta bók þess og að sjálfsögðu um einn merkasta mann Íslandssögunnar, bókin Jón Sigurðsson forseti: ævi- saga í hnotskurn. „Það er erfitt að standa í bókaút- gáfu á Vestfjörðum og þegar ég byrj- aði með þessa einu bók reiknaði ég ekki með að þetta yrði aðalforlagið við ysta haf,“ segir Hallgrímur. „Ég naut aðstoðar félaganna Harðar Kristjánssonar og Rögnvaldar Bjarnasonar í Ísprenti á Ísafirði. Þetta voru höfðingjar sem unnu við prentverk og komu mér á bragðið.“ Fjölbreytt útgáfa Vestfirska forlagið hefur lagt áherslu á að halda frásögnum af mönnum og málefnum vestra til haga. Gamni og alvöru. Flaggskip útgáfunnar er auðvitað fyrsta bókin, en þegar Hallgrímur lít- ur yfir farinn veg er hann ánægður með afraksturinn. Hann nefnir sér- staklega ritröðina Frá Bjargtöngum að Djúpi, en 17. bindið kom út á dögunum, Mannlíf og sögu fyrir vestan, alls 22 hefti, og allar vestfirsku ævisög- urnar. „Þar halda oft á penna menn sem aldrei hafa gefið út staf eftir sig. Sumir þeirra ritfærir í besta lagi. Vestfirsku gamansögurnar kalla ég vestfirska miðlæga gagnagrunninn. Ég veit ekki um aðra landshluta sem eiga svona mikið safn af sönnum lyga- sögum um innbyggjarana, en við höf- um gefið út um 15 bækur af þessu tagi til að létta mönnum í sinni.“ Nú bætast við tvær nýjar bækur, Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu og Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu. „Þetta er fyrir þá sem hafa gaman af því að brosa, hlæja og reka upp rokur einstaka sinnum. En Jón Sigurðsson hefur alltaf verið númer eitt hjá okkur og við höfum gefið út margar bækur um hann eftir að sú fyrsta kom út.“ Hallgrímur segir að hann hafi lengi lofað konunni að draga saman seglin. „Nú ætla ég að standa við það, en við eigum eftir að gefa út nokkrar Vest- fjarðabækur í viðbót,“ segir hann. Sannar lygasögur og fleiri rit  Hallgrímur og Vestfirska draga saman seglin Ljósmynd/Davíð Davíðsson Lagersala á Þingeyri Hallgrímur Sveinsson og jólasveinninn lesa Frá Bjargtöngum að Djúpi. Þorlákur Ó. Johnson gaf út bók- ina Jón Sigurðsson The Icelandic Patriot A Biographical Sketch ár- ið 1887. Hallgrímur Sveinsson segir að bókin hafi ekki selst vel og útgefandinn því orðið að gefa stóran hluta upplags- ins. „Hann sendi framámönn- um í norðurálfu eins og Glad- stone, forsætisráðherra Breta, eintak. Sagan end- urtók sig þegar ég gaf út fyrstu bókina, Jón Sigurðs- son forseti: ævisaga í hnotskurn. Ég fékk Herstein Pálsson, einn af okkar allra bestu þýðendum, til að þýða bókina og hann gerði það snilldarlega, en ég á hana enn til í haugum í kjallaranum hjá mér.“ Hallgrímur segir þetta umhugsunarefni. Íslendingar hafi ekki enn áttað sig fullkomlega á því hvað Jón forseti hafi verið stórkostlegur og því látið undir höfuð leggjast að láta aðrar þjóð- ir vita af honum. Vill kynna hann betur erlendis JÓN SIGURÐSSON FORSETI ALLTAF NÚMER EITT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.