Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 16
Fjölþjóðamenning landnema í Kanada Hugtakið jaðarmenning er ákaflega afstætt eins og þegar hefur komið fram. Það er því skammgóður vermir fyrir Svía, Norðmenn og Dani að afgreiða aðra Norðurlandabúa sem jaðarmenningu þegar þeir eru í raun á sama smábáti og við hin þegar horft er til norðurs ögn sunnar í álfunni, í hinum raun- verulegu heimsmenningarlöndum Evrópu. Einhvers konar samvinna okkar allra er því miklu farsælli lausn til að halda sérein- kennum okkar heldur en að setja til dæmis smáþjóðir Norðurlanda saman í afmark- aðan vandamálahóp utan við þær stóru. Sá vandi sem við er að glíma er sameiginlegur og steðjar jafnt að öllum Norðurlandabúum — og fleiri smáþjóðum í Evrópu. Smá- þjóðir hafa tilhneigingu til að horfa bara til örfárra stórþjóða og gleyma því að flestar þjóðir eru smáþjóðir með þau vandamál við varðveislu þjóðlegrar menningar sem slíkri stöðu fylgja. Meira að segja Frakkar í Frakklandi skynja smáþjóðaraðstöðu sína gagnvart þrýstingi engilsaxneskrar menn- ingar sem sækir nú bæði að þeim og okkur utan úr geimnum með gervihnattasjón- varpi. Hér að framan var vikið að minnihluta- hópum og jaðarmenningu í Kanada og með nokkrum rétti má halda því fram að með vaxandi samvinnu Evrópuþjóða sé að koma upp staða sem er að ýmsu leyti lík því sem þar blasir við. Við gætum því hugsanlega leitað svipaðra leiða og Kanadamenn hafa verið að þróa með sér. Hjá þeim er margs konar jaðarmenning frumbyggja og inn- flytjendahópa af ólíku þjóðerni. Það er því ekkert til sem heitir eiginleg kanadísk menning (nema auðvitað á mjög almennu sviði eins og við getum talið um norræna menningu án þess að geta skilgreint hana nema út frá sjónarhorni meginlandsins, þriðja heimsins eða Norður-Ameríku). Kanadísk stjórnvöld hafa því tekið þann kost að örva sem flest þjóðarbrot til dáða með svonefndri fjölmenningarstefnu. Hinn dæmigerði Kanadamaður er af ein- hveiju þjóðarbroti sem hann ræktar með sér og nýtur til þess stuðnings stjórnvalda sem veita t.d. peningum til tungumálakennslu hjá minnihlutahópum eins og Úkraínu- mönnum — og smáþjóðabrot eins og fs- lendingar fá líka sitt. Ensk-frönsk tvítyngni er lögbundin alls staðar í landinu en fransk- an er nær eingöngu töluð í austurhéruð- unum. Þessi forréttindi frönskunnar fram yftr önnur minnihlutamál hafa hleypt mikl- um illindum í fylkjasambandið vegna þess að í mið- og vesturhluta landsins eru aðrir minnihlutahópar meira áberandi. Kanada telur sig verða auðugra af því að rækta þjóðareinkennin fremur en að bræða alla saman í bandarískan bræðslupott sem of seint er að stíga upp úr. Eitt helsta einkenni Manitóba-fylkis í miðju Kanada (sem fór ekki að byggjast að ráði fyrr en fyrir rétt rúmlega 100 árum) er til dæmis hvað það er ósamstætt og Winnipegborg hefur að- dráttarafl fyrir ferðamenn af því að þar búa svo mörg þjóðarbrot. Mörgum Evrópu- manninum þykir þessi menningarblanda Hinn dæmigerði Kanada- maður er af einhverju þjóðar- broti sem hann rœktar með sér og nýtur til þess stuðn- ings stjórnvalda 14 TMM 1990:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.