Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 50
honum gnæfir Hraundrangi, sem að þessu sinni nýtur ekki geislanna frá ástarstjöm- unni. Dranginn er einmanalegur og um- komulaus og kaldur og tignarlegur — hann er sorglegur en um leið válegur vitnisburð- ur um örlög, hann er tákn sveinsins sem hryggur þráir í djúpum dali, er staddur í myrkrinu. Hvað þráir hann? Hann þráir ljósið, hann þykist vita hvar von hans og veröld öll glædd er guðs loga og hann hristir af sér hlekki hugans, skuggana af skýjun- um, hryggðina, hugarvílið eða bringsmala- skottuna og beinir sjónum frá þessu gæfu- leysislega reðurtákni þangað sem guðslog- ann, ástina, er að finna. Hann sökkvir sér— hvert segir ekki, en ég held að hann sökkvi sér ofan í sjálfan sig, minningar sínar, hjarta sitt sem annars er alla jafnan varið og fari þaðan til fundar við stúlkuna, endurskapi hana með ýtmstu einbeitingu og sjái hug- sjónum inn í sál hennar og lifir þar með hennar lífi, hvert einasta andartak sem hún lifi skynji hann, finni á ný veröld sína bjarta og blessaða af guði. Og þá verða hvörf í kvæðinu, snögglega skiptir um svið og tíð — skyndilega eru þau tvö og þau em hátt uppi, þau em að tína blóm í hárri hlíð og lýsingin einkennist af glaðværu samspili, einingu — tvö vomm saman. Hann knýtir blómakerfi og leggur í kjöltu henni — hún svarar og krýnir hann blómkórónum aftur og aftur, skoðar hann og dáist að verki sínu — og afkrýnir hann. Og hugsunin „lífi þínu lifi“ er áréttuð: „alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa.“ Hann vill lifa hennar lífi, sem er þeirra líf. En náttúran er alsjáandi og alvitur og hún sér það fyrir sem unglingamir sjá ekki, að þeim er ekki skapað nema að skilja — og í lokin er svo sett fram aðgreining manns og náttúm, að lögmál náttúmnnar, sem er land- fræðilegur og óumbreytanlegur aðskilnað- ur sky ldra hluta, nái ekki yfir ást mannanna, og það er þama sem ég held að guð komi til sögunnar: hann hefur velþóknun á þessu sambandi og leyfir því að blómgast að lok- inni jarðvistinni. Það sem skrifað hefur verið um Ferðalok, fram að grein Dagnýjar Kristjánsdóttur, er annars vegar almennt lof og hins vegar vangaveltur fram og aftur um aldur og til- urð kvæðisins, hvort um æskukvæði sé að ræða, eða hálfgerðan svanasöng. Það tók okkur hér um bil hundrað þrjátíu og fjögur ár að komast að niðurstöðum um aldur Ferðaloka, þá umræðu ætla ég ekki að rekja hér, bendi einungis á Kvæðafylgsni Hann- esar Péturssonar, þar sem hann tekur upp þráðinn frá Páli Bjamasyni og Jóni Sigurðs- syni frá Kaldaðarnesi og leiðir mörg og gild rök að því að kvæðið sé ort undir lok ævi Jónasar, svo gild raunar að heita má að málið sé útrætt. Skrifin um Ferðalok eru hins vegar skemmtilegur vitnisburður um bókmenntaumræðu sagnaþjóðarinnar. Það er nefnilega eins og Islendingar hafi ekki getað náð almennilegu sambandi við ljóðið nema með því að tengja það dálítilli frá- sögn, rétt eins og ævinlega er skeytt framan við góðar ferskeytlur — það er eins og ljóðið opnist ekki nema hægt sé að sviðsetja það bókstaflega með persónum, það er eins og við eigum erfitt með að skynja skáldskap um ástir, nema okkur auðnist að tengja hann svolitlu slúðri. Sagan segir frá ferðalagi Jónasar, séra Gunnars Gunnarssonar í Laufási og dóttur hans Þóru norður fjöll sumarið 1828. Með þeim Jónasi og Þóm kviknaði ást og biður Jónas um hönd stúlkunnar þegar komið er í Eyjafjörð, en fær afsvar föðurins að sinni, enda stúlkan aðeins sextán ára og vonbiðill- 48 TMM 1990:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.