Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 54
ar verða; en þetta gjörir sá sem elskar
heiminn, því jarðnesk gæði eru hverf-
ul, heimsins útlit breytist og gleðinnar
mynd stendur langt á bak við mann
þegar hann loksins þykist vera kominn
að því eftirþreyða takmarki; og hvað
er það þá sem maðurinn hefur meira af
allri sinni armæðu! Já! þó að maðurinn
þykist hafa náð einhvörri af þessum
ímynduðu unaðssemdum, þá er nautn-
in samt eins óviss; því dauðinn er
skjótfær engill sem fyrr en varði kem-
ur að dyrum. (I, 334)
Auðvitað er þetta hálfgert skyldutal af því
tagi sem vænst var af prestsefnum. En þetta
er þó altént innrætingin, þetta er vegamesti
hans þegar hann heldur úr skóla upp í lífsins
langferð. Og hér er lýst einhvers konar köll-
un sem nái ekki að uppfyllast nema með því
að neita sér um heimsins gæði, gleði og
nautnir og unaðssemdir; neita sér um ást.
Og þótt guð almáttugur þoki og verði síðar-
meir að mildum og afskiptalitlum föður og
vini alls sem er í huga Jónasar, þá má gera
ráð fyrir að enn séu í hugarheimi hans þess-
ar andstæður köllunar og unaðar, og þær
kunna líka að búa að baki því ofboði sem
gripið hefur Tómas Sæmundsson þegar
hann frétti af trúlofunaráformum Jónasar.
Nú hef ég ekki lagt mig sérstaklega eftir
guðrækilegum mælskubrögðum, þykist þó
vita að þau séu í býsna föstum skorðum og
veiti lítið svigrúm til persónulegra tilþrifa.
Það er því sennilegt að myndmál ræðunnar
sé nokkuð sjálfgefið og formúlubundið, en
mig langar samt að láta sem svo að það sé
eftir Jónas — það er þessi skuggalíking sem
er að þvælast fyrir mér, vegna þess að hún
skýtur aftur upp kollinum í nokkuð breyttri
mynd að vísu í Grasaferð í dálítið sérkenni-
legum samræðum þeirra frændsystkinanna
þar sem þau sitja þegjandi á fjallinu og
skemmta sér við að sjá
skuggana sem liðu í ýmsum myndum
yfir engjar og haga eftir því sem skýin
losnuðu og bárust á burt um himininn.
„Vildirðu ekki vera svo léttur,“ sagði
systir mín, „að þú gætir sest á einhvern
fallegasta skuggann þarna niður frá og
liðið svo yfir landið, sveit úr sveit, og
séð það sem fyrir ber?“
„Ekki væri það óskemmtilegt," svar-
aði ég, „en ef skýin þarna uppi eyddust
þegar ég væri kominn norður á Sléttu
þá færi, held ég skugginn líka og svo
hefði ég ekkert að sigla á aftur heim til
þín.“
Systir mín leit við mér einhvern veg-
inn skrýtilega, að mér þótti, eins og
hún væri að virða mig fyrir sér og sagði
heldur seint: „Þá gætirðu sest að á
Sléttunni þangað til þú ert orðinn nógu
stór til að geta gengið heim aftur og
vaðið ámar í leiðinni.“ (I, 296)
Aftur þetta: að berast burt með hverfulum
skuggum, burt frá þeim stað þar sem maður
vill vera, nema hér bera skuggarnir þig burt
frá heimsins gæðum, samverunni við stúlk-
una, meðan líkingamál ræðunnar gekk út á
að eftirsókn eftir lífsins gæðum, láni í
einkalíft, jafngilti eltingarleik við skugga.
Jónas fór í ferðalag. Hann eltist við hug-
myndir og lenti í ýmsum villum og vann
mörg frækileg afrek, hann dugði þjoð sinni
vel, varð móðurjörðinni, veslings gömlu
konunni, til bæði gagns og sóma. Hann varð
Hafnaríslendingurinn dáði, og síðar meir
ástmögur og ljúflingur og nokkurs konar
yfirálfur þjóðarinnar. En móðirin brást hon-
um áður en lauk, jörðin sökk undir honum:
52
TMM 1990:4