Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 63
Hermann Pálsson
Að Lómagnúpi
Hugleiðingar um járnstaf í Njálu
Hér er svipast um eftir uppruna og merkingu ýmissa hugmynda í draum-
sýn Flosa; sumar þeirra eiga sér fyrirmyndir og hliðstæður í lærðum ritum,
aðrar eru heimanfengnar. í því skyni að átta sig á eðli frásagnar er grafist
dýpra fyrir um rætur hennar en fyrirburðurinn sjálfur virðist gefa tilefni til
í fljótu bragði.
í fomum sögum verður mörgu
saman blandað.
Ólafs saga helga
Draumur á Svínafelli
Leitin að upptökum Njálu reynist langsótt
og örðug, enda seildist skapari hennar víðar
til fanga en flesta lesendur grunar. Þótt
rannsóknir Einars Ól. Sveinssonar hafí leitt
býsna margt í ljós um fyrirmyndir hennar
sem áður var hulið,1 þá eru ærnar ástæður
til að rekja slíkar slóðir lengra en honum
auðnaðist á sínum tíma, ekki einungis í því
skyni að kynnast bókmenningu hins foma
skálds heldur einnig til að öðlast gleggra
skilning á sögunni sjálfri. Ritskýrandi legg-
ur ekki einvörðungu stund á að fmna upp-
tök að sundurleitum atriðum í Njálu heldur
einnig að leysa þá ráðgátu hvers konar hlut-
verkum þau gegni í sögunni. Viðfangsefnið
varðar því bæði uppruna og merkingu.
Höfundur Njálu hrapar hvergi frásögn,
heldur gefur hann sér jafnan tóm til að
skyggnast um og búa sem best í haginn fyrir
þau atvik sem síðar ber að höndum. Eftir að
brennumenn em sloppnir austur í Öræfi og
farið að kólna um brunarústir á Bergþórs-
hvoli, þá er fyrst svipast eftir jarðneskum
leifum þeirra Njáls og Bergþóru; lýsingin á
líkömum þeirra hjóna er furðu glögg og
eftirminnileg, enda munu fyrirmyndir vera
sóttar í sögur af helgum mönnumf Hjalti
Skeggjason kemst svo að orði: „Ekki mun
mér verða einarðarfátt um þetta. Líkami
Bergþóm þykir mér að líkindum og þó vel.
En Njáls ásjóna og líkami sýnist mér svo
bjartur að eg hefi engan dauðs manns lík-
ama séð jafnbjartan.“ (343). Yfir slíkar lýs-
ingar slær kristnum blæ, og jafnvel
Skarp-Héðinn hlýtur lof fyrir efstu athöfn
sína: „Hann hafði lagið hendur sínar í kross
og á ofan hina hægri, en tvo díla fundu þeir
á honum, annan meðal herðanna, en annan
TMM 1990:4
61