Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 65
(46). Og síðar í sögunni lætur Hafur hinn auðgi þau orð falla um Skarp-Héðin að hann sé „svo illilegur sem genginn sé út úr sjávarhömrum.“ (301). Slík lýsing stingur mjög í stúf við þá mynd sem birtist af honum dauðum daginn eftir Njálsbrennu, þegar engum manni stóð ótti af honum. En draumsýn Flosa á sér furðu djúpar rætur og liggja sumar langt í suðurátt. Eins og mönn- um hefur lengi verið ljóst þá er fyrirmyndin að draumi Flosa og skýringu sótt í Díalóga Gregoríusar mikla (d. 604), frásögnina af Anastasiusi.5 í feigðarboði hans kom rödd um nótt á hávu bjargi því er nær var munklífinu, og kallaði röddin og mælti: „Kom þú Anastasi!" En er hann var kall- aður, þá voru og kallaðir sjö aðrir bræður. Þá þagnaði röddin litla þá stund og nefndi enn litlu síðar hinn áttunda munk. En er allir munkar heyrðu röddina, þá var iflaust öllum að andlát hans náigaðist og þeirra er kallaðir voru. En er fáir dagar liðu þaðan, þá andaðist Anastasius fyrstur en þar eftir aðrir sjö, hver að öðrum, að þeirri skipan sem röddin kallaði þá af hamrinum. 6 í hvorutveggja riti merkir þögn í draumsýn það bil sem verður milli dauða þeirra sem feigir eru, og vitaskuld er hlutverk raddar hið sama í báðum. í Njálu fær lesandi skýra mynd af kallanda, en í Díalógum ber röddu eina að eyrum manns en ekkert að augum. í Njálu kemur feigðarboði í kjölfar þeirra hermdarverka sem ollu harmi Kára og Þór- halls og benda til 'þeirrar skuldar sem brennumenn verða að gjalda áður en langt um líður. Ritsmíð Gregóríusar hrekkur skammt í því skyni að skýra Jámgrím til hlítar, enda virðist stafkarl þessi eiga sér býsna sundurleitar fyrirmyndir; draumur Flosa er ekki eingetið afkvæmi Díalóga. Til skýringar hefur verið bent á frásögnina af Macezel í Ambrósíus sögu sem í bænum sínum skorar á Ambrósíum til fulltingis á móti óvini sínum sem Gildo hét: Um nótt eftir hefir hann vitmn í svefni. Hann þóttist sjá Ambrosium með eldilegu áliti og stafí hendi, og þá er hann þóttist til fóta honum falla, þá laust hann niður staf- inum þrisvar, og sem hann markaði staðinn á vellinum, og mælti svo: „Hér, hér, hér.“ Hann þóttist skilja í svefninum að í þeim stað mundi hann sigrast á Gildone sem biskup laust niður staflnum. Svo varð og á þriðja degi þaðan, og fellur Gildo í þeim sama stað, en Macezel fekk fagran sigur.7 Hér merkja stafshöggin ákveðinn tíma (einn dag hvert um sig), en í vitrun Rosa verður þó að gera ráð fyrir því að þau bendi sérstaklega til mannfalls. Vitaskuld verða menn að hugsa sér að stafur biskups í draumsýn hafi verið bagall, en hitt er al- kunna að járnstafir hafa löngum verið bendlaðir við jötna, svo sem í ívens sögu (1898:86): „Og um morguninn er ljóst var sáu þeir hvar jötunninn fór til kastala og hafði stóran járnstaf á herðum en svipu í hendi.“ Og í Sögu af Tristram og Isönd (1949:164): „Sem jötunninn sá atburðinn að búið nam staðar, þá reiddi hann járnstaf sinn og hljóp sem hann mátti skjótast.“ Flagðkona í Örvar-Odds sögu (1892:23) hefur „járnstaf mikinn “ í hendi. Hitt kemur þó engum á óvart að járnsmiðurinn Stein- röður hinn rammi, sonur Þóris þursaspreng- is og að öllum líkindum kominn af Sömum eða Finnum, beitir járnstafí viðureign sinni við Geirhildi hina fjölkunnugu, eins og rak- ið er í Landnámabók (1968:258). Minna mátti ekki gagn gera, og er þó enn ótalin TMM 1990:4 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.