Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 110
dagurinn setur óafmáanleg spor í sjúkt sálarlíf
stelpunnar sem finnst hún verða fullorðin þann
dag. Fullorðin merkir hörð og köld á máli ís-
bjargar, en enginn gefur sig á vald hinu illa
nema verða veikur á geði.
Samskipti Isbjargar við foreldrana móta öll
skipti hennar við aðra. Gagnvart karlmönnum
kann hún ekki aðra hegðun en að niðurlægja sig
— hún er læst í lífsmunstri mellunnar. Uppreisn
hennar felst í hefnd sem aldrei gefur von um
betra líf, enda hefur voninni fyrir löngu verið
stolið frá henni. A föður sínum hefnir hún sín
með því að drepa staðgengil hans, á móðurinni
hefnir hún sín með því að leggjast með veijand-
anum, sem er líka ástmaður móðurinnar. Það er
raunar ennþá flóknara mál en svo, því veijand-
inn er líka dómari ísbjargar, hann einn veit alla
hennar sögu og á að vita að hún er manneskja
þrátt fyrir allt. En einnig hann tekur líkama í
stað trúnaðar á jafnréttisgrundvelli, verður enn
ein föðurímyndin sem bregst.
Þá á Isbjörg hvergi hæli lengur nema á meyj-
areyjunni sinni, þar sem hún getur verið alein í
mannauðum blekkingarheimi með minning-
unni um drenginn sem hún eignaðist en gat ekki
átt.
Eg heiti ísbjörg. Ég er Ijón er öfgafull saga
þar sem skilin eru óljós milli veruleika og óra.
En einmitt með því að beita öllum ráðum í stíl
og frásagnarhætti verður sagan raunverulega
sönn. Hafði ísbjörg ástæðu til þess að myrða
mann? Bæði saga Gróu á Leiti og félagsfræði-
leg skýrsla gætu sannfært mannúðarfullt fólk
um það, en innlifún höfundar í sál söguhetj-
unnar gerir betur en að sannfæra. Hún gefur
lesendum kost á að lifa sjálfir lífi Isbjargar um
stund. Einhveijir munu hafna tækifærinu vegna
þess hvað sagan er óhugnanleg og hetja hennar
óbærileg, sundraður einstaklingur, margvilltur
í völundarhúsi tilfinninganna. En þeir sem
gleyma sér og láta trylltan og seiðandi stíl sög-
unnar laða sig inn í hugarheim Isbjargar sleppa
ekki samir þaðan aftur.
Silja Aðalsteinsdóttir
Sumar enn
Stefán Hörður Grímsson. Yfir heiðan morgun. Mál
og menning 1989. 64 bls.
Það voru ánægjulegar fféttir sem bárust í fjar-
lægar sýslur að Stefáni Herði Grímssyni hefðu
verið veitt fyrstum skálda ný íslensk bók-
menntaverðlaun fyrir ljóðabókina Yfir heiðan
morgun. Ef slík verðlaun teljast eiga rétt á sér á
annað borð fer ekki milli mála að val verð-
launahafa hefði varla getað tekist betur til. Stef-
án Hörður er eitt sérstæðasta ljóðskáld þessarar
aldar og engan veginn sestur í helgan stein.
Hann hefur nú á síðustu níu árum tvöfaldað
ljóðabókatölu sína, og er fjarri því að hann sé
farinn að slá af þeim ströngu kröfum sem hann
hefur alltaf gert til skáldskapar síns. Þessi níu ár
hafa líka verið sannkallað blómaskeið á skáld-
skaparferli Stefáns, og afköstin með ólíkindum
miðað við það sem áður var þegar tveir áratugir
gátu liðið milli bóka. Næstsíðasta ljóðabók
Stefáns Harðar, Tengsl, var ekki fyrr komin út
en það fóru að birtast í tímaritum spánný og afar
forvitnileg kvæði. Þau eru sem sagt nú komin
út á bók sem hefúr undirtitilinn „Ljóð ’87-’89“.
I ljóðabókum Stefáns allt frá Hliðinni á slétt-
unni má greina tvo efnisþræði sem verða sífellt
fyrirferðarmeiri og vefjast saman margvíslega;
annar þeirra má segja að fjalli um óskilgrein-
anleg undur tilverunnar, hinn um skammsýni og
hroka mannsins á jörðinni. í tveimur síðustu
bókunum er náttúrueyðing í kjölfar ofdrambs
og gróðahyggju mannsins þannig með áleitnari
yrkisefnum og birtist í ýmsum tilbrigðum.
Náttúran hefur ævinlega verið Stefáni hug-
stæð. I fyrstu bókunum virðast náttúrulýsingar
reyndar fyrst og fremst notaðar til að endur-
spegla „innra landslag", tilfmningar og hugar-
ástand skáldsins, auk þess sem langflestar
líkingar eru þangað sóttar. Meðal séreinkenna
síðustu bókanna þriggja má teljast hve mikið er
þar um hreinar náttúrulýsingar. Upphafsljóð
þessarar bókar er eitt dæmi þessa:
108
TMM 1990:4