Morgunblaðið - 30.12.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 30.12.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Morgunblaðið/G. Rúnar Ofbeldi Upplifa reiði og skömm. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Karlmenn standa fremur aftarlega þegar kemur að kynferðisbrotum samanborið við konur. Þeir ræða síð- ur um ofbeldið og afleiðingar þess við nákomna en konur geta rætt op- inskátt um aðstæður sínar við fjöl- skyldu og vini. Þetta kemur fram í helstu niðurstöðum meistararitgerð- ar Önnu Lilju Karelsdóttir í fé- lagsfræði. Í ritgerðinni skoðar Anna Lilja sérstaklega stöðu karlmanna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en hún ræddi við ellefu einstaklinga sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi, bæði karla og konur. Gerendurnir voru karlar í flestum tilfellunum en þó ekki öllum; Anna segir karlkyns þolendur kynferðisbrota upplifa meiri skömm ef gerandinn er kona en ef hann er karlkyns. Í flestum til- fellum viðmælenda hennar sem urðu fyrir ofbeldinu á barnsaldri var þeim ekki trúað eða málið þaggað niður. Úrræði og aðstoð til karla eru af skornum skammti og samfélagsleg- ur skilningur er takmarkaður. Þá leita karlmenn síður til hjálparsam- taka og annarra meðferðaraðila til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins og enn síður til lögreglunnar. Anna segir upplifun karla og kvenna af kynferðisofbeldinu vera svipaða en að karlarnir eigi mun erf- iðara með að segja frá. „Það er meiri þöggun í þeirra til- fellum, sérstaklega hjá þeim sem voru beittir ofbeldi þegar þeir voru börn og þeim ekki trúað. Á fullorð- insárum þegar þeir stíga fram og segja frá eru þeir oft búnir að lenda í miklum áföllum,“ segir Anna og nefnir til dæmis mikla áfengisneyslu í því sambandi. Afleiðingarnar bæði líkam- legar og andlegar „Afleiðingarnar af þessu eru til dæmis þunglyndi, kvíði og einnig lík- amlegar,“ segir Anna. Með líkamleg- um afleiðingum á hún við t.d. gigt og meltingarvandamál sem kvíðinn og annað hafa valdið. Hún segir karlana upplifa mikla reiði og skömm. „Sumir hafa notað hana [reiðina] til að knýja sig áfram en aðrir verða meira til baka og eru ekki eins félagslyndir. Brotin sjálfs- mynd og sjálfsvirðingin er lítil,“ seg- ir Anna og bætir við að margir hafi gefist upp á sjálfum sér og láti bjóða sér upp á nánast hvað sem er. Hún segir flesta þeirra sem hafa náð að vinna úr sínum málum hafa komið sér í stuðningshópa. Í þeim tilfellum þar sem þol- endur voru beittir kynferðisof- beldi frá barnsaldri var ein- hvers konar óregla á heimilinu að sögn Önnu, t.d. mikil áfeng- isneysla foreldra. Þá var einnig mikið um líkamlegt og andlegt ofbeldi á heimilum viðmælend- anna. Þöggunin er meiri í tilfellum karla  Oft mikil óregla á heimilum þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Yfirfæranlegt tap fyrirtækja á Ís- landi minnkaði um 3.321 milljarð króna frá árslokum 2011 til 2013. Tapið var 6.836,1 milljarður króna í lok árs 2011 en var komið niður í 3.514,7 milljarða í lok árs 2013. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Tíundar, rits Ríkisskattstjóra. Þessar stærðir eru tröllauknar. Nægir þar að nefna að Hagstofan áætlar nú að verg landsframleiðsla í fyrra hafi verið 1.873 milljarðar. Þá má nefna að félög á Íslandi áttu 246,6 milljarða í uppsafnað yfirfæranlegt tap um síðustu aldamót, eða 515 milljarða á núvirði, miðað við breyt- ingu á vísitölu neysluverðs frá des- ember árið 2000 til þessa mánaðar. Uppsafnað yfirfæranlegt tap fé- laga var því ríflega 13 sinnum meira í lok árs 2011 en um síðustu aldamót. Eins og rakið er í Tíund getur yfir- færanlegt tap verið verðmætt, enda getur það komið til lækkunar skatt- greiðslna. Þetta er útskýrt nánar í grein hér til hliðar. Stór hluti þessa yfirfæranlega taps er hjá félögum sem fóru á hliðina við hrunið og voru mörg hver í fjármálastarfsemi. Úr tölum um yfirfæranlegt tap má því lesa margt um endurskipulagn- ingu atvinnulífsins eftir hrunið. Höfundur greinarinnar, Páll Kol- beins rekstrarhagfræðingur, skrifar að á milli ára 2011 og 2013 hafi „fyrirtæki farið í þrot, þeim verið slitið eða skuldir verið afskrifaðar“. Tapið jafnað með afskriftum Umfang afskrifta er ekki tilgreint í greininni. Þar segir hins vegar orð- rétt um þróunina síðustu ár: „Nú áttu 17.029 félög yfirfæran- legt tap, 156 fleiri en fyrir ári. Um 43,9% þeirra félaga sem voru búin að skila framtali voru með yfirfæran- legt tap. Þetta er heldur lægra hlut- fall en í álagningu í fyrra þegar 44,2% félaga voru með yfirfæranlegt tap. Árið 2007 voru 35,6% félaga með yfirfæranlegt tap. Það er ekki ólík- legt að skuldir hafi verið gefnar eftir og taldar til tekna í mörgum félögum og tapið hafi á þann hátt verið jafnað. Árið 2013 voru 16.346 félög rekin með hagnaði og greiddu tekjuskatt en það eru 42,2% félaga. Þó að ým- islegt horfi nú til betri vegar er at- vinnulífið enn að vinna úr því áfalli sem hér varð,“ skrifar Páll. Fram kemur í greininni að 37 fé- lög áttu 2.842,4 milljarða í tap. Voru þau hvert og eitt með meira en 10 milljarða í tap. „Þannig má rekja 80,9% yfirfæranlegs taps til 0,1% fé- laga sem hvert um sig átti meira en 10 milljarða í yfirfæranlegt tap,“ segir í umræddri grein í Tíund. Tapið er misjafnt milli atvinnu- greina. Eignarhaldsfélög áttu 2.620,2 milljarða í yfirfæranlegt tap, félög í annarri lánastarfsemi um 154 milljarða, leigufélög 33,4 milljarða, í félögum sem leigja íbúðarhúsnæði og leigufélög sem leigja atvinnuhús- næði 128,4 milljarða. Loks áttu félög sem starfa við heildverslun með lyf og lækningavörur og rannsóknir á þróun í líftækni samtals 113,8 millj- arða í yfirfæranlegt tap. Tryggingagjald hefur hækkað að raunvirði um 14,7 milljarða frá 2008. „Það eru 394 atvinnugreinar sem greiða samanlagt 21,2 milljörðum meira en árið 2008. Á sama tíma er nú minna greitt í laun í 149 atvinnu- greinum sem greiða nú um 6,5 millj- örðum minna að raunvirði í trygg- ingagjald en þær gerðu árið 2008. Á þessum tíma hefur tryggingagjaldið sjálft hækkað að jafnaði um 44,3%,“ segir í greiningu Páls Kolbeins. Tapið fór í 6.836 milljarða  Yfirfæranlegt tap fyrirtækja minnkaði um 3.321 milljarð króna frá 2011 til 2013  Sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra segir atvinnulífið enn að vinna sig úr hruninu Meirihluti félaga átti ekki yfirfæranlegt tap » Rúmur helmingur félaga sem rekinn er í hagnaðarskyni, eða 56,1%, átti ekki yfirfæran- legt tap árið 2013. » Yfirfæranlegt tap félaga sem starfa við þráðlaus fjar- skipti jókst um 6,7 milljarða frá árinu 2008 til 2013. » Árið 2007 var yfirfæranlegt tap félaga orðið 935,8 millj- arðar en jókst svo í 6.836 millj- arða árið 2011. Morgunblaðið/Golli Efnhagslega hamfarir Við efnahagshrunið haustið 2008 brast rekstrargrundvöllur fjölmargra félaga, sem mörg hver voru mjög skuldsett. Morgunblaðið/Golli Vinna Fyrirtæki greiða nú 14,7 milljörðum meira í tryggingagjald en 2008. Ríkisskattstjóri telur afskriftir eiga þátt í mikilli lækkun yfirfæranlegs taps á síðustu árum Vikið er að yfir- færanlegu tapi útgerðarfyrir- tækja sem er alls 24 milljarðar króna í árslok 2013. Tölur Ríkisskattstjóra vitna um um- skipti í rekstri útgerðarinnar síðustu ár. „Yfirfæranlegt tap hefur lækkað mest í sjávarútvegi frá árinu 2008. Tap fyrirtækja sem starfa við að frysta fiskafurðir, lindýr og krabbadýr minnkaði um tæpa 80,3 milljarða. Yfirfæranlegt tap út- gerðar fiskiskipa minnkaði um 79,2 milljarða,“ segir orðrétt í Tíund. Til samanburðar lækkaði yfir- færanlegt tap hitaveitu um 52,6 milljarða á tímabilinu, yfirfæran- legt tap fyrirtækja sem starfa við fjármögnunarleigu minnkaði um 36,9 milljarða. Tapið minnkaði um 31,7 milljarða hjá fyrirtækjum sem starfa við leigu á atvinnuhúsnæði og um 29,2 milljarða hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Á öðrum stað í Tíund segir að út- gerð fiskiskipa hafi greitt tæpum 1,1 milljarði meira í tryggingagjald af launum ársins 2013 en ársins 2008, sem sé aukning um 75,9%. Yfirfæranlegt tap hefur lækkað mest í sjávarútvegi Í nýjasta hefti Tíundar er rakið hvernig tekju- skattsskyld fyrir- tæki „geta flutt tap ársins yfir til næsta árs og nýtt það á móti hagn- aði komandi ára, ólíkt hagnað- inum“. „Það þarf að greiða skatt af honum þegar hann myndast í rekstrinum. Fyrirtæki sem rekin eru með tapi geta því ekki fengið tekjuskatt fyrri ára endurgreiddan. Þetta á reyndar ekki við um söluhagnað. Fresta má að greiða skatt af honum. Fyrirtæki sem rekið er með hagnaði eitt árið og tapi hitt greiðir því hærri skatt en fyrirtæki sem rekið er með tapi eitt árið og hagnaði hitt. Yfirfæran- legt tap getur því verið verðmætt,“ segir í greininni sem rituð er af Páli Kolbeins rekstrarhagfræðingi. „Yfirfæranlegt tap getur því verið verðmætt“ Páll Kolbeins Einn viðmælandi Önnu Lilju, sem varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn, sagði móður sinni og systur frá misnotkuninni eftir að þær höfðu séð heim- ildarmynd um Breiðavíkur- drengina og talað um hvað myndin væri skelfileg. ,,Þannig að ég hugsaði með mér þarna: ég segi bara frá þessu, og ég gerði það … þá var allt í einu eins og ég mætti aldrei passa eða vera í kringum börnin aft- ur.“ Sagði fjöl- skyldunni frá BRUGÐUST ILLA VIÐ Anna Lilja Karelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.