Morgunblaðið - 30.12.2014, Side 10

Morgunblaðið - 30.12.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Nú er kominn tími til aðfara á fætur. Við sofiðhöfum miklu meira ennóg.“ Með þessum orð- um hefst lagið Vaknið á plötunni Maður lifandi! með þeim Eika Ein- ars & Byltingarboltunum. Það má segja í þessu textabroti kristallist boðskapur plötunnar sjálfrar en hún hefur mikilvægan boðskap að geyma fyrir alla þá sem vilja hlusta og taka þátt í byltingunni, eins og höfundur textanna, Eiki Einars, kemst að orði. Hann syngur, semur og spilar á gítar í hljómsveitinni en auk hans skipa vinir og vandamenn hljómsveitina, þar á meðal nánasta samstarfskona Eika, eiginkona hans Emilía Fannbergsdóttir. Þau hjónin reka fyrirtækið Fjölmiðla- og hugmyndahúsið og gefa út nokk- ur blöð. „Það stendur til að vera með netmiðla og svo erum við líka að gera útvarpsþætti,“ segir Eiki sem segir þau hjónin aldrei þreyt- ast hvort á öðru þó þau starfi sam- an og séu saman í hljómsveit. „Enda erum við eitt,“ segir hann. Bítlarnir mikil uppspretta Platan Ég er með hugmynd! kom út árið 2009 og Góðar fréttir árið 2012 og má því segja að Eiki Einars & Byltingarboltarnir hafi starfað í um sex ár þó svo að hljómsveitarmeðlimir, utan þeirra hjóna, séu ekki alltaf þeir sömu. „Við spilum frumsamda íslenska tónlist og hljómsveitin sem slík er svosem ekkert staðlað form á hljómsveit heldur eru bara þeir með sem eru með hverju sinni. Það Að vera lifandi maður en ekki dauður Það er tími til kominn að vakna því byltingin er hafin! Eiríkur Einarsson, eða Eiki, syngur um jákvæða byltingu ásamt hljómsveitinni Byltingarboltarnir en þriðja plata Eika Einars & Byltingarboltanna er komin út og nefnist Maður lif- andi! Boðskapurinn er ætlaður þeim sem á hann vilja hlýða og er tónlistin blanda af nýbylgju- og bítlarokki sem samin er undir áhrifum Bítlanna og Krists. Eiki Eiríkur Einarsson hefur samið tónlist frá því hann eignaðist gítar, fimmtán ára gamall. Bítlarnir og pönkið hafa mestu áhrifin á tónlistina. Í kvöld klukkan 20 ættu aðdáendur hljómsveitarinnar Moses Hightower að vera mættir á skemmtistaðinn Húrra því þá opnar húsið fyrir tón- leika sveitarinnar. Sveitina skipa þeir Daníel Friðrik Böðvarsson (gít- ar), Magnús Tryggvason Eliassen (trommur), Andri Ólafsson (bassi og söngur) og Steingrímur Karl Teague (hljómborð). Plata þeirra Búum til börn kom út sumarið 2010 og naut hún mikilla vinsælda. Næsta plata, Önnur Mósebók, kom út sumarið 2012 og var hún meðal annars valin plata ársins hjá Fréttablaðinu og fékk hljómsveitin Menningar- verðlaun DV það árið auk þess sem hún hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin fyrir lagasmíðar og textagerð. 2013 kom út remixplatan Mixtúr- ur úr Mósebók og er von á næstu plötu árið 2015. Unnið er að þeirri plötu af kappi um þessar mundir en samt sem áður gefst tími fyrir tón- leika. Miðaverð er 200 krónur og hefjast þeir eftir klukkan átta í kvöld. Tónleikar á Húrra í kvöld Moses Hightower sýna sínar bestu hliðar í kvöld Morgunblaðið/Ómar Tónleikar Þó að piltarnir í Moses Hightower vinni að plötu gefst tími til að spila. þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Í desembermánuði hefur sýningin Jól að heiðnum sið verið í Aðalstræti 16 í Reykjavík, á sama stað og Landnáms- sýningin. Tveir sýningardagar eru eft- ir, annars vegar klukkan 11 í dag og á sama tíma á morgun, gamlársdag. Leiðsögnin um sýninguna er á ensku og er sniðin að ferðamönnum en er að sjálfsögðu öllum opin. Sagnfræð- ingurinn Jón Páll Björnsson á heiður- inn af sýningunni. „Þetta er bæði hugsað til að kynna norræna goða- fræði og líka hina fornu jólahátíð,“ segir Jón Páll. Landnámssýningin er notuð sem eins konar stökkpallur inn í um- ræðuna um jólasiðina til forna. „Við gerum það vegna þess að þær rústir sem eru á Landnámssýningunni eru frá því fyrir kristni á Íslandi. Það er eðlilegast að hugsa sem svo að fólkið sem hafi búið í þessum skála sem rústirnar eru af hafi verið heiðið.“ Gengið er um Landnámssýninguna með gestum og þeim sagt frá fornum jólasiðum, þ.e. jólablótinu sem var ein mikilvægasta trúarathöfnin fyrir kristni. „Heiðnir menn blótuðu nokkrum sinnum á ári. Það voru þrjú höfuðblót að sumri, vori og um jólin. Jólablótið tengist vetrarsólstöðum því 21. desember er í raun og veru seinasti dagur ársins. Með rísandi sól töldu menn að nýtt ár væri að hefj- ast,“ segir Jón Páll. Jólablótið hafði því mikla þýðingu og þá voru færðar þakkir sem og óskir um að komandi sumar yrði gott og gjöfult. „Það gerðu þeir bæði með trúarathöfn og með mikilli veislu sem oftast var haldin í kjölfar trúarathafna.“ Veislan einkenndist iðulega af mikilli öl- drykkju og það þykir ferðamönnum áhugavert. „Þeim finnst merkilegast að heyra um veisluna. Þetta voru miklar matarveislur og drykkjuveisl- ur. Mikið var lagt upp úr því að menn ættu að drekka mikið öl. Veislurnar stóðu yfirleitt þangað til ölið var bú- ið. Útlendingum þykir þetta ægilega skemmtilegt því á einhvern hátt sam- ræmist þetta þeirra fyrirfram ákveðnu hugmynd um víkinga. Veisl- ur og mikið að borða og mikið að drekka. Við reynum samt að upplýsa þá um að vetrarblótið hafi ekki ein- göngu snúist um það. Veislurnar höfðu margþættan tilgang. Þær voru líka til að draga fólk saman í land- búnaðarsamfélagi, efla tengsl og styrkja bönd, ákveða brúðkaup og landamerki og margt fleira,“ segir sagnfræðingurinn Jón Páll Björnsson um sýninguna Jól að heiðnum sið sem verður í dag og á morgun klukk- an 11. malin@mbl.is Áhugaverð leiðsögn á ensku um heiðnar slóðir Heiðið Miðsvetrarblót eftir Carl Larsson sýnir borðhald fyrri tíma á jólum. Jólin að heiðnum sið – síðustu sýningar fyrir ferðalanga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.