Morgunblaðið - 30.12.2014, Síða 16
son, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga (SÍS).
Vilja meira svigrúm til skilyrða
SÍS hefur kallað eftir lagabreyt-
ingu þess efnis að heimild sveitarfé-
laga til að skilyrða fjárhagsaðstoð sé
víkkuð. „Í sjálfu sér eru engin tíma-
mörk á því hversu lengi fólk getur
verið á fjárhagsaðstoð. Við höfum
óskað eftir því að lögin séu skýrari.
Sveitarfélögin hafa kallað eftir því í
nokkur ár að það verði gerð laga-
breyting þannig að það væri hægt að
beita meiri skilyrðum gagnvart fjár-
hagsaðstoð til að koma í veg fyrir að
fólk festist í þessar fátæktargildru
sem fjárhagsaðstoðin óneitanlega
er,“ segir Halldór.
„Yfirleitt hefur verið atvinnuátak
samfara þessu, sem ég tel vera bestu
leiðina, en þá er öllum boðin vinna.
Þá dettur töluverður hluti út því þá
hefur komið í ljós að viðkomandi hef-
ur verið á atvinnuleysisbótum og
verið að stunda svarta vinnu. Það
hefur verið viss sía, að geta boðið
upp á atvinnuátak samhliða þessu.
Svo þarf fólk sem hefur lengi verið á
atvinnuleysisbótum oft hjálp við að
komast út á atvinnumarkaðinn.“
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Um áramótin taka ný lög um at-
vinnuleysistryggingar gildi en þá
styttist greiðslutímabil atvinnuleys-
isbóta úr þremur
árum í tvö og
hálft ár. Þá er
gert ráð fyrir því
að breytingin
muni spara ríkinu
einn milljarð en
að kostnaður
sveitarfélaga
vegna fjárhags-
aðstoðar aukist
um 500 milljónir.
Mismunurinn felst í því að erfiðara
er að komast á fjárhagsaðstoð sveit-
arfélaga.
„Mismunurinn liggur í því að það
er miklu erfiðara að komast inn á
fjárhagsaðstoð. Í atvinnuleysisbót-
unum eru t.d. engar tekjutengingar
eða neitt svoleiðis. Þar er bara horft
á einstaklinginn, en í fjárhagsaðstoð-
inni er horft á heimilið, þannig að ef
makinn er með tekjur þá getur verið
að viðkomandi eigi ekki rétt á fjár-
hagsaðstoð,“ segir Halldór Halldórs-
Tímabil atvinnu-
leysisbóta styttist
Færri komast á fjárhagsaðstoð
Halldór
Halldórsson
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hljómplötusala fyrir þessi jól var
talsvert minni en í fyrra. Kemur þar
til að markaður-
inn er að breyt-
ast. Æ fleiri
kaupa tónlist á
netinu eða eftir
öðrum slíkum
leiðum. Í annan
stað sækir fólk
tónleika meira en
áður og nýtur
listar þannig.
„Margir af
þeim listamönnum sem mest hafa
selt síðustu ár, Ásgeir Trausti, Of
Monsters and Men, Baggalútur og
fleiri gáfu ekkert út að þessu sinni.
Þetta dregur heildarsölu ársins nið-
ur. Eigi að síður komu á þessu ári út
nokkrar plötur sem seldust vel eða í
um og yfir 5.000 eintökum sem telst
mjög gott,“ sagði Eiður Arnarson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
hljómplötuútgefenda.
Nákvæmar tölur um plötusölu
ársins koma þegar líður á janúar.
Eigi að síður liggur fyrir að met árs-
ins eiga SG-hljómplötur; þriggja
diska pakki með 75 dægurlögum
sem Svavar Gests gaf út á löngum
útgáfuferli sínum.
Næst á eftir komu plöturnar Með
vættum með Skálmöld, Aría með óp-
erusöngvaranum Gissuri Páli Giss-
urarsyni, Í desember með Stefáni
Hilmarssyni og 80 ár með Ragnari
Bjarnasyni. Þá fékk Páll Rósinkranz
ágætar viðtökur, en ferilsplata hans
25 ár seldist vel og einnig dúetts-
plata þeirra Margrétar Eirar; If I
needed you.
Eldra fólkið vill áfram plötur
Góð sala á SG-plötunum og geisla-
diski Ragnars Bjarnasonar vekur
athygli, enda er á þeim tónlist sem
ætla má að höfði einkum til fólks
sem komið er yfir miðjan aldur. Í
þessu sambandi getur Eiður Arn-
arson þess að þrátt fyrir nýja tækni,
svo sem netkaup á tónlist sem ungt
fólk hefur tileinkað sér, haldi eldra
fólk sig við geisladiskana og kaupi
þá. Um Stefán Hilmarsson gildi að
hann eigi aðdáendur á öllum aldri.
Hann hafi líka verið nánast einn um
hituna nú hvað jólaplötur varðar.
Tónleikar með lögum á plötunni hafi
verið fjölsóttir og því hafi góð sala á
jólaplötu Stefáns ekki verið tilviljun.
Netkaup meiri og
fleiri á tónleika
SG-hljómplötur eru á toppnum
Plötur
» Í Plötutíðindum voru
auglýstir um 150 titlar.
» Yfir árið komu út alls um
200 hljómplötur.
» Metsala á plötum í dag er
5.000 til 6.000 plötur. Fyrir
áratug var talan um helmingi
hærri.
Eiður Arnarson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ragnar Platan seldist vel og margir mættu á tónleika söngvarans vinsæla.
Starfsmenn Mílu unnu í gærkvöldi
að því að koma á bráðabirgðateng-
ingu á ljósleiðaranum milli Borgar-
ness og Ólafsvíkur, eftir að hann
tók í sundur í miðri Kaldá, á móts
við Haukatungur og Fíflholt.
Að sögn Sigurrósar Jónsdóttur,
upplýsingafulltrúa Mílu, er talið að
ljósleiðarinn hafi slitnað vegna
vatnavaxta í ánni. Taldi hún líklegt
að bráðabirgðatenging yrði jafnvel
komin fyrir miðnætti í gær.
Hún segir að fyrir vikið hafi net-
samband og gsm-samband tíma-
bundið fallið niður á Snæfellsnesi
en samband um talsíma haldist
óbreytt. Slitið varð kl. 13.20 í gær
og tók nokkurn tíma að koma
vinnuvélum á staðinn. Sigurrós seg-
ir það munu taka lengri tíma að
ljúka fullnaðarviðgerð.
Af vettvangi Netsamband fór úr skorðum
á Snæfellsnesi eftir hádegi í gær.
Snæfellsnesið
missti netsamband