Morgunblaðið - 30.12.2014, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
✝ BrynjólfurBergsteinsson
fæddist 2. janúar
1928 á Ási í Fellum
Hann lést á sjúkra-
deildinni á Egils-
stöðum 21. desem-
ber 2014.
Brynjólfur ólst
upp á Ási hjá for-
eldrum sínum,
Bergsteini Brynj-
ólfssyni og Mar-
gréti Jónsdóttur, en þar bjó
einnig föðurbróðir hans Gutt-
ormur Brynjólfsson með sína
fjölskyldu. Systkini Brynjólfs
voru 7; Rósa, Þorbjörn, Einar
Óskar (látinn), Þorbjörg,
Ragnar (látinn), Jón og Ragn-
heiður (látin). Brynjólfur
kvæntist árið 1955 Sigrúnu
Jónsdóttur, f. 3. nóvember
1934, d. 24. ágúst 2000. For-
eldrar hennar vou Jón Ólafs-
son og Anna Runólfsdóttir,
bændur á Hafrafelli, systir
bjuggu á Hafrafelli með
hefðbundinn búskap, hann
starfaði mikið fyrir sitt
sveitarfélag var t.d. oddviti
um árabil, var lengi í sókn-
arnefnd og meðhjálpari við
Áskirkju, þá starfaði hann
einnig í ýmsum félagasam-
tökum, var hagyrðingur góð-
ur og á efri árum starfaði
hann með Félagi eldri borg-
ara á Fljótsdalshéraði og var
formaður þess félags um
hríð. Árið 2002 tókst sam-
band með Brynjólfi og Ástu
Magnúsdóttur, f. 8. október
1941. Eiginmaður hennar
var Ásgrímur Ingi Jónsson,
hann lést árið 1973. Þeirra
synir eru Jón Bragi (látinn)
Magnús Björn, Kári Borgar
og Helgi Hlynur. Brynjólfur
og Ásta keyptu saman íbúð
við Miðvang á Egilsstöðum
árið 2007 og þar bjuggu þau,
þar til fyrir rúmu ári er
Brynjólfur flutti á sjúkra-
deildina á Egilsstöðum þar
sem hann lést
Útför Brynjólfs fer fram
frá Egilsstaðakirkju í dag,
30. desember 2014, kl. 11.
Jarðsett verður í heimagraf-
reit á Hafrafelli.
Sigrúnar er
Guðlaug Erla.
Börn Brynjólfs
og Sigrúnar eru:
1) Margrét, gift
Gunnari Smára
Björgvinssyni,
þeirra börn eru;
a) Brynjólfur
Rúnar, giftur
Helgu Björgu
Garðarsdóttur
þau eiga 3 börn,
b) Bergvin Fannar, giftur
Snjólaugu Svönu Þorsteins-
dóttur, þau eiga 3 börn, c)
Rut Berglind, í sambúð með
Gunnari Þór Jónssyni, d) Jón-
ína Björt. 2) Jón Rúnar, 3)
Bergsteinn, kvæntur Önnu
Heiðu Óskarsdóttur, þeirra
börn eru; a) Emil Atli, b) Óð-
inn Breki, í sambúð með
Katrin Hrönn Guðnadóttur og
c) Una Sólveig, í sambúð með
Jóhannesi Bergi Gunnarssyni.
Brynjólfur og Sigrún
Kallið er komið …
Nú er blessaður pabbi minn
og tengdapabbi búinn að
kveðja þetta jarðlíf. Svo
þreyttur sem hann var orðinn,
hefur hann örugglega verið
hvíldinni feginn. Hér verður
lífshlaup hans ekki rakið, held-
ur notað eitt ljóðið sem hann
samdi, okkur finnst það segja
allt sem segja þarf.
Fagur var fjallahringur, – fyrst þá
augað leit
Dæmdi svo drengur slyngur, – dáði
strax þann reit.
Æskuárin líða, – oft með góðan
feng.
Fljótsdalshérað fríða – faðmaði
þennan dreng.
Léttstígur lék um grundir, – við
Lagarins þunga nið.
Lét ekki líðandi stundir, – lokka sig
út á mið.
Sá í sveitinni víða, – söngfugl á
birkigrein.
Fljótsdalshérað fríða – faðmaði
vaxinn svein.
Nam hann þá list að lifa, – við land
sem græða þarf.
Menntun manns að skrifa, – var
meitluð í hans starf.
Oft var strit að stríða, – og stefnu-
leysið fann.
En Fljótsdalshérað fríða – faðmaði
stæltan mann.
Oft borgir í heimi hafa, – heillað
marga stund.
Fullorðinn var ekki í vafa, – valdi
Héraðsgrund.
Ól þar sinn aldur blíða, – alsæll við
hlið hvers manns
Um Fljótsdalshérað fríða – var
ferðasaga hans.
Í ellinni sat í sæti, með sigurbros á
vör
Léttur af lífsins kæti, – lagði í
hinstu för
Sjálfsagt mun sálin hlýða, – á söng
frá englafans
En Fljótsdalshérað fríða – faðmar
nú beinin hans.
(B.B.)
Með þakklæti og hlýju
kveðjum við.
Elsku Ásta, þú ert ljósið sem
kom inn í líf pabba og okkar
allra þegar mamma hafði
kvatt, við óskum þess að Guð
og góðar vættir fylgi þér áfram
í lífinu. Við sendum samúðar-
kveðjur til allra sem sakna
núna og viljum þakka öllum
þeim sem létt hafa honum lífið
síðustu árin, sérstaklega
starfsfólki í heimahlynningu og
á Sjúkradeildinni á Egilsstöð-
um.
Guð veri með okkur öllum.
Margrét og Gunnar.
Elsku pabbi.
Rúnar á fyrsta ári.
Óskir þínar, ungi vinur minn,
eru fáar, það menn vilja halda.
En þú vilt reyna að rétta hlutinn
þinn
á refilstigum lífsins harða og kalda.
Þú hrópar bæði hátt og skýrt og
snjallt
og heimtar mömmu til þín, litli
vinur.
Já, mamma kemur. Mamma þér er
allt,
í mömmu faðmi létt þitt hjarta
stynur.
(B.B.)
Kveðja,
Jón Rúnar.
Það er margs að minnast
þegar maður sest niður og
skrifar þessar línur til þín, afi
minn. Við gerðum svo margt
saman. Núna síðustu ár var
það yfirleitt eitthvað í kringum
rollurnar, þú elskaðir að sjá og
finna lyktina af þeim. Þetta
síðasta ár hefur þú aðeins get-
að komið til þess að fylgjast
með þeim og þá til dæmis síð-
asta vor þegar Linda systir
sótti þig og kom með þig upp í
hlöðu til að kíkja í sauðburðinn
og eins að síðasti rúnturinn
sem ég fór með þig, var hingað
heim að Hafrafelli, þá keyrði
ég inn í hlöðu alveg að roll-
unum, þá ljómaðir þú yfir því
að geta aðeins opnað gluggann
og kíkt á þær. Svo var það
hrúturinn sem þið Helga völd-
uð saman hann Gráni, þú
mundir alltaf eftir honum og
fékkst að sjá hann. Önnur
minning kemur upp í hugann,
það er þegar við bjuggum bara
tveir saman, þá keyrðum við
hvor annan á böll og þorrablót,
það er ef við vorum ekki að
fara saman á þær skemmtanir.
Það eru svo margar minningar
sem koma upp í hugann, t.d.
þegar ég var að keyra suður til
Reykjavíkur fyrir Samskip þá
hringdir þú alltaf í mig á milli
kl. 12 og 1 að nóttu til, bara til
þess að fylgjast með mér
hvernig mér gengi og hvernig
veðrið væri. Þegar að ég var
lítill gutti og var með þér í fjár-
húsunum að kveðast á við þig
með því litla sem ég kann af
vísum, og síðan þegar ég var
bara polli að fara með þér á
Reyðarfjörð á Bensanum að ná
í áburð og einnig í smala-
mennskum. Þetta verður allt
öðruvísi að geta ekki hitt þig
nánast á hverjum degi þar sem
að við vorum alltaf í svo góðu
sambandi. Þegar ég sat hjá þér
þegar þú varst sem veikastur
helgina áður þú kvaddir var ég
ekki almennilega viss hvort þú
vissir af mér en ég sagði þér að
ég væri búinn að setja einn
hrút saman við rollurnar, þá
varstu nú ekki verri en það að
þú leist á mig og sagðir:
„Hvaða hrút settir þú í?“ Það
var eiginlega svona það síðasta
sem við ræddum, en það var
gott að fá að vera hjá þér þeg-
ar þú kvaddir. Þín verður sárt
saknað, elsku afi minn.
Hvíldu í friði og Guð blessi
þig. Þinn nafni,
Brynjólfur Rúnar
Gunnarsson.
Hann Brynjólfur, tengdaafi
minn, er látinn, hann kvaddi
Brynjólfur
Bergsteinsson✝ ÁstríðurHansdóttir
fæddist 3. ágúst
1942 á Gríms-
stöðum í Álftanes-
hreppi. Hún and-
aðist á Sjúkrahúsi
Keflavíkur 16.
desember 2014.
Foreldrar
hennar voru Hans
I. Meyvantsson,
fæddur 23. janúar
1913, d. 16. febrúar 1986, og
Lára Júlía Sigurðardóttir, f. 11.
júlí 1905, d. 30. desember 1995.
Systkini Ástu voru S. Halla,
fædd 16. nóvember 1935, d. 28.
ág. 2010, og Halldór Ingi, fædd-
ur 24.12. 1945. 1977 giftist Ásta
Hreggviði Eyfjörð Guðgeirs-
syni, f. 10.2. 1931, d. 23. nóv-
ember 2004. Þau skildu 1986.
Ásta átti fyrir 1) Ragnar Þor-
láksson, f. 12.2. 1968, barnsfaðir
Þorlákur Helgason. Eiginkona
Ragnars er Katrín Guðleif Krist-
björnsdóttir, f. 7.12. 1977, börn
hennar Ástrós Baldursdóttir, f.
22.2. 2000, Kristín Júlíana Bald-
ursdóttir, f. 30.9. 2002, Anna
Ingibjörg Baldursdóttir, f. 20.4.
2005. Börn Ragnars: a) Guðni
Sigþór, f. 17.8. 1993, b) Bjarney
Lára, f. 4.9. 1997. Barnsmóðir
Berglind Bjarnadótt-
ir, f. 9.9. 1973. c) Ás-
þór Breki, f. 28.4.
2000, barnsmóðir
Solveig Margrét
Þórsdóttir, f. 26.4.
1979. d) Viðar Ingi, f.
16.7. 2006, barns-
móðir Ágústa Björk
Svavarsdóttir, f.
23.2. 1980. Börn Ástu
og Hreggviðs: 2)
Hólmar Eyfjörð, f.
5.3. 1977. Sambýliskona Krist-
jana Sigríður Júlíusdóttir, f. 3.3.
1982. dóttir hennar, Thelma Rut
Bjarnadóttir, f. 15.9. 2003. Börn
Hólmars og Kristjönu: a) Sara
Ósk Eyfjörð, f. 16.10. 2007, b)
Tinna Rós Eyfjörð, f.13.12. 2010.
Fyrir á Hólmar c) Önnu Láru
Fossdal, f. 6.8. 2004, d) Birna
Völu Fossdal, f. 30.8. 2006, e) Ás-
rúnu Svövu Fossdal, f. 30.8.
2006. Barnsmóðir hans Guðrún
Hulda Fossdal, f. 6.9. 1975. 3)
Veiga Eyfjörð, f. 21.3. 1981.
Maki Baldvin Reyr Gunnarsson,
f. 8.2. 1978. Barn hennar, a) Ásta
Margrét Karlsdóttir, f. 23.5.
1999, barnsfaðir Karl Halldór
Eysteinsson, f. 30.5. 1977.
Útför Ástu fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 30. desember
2014, kl. 13.
Mig langar að minnast systur
minnar, Ástu, sem kvaddi nokkuð
snögglega eftir stutta sjúkrahús-
legu 16. desember síðastliðinn.
Við vorum þrjú systkinin. Halla
elst, fædd 1935, látin 2010, Ásta,
fædd 1942, og ég, fæddur 1945, al-
in upp í fallegri sveit á Grímsstöð-
um í Mýrasýslu. Þar var oft mikið
um að vera og alltaf voru nokkur
aukabörn í dvöl á sumrin eins og
tíðkaðist í þá daga en einnig mikil
vinna við að hjálpa til við allskonar
störf sem fylgdu stóru búi. Ásta
var alltaf frekar jákvæð mann-
eskja og miklaði ekki hlutina fyrir
sér og alltaf var stutt í góða skap-
ið. Enda var hún vinur vina sinna
og hafði yndi af samskiptum við
þá og ákaflega greiðvikin og
hjálpsöm. Margt kemur upp þeg-
ar litið er yfir farinn veg en fyrst
og síðast góðar minningar um
systur sem farin er allt of
snemma. Eftirlifandi börnum,
tengdabörnum og afkomendum
þeirra sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Dragðu aldrei til morguns það
sem þú getur gert í dag, var lexía
mín nú fyrir viku. Tíminn flýgur
sem aldrei fyrr á annasömum des-
emberdögum. Föstudaginn 12.
des. drifum við okkur hjónin til
Keflavíkur ásamt einni frænku, að
heimsækja Ástu mágkonu á
sjúkrahúsið, eftir að hafa frestað
því í marga daga vegna veðurs og
ófærðar. Hún var svo kát og hress
(eins og alltaf) að mér datt ekki í
hug annað en hún færi fljótlega
heim. Við áttum svo yndislega og
skemmtilega stund með henni,
spjölluðum um uppvöxtinn í sveit-
inni og ég heyrði margar spaugi-
legar sögur frá Grímsstöðum.
Hún Ásta var uppátækjasöm en
líka ótrúlega dugleg og fylgin sér
bæði nú og áður og var aldrei neitt
að tvínóna við hlutina, heldur ekki
núna. Í lífinu skiptast á skin og
skúrir og hún tók skúrunum sem
áskorun sem hún tókst á við af
dugnaði og kvartaði aldrei. Sumir
myndu segja að Ásta hefði oft haft
lítið handa á milli en það held ég
að henni hafi ekki fundist, hún var
rík af börnum sínum og barna-
börnum og átti ótal vini, enda var
yfirleitt alltaf einhver í eldhús-
króknum að drekka kaffi og
spjalla því hún var líka rík af tíma.
Í augnablikinu skil ég alls ekki
að hún Ásta sé farin og ég eigi
aldrei eftir að hitta hana en erfitt
hlýtur þetta að vera fyrir börnin
hennar, sérstaklega fyrir Veigu
dóttur hennar og Ástu Margréti,
dóttur Veigu, sem bjuggu með
henni. Það eiga margir eftir að
sakna hennar og það hljóta að
vera bestu eftirmæli sem hægt er
að fá.
Sigríður Gunnarsdóttir.
Ástríður Hansdóttir
✝ Bryndís Gwen-hwyfar Bond
fæddist í Salisbury,
Wiltshire, Eng-
landi, 12. mars
1984. Hún lést á
heimili sínu 23. des-
ember 2014.
Foreldrar henn-
ar eru Diana Von
Ancken, f. 24. nóv-
ember 1960, og
Richard Bond, f.
19. júlí 1947, d. 20. apríl 2002.
Fósturfaðir Bryndísar er Grétar
Þorgeirsson, f. 23. apríl 1963.
Systkini hennar samfeðra eru
Mescalina Sunrise Bond, f. 29.
júní 1972, Zekiel Bond, f. 28.
janúar 1973, Keira Bond, f. 19.
ágúst 1974, Alana Eyebright
Bond, f. 10. júlí 1977, og Ula
Luna Sula Bond, f. 22. mars
1990.
Systkini hennar sammæðra
eru John Friðrik Bond Grét-
arsson, f. 10. febrúar 1987, Sig-
urboði Grétarsson,
f. 11. júní 1990, og
Bjartur Lúkas
Grétarsson, f. 3.
janúar 1996. Einka-
sonur Bryndísar er
Grétar Anton
Gunnarsson, f. 2
janúar 2009. Barns-
faðir hennar er
Gunnar Antonsson,
f. 28. nóvember
1970.
Bryndís bjó í Salisbury Eng-
landi með foreldrum sínum
fyrstu 4 ár ævinnar. Við skilnað
foreldra hennar fluttist hún
heim til Grindavíkur á Íslandi.
Hún var í Grunnskóla Grinda-
víkur og við nám í Fjölbrauta-
skólanum í Ármúla þegar hún
lést. Hún stundaði ýmis störf en
síðast á Waldorf-leikskólanum,
Grundarstíg 19, Reykjavík.
Bryndís verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 30. desem-
ber 2014, kl. 15.
Elsku Gwenný okkar.
Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,
ég allar stundir geymi í hjarta mér.
Ég man frá bernsku mildi og kærleik
þinn,
man hve oft þú gladdir huga minn.
Og glæddir allt hið góða í minni sál,
að gleðja aðra var þitt hjartans mál.
Og hvar um heim, sem liggur leiðin
mín
þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.
Mér örlát gafst af elskuríkri lund,
og aldrei brást þín tryggð að hinztu
stund.
Af heitu hjarta allt ég þakka þér,
þínar gjafir, sem þú veittir mér.
Þín blessun minning býr mér ætíð hjá,
ég björtum geislum strái veg minn á.
(Höf. ók.)
Þín
mamma og pabbi.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Guð geymi þig, elsku mamma
mín. Þinn sonur,
Grétar Anton.
Bryndís
Gwenhwyfar Bond
✝
Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur
vinarhug og heiðruðu minningu föður okkar
og tengdaföður,
JÓNS S. EINARSSONAR
húsasmíðameistara og kennara
í Neskaupstað.
Kristín Björg Jónsdóttir, Jón Hlífar Aðalsteinsson,
Margrét Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
HÖSKULDAR JÓNSSONAR,
Kolbeinsgötu 52, Vopnafirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
á hjúkrunarheimilunum Sólvangi, 3. hæð,
og Sundabúð á Vopnafirði.
.
Fjóla, Jón, Gauti, Anna og fjölskyldur.
✝
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
KJARTANS ÓLAFSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsmanna hjúkrunar-
heimilisins Eirar sem sýndu honum hlýhug
og önnuðust hann af alúð. Með ósk um gleðilega hátíð og
farsæld á nýju ári.
Jóhanna Bjarnadóttir,
Margrét I. Kjartansdóttir, Sigmundur Einarsson,
Ólafur Kjartansson, Nanna Bergþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.