Morgunblaðið - 30.12.2014, Síða 34

Morgunblaðið - 30.12.2014, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Guðríður Helgadóttir er landsmönnum að góðu kunn en húnhefur verið með sjónvarpsþætti um garðrækt frá árinu 2003,fyrst með Kristni H. Þorsteinssyni á RÚV. Hún var með garðyrkjuþætti í fjögur ár á ÍNN og gerði þar í kringum 100 þætti og síðustu tvö sumur gerði hún tvær þáttaraðir á RÚV. „Líklega verður ekki framhald á þessum þáttum á RÚV í bili en kannski býð- ur Ingvi Hrafn á ÍNN mér opinn faðminn.“ Guðríður er staðarhald- ari á Reykjum í Ölfusi og er yfir starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún kennir enn fremur á garðyrkju- brautum Landbúnaðarháskólans sem eru starfræktar á Reykjum þar sem gamli Garðyrkjuskóli ríkisins var. Fyrir utan garðyrkju eru áhugamál Guðríðar að sjálfsögðu fjöl- skyldan en hún hefur líka gaman af bakstri, handavinnu og ljós- myndun. „Svo er ég mikill lestrarhestur og las nú um jólin Öræfi eft- ir Ófeig Sigurðsson. Hún var alveg frábær, það er svo gaman að lesa og skellihlæja um leið. Höfundurinn kemst svo skemmtilega að orði og svo ég á ættir að rekja úr Skaftafellssýslunni langt aftur í aldir og kannast við sum karaktereinkenni sem lýst er í bókinni.“ Eigin- maður Guðríðar er Finnbjörn Aðalvíkingur Hermannsson, formað- ur Byggiðnar. Börn þeirra eru Ingibjörg Brynja 11 ára og Brynhild- ur Erla 9 ára. „Svo býr hjá okkur barnabarn Finnbjarnar, Aldís María Bjarnadóttir 10 ára.“ Guðríður Helgadóttir er 45 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á vettvangi Guðríður við hliðina á grenitré á Reykjum en grenið er dautt eftir að jarðvegur hitnaði í kjölfar jarðskjálftans 2009. Staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Keflavík Ágúst Jarfi Einarsson fædd- ist 30. janúar 2014 kl. 23.31. Hann vó 3.780 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Aðalheiður Halldórsdóttir og Einar Óskar Friðfinnsson. Mosfellsbæ Kolfinna Rósa fæddist 19. október 2014 kl. 13.27. Hún vó 3.752 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Guðný Hlöðversdóttir og Sæmundur Maríel Gunnarsson. Nýir borgarar B jörn fæddist í Reykjavík 30.12. 1954: „Fyrsta æviárið mitt vorum við að hluta á Raufarhöfn þar sem pabbi þjónaði sem prestur. Haustið 1955 fluttum við á Sauðanes á Langanesi þar sem við áttum heima næstu tíu árin, en 1965 fluttum við í Vík í Mýrdal þar sem pabbi þjónaði sem prestur og var sveitarstjóri hluta tímans fram til 1980. Ég var ekki alveg sáttur við að flytja á Suðurland því strax vorið 1966 sneri ég aftur norður og var í sveit á Gunnarsstöðum í Þistilfirði það sumar og sumarið 1967. Auk þess sótti ég sjóinn frá Þórshöfn á Langanesi sumrin 1970 og 1972, sem háseti á handfærum, snurvoð og þorskanót.“ Björn var í Grunnskólanum á Þórs- höfn en einn vetur var hann haldinn á Sauðanesi. Björn lauk grunnskóla- náminu frá Víkurskóla, tók landspróf frá Héraðsskólanum að Skógum, var í fyrsta bekk í Menntaskólanum að Laugarvatni en lauk stúdentsprófum af máladeild MA vorið 1976. „Eftir eitt sabbatsár sem eytt var í vinnu við Kröfluvirkjun, nánar til- tekið við borkjallarasmíði hjá Sniðli, og sem afgreiðslumaður hjá ÁTVR við Snorrabrautina í Reykjavík, var haldið í háskólanám til Gautaborgar í Svíþjóð en þaðan útskrifaðist ég með meistaragráðu í þjóðhagfræði haustið 1984.“ Björn réðst til starfa hjá kaup- félagadeild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga þá um haustið, tók við starfi fjármálastjóra Sambandsins í ársbyrjun 1987 og síðan við starfi framkvæmdastjóra fjárhagsdeildar Sambandsins í ársbyrjun 1990. Hann varð framkvæmdastjóri Miklagarðs haustið 1991 en lét af því starfi í mars 1993. Björn starfaði sjálfstætt hérlendis og erlendis við ýmis verkefni fram á haust 2001. Hann varð þá sveitar- stjóri Þórshafnarhrepps sem síðar varð hluti af Langanesbyggð, og starfaði þar fram í febrúar 2009. Í framhaldi af virkri þátttöku Björns í stjórnmálum í aðdraganda alþingiskosninga vorið 2009 flutti Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs – 60 ára Vorið fram undan Björn og Sigrún Jóna stilla sér upp með börnunum, Bjarna, nýfermdum og Karen Ósk. Frá SÍS í sveitarstjórn Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit • Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu • Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí - sulforaphane ... náttúrulega yngri ! Verndaðu frumurnar þínar ! Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Tvær á dag! Sölustaðir: Heilsuverslanir og apótek um land allt Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðin brokkoli.is Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu túrmeric og selenium

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.