Morgunblaðið - 30.12.2014, Qupperneq 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Nýlegur leki hjá Sony Pict-
ures Entertainment hefur
blásið nýju lífi í umræðuna
um hver taki við hlutverki
njósnarans James Bond
þegar Daniel Craig hættir. Í
frétt BBC kemur fram að
Amy Pascal, yfirmaður hjá
fyrirtækinu, hafi sent Eliza-
beth Cantillon, fyrrverandi
yfirmanni hjá Columbia
Pictures sem sér um dreif-
ingu Bond-kvikmynda, svo-
hljóðandi skilaboð: „Idris
ætti að verða næsti Bond.“
Idris Elba hefur látið
hafa eftir sér að hann hefði
ekkert á móti því að leika
njósnarann heimsfræga og
myndi tvímælalaust taka að
sér hlutverkið stæði honum
það til boða. Fyrir tveimur
árum, þegar Skyfall var
frumsýnd, skrifaði Daniel
Craig undir samning þess
efnis að hann myndi leika
Bond í tveimur kvikmynd-
um til viðbótar og nú um
stundir standa yfir tökur á
næstu Bond-mynd sem
nefnist Spectre sem Sam
Mendes leikstýrir og ráð-
gert er að frumsýna 2015.
Svalur Idris Elba hefur slegið í gegn fyrir túlkun
sína á rannsóknarlögreglumanninum John Luther.
Verður Idris Elba næsti James Bond?
Með dramatískum loka-hluta þríleiks PetersJacksons um Hobbitannlýkur jafnframt tímabili
tveggja gríðarmikilla epískra kvik-
myndabálka sem hafa lýst upp ófáa
kvikmynda- og sjónvarpsskjái á liðn-
um árum, munu halda áfram að gera
það um ókomna tíð – og mala að-
standendum gull. Þetta eru mynd-
irnar um Harry Potter, átta talsins
(2001-2011), og sex um hobbitana
Bilbó og Fróða (2001-2013). Líklega
er einungis hægt að líkja Stjörnu-
stríðsseríunni við þessar tvær æv-
intýraraðir fyrir hvíta tjaldið, hvað
umfang varðar.
Áhorfendur kynntust fyrst
Hringadróttinssögu Tolkiens í þrem-
ur kvikmyndum Jacksons en síðan
hefur hann einnig teygt Hobbitann,
ævintýrið litla sem gerist fyrr í tíma,
upp í þrjár langar kvikmyndir og
þótti mörgum lesendum bókanna nóg
um og spurðu hvort það væri mögu-
legt. Nú liggur svarið fyrir; það var
svo sannarlega hægt.
Og þessi lokahluti Hobbitans er
fyrirtaks skemmtun. Ævintýrið nær
hér hápunkti með langri og örlaga-
ríkri stórorrustu, sem jafnast á við
alla fyrri bardaga sagnabálksins þar
sem ljótir hausar fjúka í hundraðavís
og smávaxnir dvergar, álfar og menn
ná á einhvern furðulegan hátt að
berja og stinga og hrinda tröll-
vöxnum og foráttuljótum orkum –
lúskra á hinu illa, og lýkur sögunni
með stæl, eins og vera ber, og rétt-
lætið sigrar að lokum.
Fyrsti hluti Hobbitans, Föruneyti
hringsins, var talsvert langdreginn
enda var verið að kynna allar helstu
persónur til leiks og koma þeim af
stað í átt að Fjallinu eina þar sem
ormurinn lá á gulli dverganna. Í öðr-
um hlutanum jókst hraði frásagn-
arinnar hressilega og komust dverg-
ar og hobbiti að lokum, eftir bardaga
við kóngulær og skærur við álfa og
orka, þar inn í fjallið með stuðningi
vitkans Gandálfs (Ian McKellen) en
vöktu við það drekann Smeygin.
Lokahluti verksins hefst síðan með
miklum og spennandi hamagangi,
þar sem Smeyginn hefur yfirgefið
fjallið, steypir sér yfir varnarlausa
íbúa Vatnabæjar og lætur eldi rigna
yfir þá. Leikstjóri gerir vel í því að
brjóta dramatíkina upp með skopleg-
um uppákomum og karakterum, til
að mynda gráðugum bæjarstjóranum
(Stephen Fry) sem hleður ásamt flá-
ráðum aðstoðarmanni (Ryan Gage)
bát sinn gulli og ryður íbúum frá á
flóttanum, á meðan hetjan og nýr
leiðtogi manna (Luke Evans) mundar
boga og tekst á við eldspúandi drek-
ann.
Þegar Vatnabær er brunninn og
ekki stafar lengur ógn af Smeygin, þá
leita menn að skjóli við Fjallið eina og
að þeiri umbun sem dvergar hétu fyr-
ir liðveisluna, enda fjallið fullt af gulli
og gersemum. En það eru ekki bara
menn sem vilja í fjallið, álfaherinn
mætir einnig og síðan herir óvætta;
orkar og ýmiskonar tröll og leð-
urblökur sem styðja þá. Við þær að-
stæður verða þeir réttlátu að taka
höndum saman gegn ranglætinu og
vonskunni.
Þórinn Eikarskjaldi (Richard
Armitage), afkomandi fyrrverandi
konunga fjallsins, hefur lokið lang-
þráðri ferð og er kominn í fjallið en
tekur þar sannkallaða drekaveiki
sem rænir hann vitglórunni. Þar er
komið að mikilvægum þætti hobbit-
ans Bilbó (Freeman) sem enn og aft-
ur kemur sögupersónum, og vonandi
áhorfendum, á óvart fyrir kænsku
sína og hugprýði. Og bardaginn
brestur á …
Þegar fyrsti hluti þríleiksins var
sýndur var mikið gert úr því að hann
væri kvikmyndaður með nýrri tækni,
48 römmum á sekúndu, sem átti að
gera áhorfendum kleift að njóta
verksins í mikilli upplausn og helst í
þrívídd. Útkoman var hreinlega
þreytandi, réttilega líkt við útlit flatra
sjónvarpskvikmynda, enda hafa
framleiðendur alveg hætt að leggja
áherslu á þessa tækni, þótt hægt sé
að njóta hennar í einhverjum sölum,
og þá sá þessi áhorfandi hana heldur
ekki í þrívídd enda finnst honum það
illþolandi húmbúkk sem hefur ekkert
með áhrifaríka kvikmyndafrásögn að
gera. Hins vegar koma hundruð
manna að vinnslu verksins og hefur
mátt sjá hvernig þeir hafa náð sífellt
betri tökum á tölvutækninni með
hverri nýrri mynd í bálkinum; hér er
margt listavel leyst, hvort sem horft
er á eldspúandi drekann, sporléttan
álf glíma við sannkallaða þursa eða
hina gríðarmiklu heri takast á.
Þrátt fyrir glæstar tæknibrellur
koma þó augnablik þegar blekking-
arhulunni er brugðið frá augunum og
þá má sjá gervilega gúmmífætur hob-
bitans og það hvernig ekki tekst alltaf
að láta hæðarmun manna, dverga og
hobbita líta sennilega út. Þá má vel
gagnrýna senur sem settar eru inn í
söguna til að tengja hana við eldri
þríleikinn, Hringadróttinssögu, enda
augljóst að aðstandendur gera sér
grein fyrir því að í framtíðinni verður
horft á Hobbitamyndirnar þrjár
fyrst, enda er þessi saga inngangur
að hinni. Það má sjá í yfirkeyrðri og
kjánalegri senu þar sem Sauron hin
illi er kallaður fram en er sendur á
brott, í bili, af öflugri álfamey (Cate
Blanchett).
En áhorfandi sem nýtur þess að
láta segja sér góða sögu, líflegt og vel
leikið ævintýri sem fer vel, þótt mikil-
vægar persónur láti lífið við að bjarga
þeim heimi sem við viljum lifa í, hann
skellir blekkingarhulunni aftur upp
að augum, lifir sig inn í vel gert verk-
ið og harmar í lokin að nú sé öll hin
mikla saga sögð.
Þeir góðu lúskra á því ljóta og illa
Konungurinn Þórinn konungur í Fjallinu eina fær drekasótt en nær sönsum. Hann er fyrir miðju atburðanna.
Sambíóin Álfabakka, Egilshöll
og Keflavík, Smárabíó, Háskóla-
bíó, Laugarásbíó og Borgarbíó
Akureyri.
Hobbitinn – Bardagi herjanna fimm
bbbbn
Lokahluti þríleiks leikstjórans Peters
Jacksons um Hobbitann sem byggður
er á samnefndri skáldsögu J.R.R.Tolki-
ens. Helstu hlutverk: Ian McKellen,
Martin Freeman, Richard Armitage, Or-
lando Bloom, Evangeline Lilly, Cate
Blanchett, Luke Evans, Ryan Gage.
Framleiðslulönd: Bandaríkin og Nýja-
Sjáland 2014, 144 mínútur.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
KVIKMYNDIR
48
RAMMA
12
16
L
THE HOBBIT 3 3D (48R) Sýnd kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11
NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 1:50 - 5 - 8
BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 2
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
7
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
GLEÐILEG JÓL
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is