Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 12
bræður sína og sögumaður segir flæðarmál- ið búa í vitund hennar (285). Salka er flæð- armálsfuglinn, staðarfuglinn: Fuglinn í fjörunni. Sveimhuginn Arnaldur er fuglinn sem kemur og fer: Farfuglinn. Þessar myndir eru síendurteknar. Fyrsti hluti fyrri bókar ber yfírskriftina „Ástin“ og má skilja hana sem troníska vísun í samband Sigurlínu og Steinþórs. Þeim hluta lýkur á því að Steinþór reynir að nauðga Sölku. Þegar hann leggur til atlögu við barnið segir hann: „Nú er dagur ástar- innar runninn upp í allri sinni dýrð“ (109). Síðasta setning þessa hluta er: „Slík var þá hin fyrsta persónulega reynsla sem Salka Valka hafði af ástinni" (109). Það má því allt eins sjá (ekki síður íroníska) tilvísun til Teikning af Halldóri Laxness, gerð um það leyti sem Fuglinn í fjörunni kom út. Sölku í yfirskriftinni. Annar hluti fyrri bók- ar heitir „Dauðinn“ og vísar til dauða Sig- urlínu og um leið til biturrar reynslu Sölku af dauða móður sinnar og þeirrar nöturlegu myndar sem dauðdagi hennar skilur eftir sig í huga barnsins. Ástin og dauðinn eiga eftir að móta persónu Sölku mest í seinni hluta verksins. Seinni bókin, Fuglinn ífjörunni, skiptist einnig í tvo hluta. Sá fyrri heitir „Annar heimur“ og tengist sá titill m.a. þeim orðum sem Salka viðhefur um Arnald, að hann sé af öðrum heimi. Eins og ég mun koma að síðar er það (drauma)heimur hinnar horfnu móður. Einnig vísar titillinn til þess heims sem Salka kynnnist í gegnum Amald og þau bæði í gegnum ástina. Seinni hlutinn heitir „Kjördagur lífsins“ og vísar til þeirrar ákvörðunar Sölku að senda Amald burtu. Með þeirri ákvörðun velur hún lífið um leið og hún hafnar því hlutverki sem móðir hennar valdi og leiddi hana í dauðann. Ég hef gert þessar fyrirsagnir að umtals- efni þar sem ég tel að þær gefi vísbendingu um hneigð sögunnar, um það hvar áhersla hennar liggur. Um þetta em skiptar skoðan- ir meðal þeirra sem hafa fjallað um Sölku Vöiku á prenti. Deilt er um hvemig meta skuli aðalpersónur verksins og þar með hvaða svið sögunnar séu mikilvægust.4 Að mínu mati hefur Salka Vaika ótal svið sem hvert um sig býður upp á marga túlkunar- möguleika. Það svið sem mest hefur verið fjallað um fræðilega er hið pólitíska svið eða þjóðfélagsleg mynd verksins. Það hafa m.a. Peter Hallberg og Ámi Sigurjónsson gert á ágætan hátt. Þegar áherslan er á þessu sviði verksins er Arnaldi skipað í aðalhlut- verk þess. Ég tel að Salka Valka sé aðalpers- óna sögunnar og tel að yfirskriftir þær sem fjallað var um að framan styðji þá túlkun. 10 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.