Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 16
eiga báðar eftir að kynnast. Þetta er mikil- vægt atriði til skilnings á togstreitunni í viðhorfi Sölku til hans. Meðan Salka er bam hatar hún hann fyrir að ræna sig móð- urinni. Samheldni og samkennd mæðgn- anna sem lýst er í byrjun sögunnar rofnar skyndilega fyrir tilstuðlan Steinþórs. Hann tekur Sigurlínu burt úr rúminu frá dóttur sinni strax fyrstu nóttina. Salka vaknar og upplifir aðskilnaðinn á sársaukafullan hátt. (...) hún ætlaði að halla sér uppað bijósti móður sinnar að nýu. En brjóst móður hennar var horfíð. Telpan reis upp við dogg og þreifaði fyrir sér í rúminu við hlið sér, en rúmið var tómt. Móðir hennar var farin. Stundarkorn horfði telpan útí myrkrið sleg- in lömun, og ósjálfrátt mynduðu varir hennar sig til að kalla: mamma, mamma. En þetta óskiljanlega orð fæddist andvana á vörum hennar, sem betur fór. Því hver ansar þessu orði ef maður kallar það útí myrkrið í skelfingu sinni? Einginn. Sum orð eiga ekki hljómgrunn nema í manni sjálfum. (60) í lýsingunni á þessu atviki er lögð áhersla á að þama standi Salka á mikilvægum tíma- mótum. „Að verða fullorðinn er að komast að raun um að maður á ekki móður, heldur vakir einn í myrkri næturinnar“ (61). Upp frá þessu eru Salka og Sigurlína ekki eitt heldur „tvær stúlkur“ og það er hugmynd sem Sölku finnst „mikil fjarstæða“ þegar hún heyrir hana fyrst kvöldið áður en hún vaknar ein í rúmi sínu. Strax í upphafi myndast þríhymingssam- band á milli Steinþórs, Sigurlínu og Sölku. Steinþór kemur sem friðarspillir inn í ein- ingu móður og bams og vekur upp afbrýði- semi bamsins. Þegar Steinþór tekur móðurina í fyrsta skipti í fangið „(...) tók sú litla að lumbra á honum. Þú ert ljótur og vitlaus, láttu hana mömmu bara vera og snáfaðu burt frá okkur“ (16). Síðar þegar hann hefur gerst hættulegri keppinautur barnsins um athygli móðurinnar bera allar hennar hótanir honum til handa keim geld- ingaróskar: Elsku mamma, við skulum fá okkur lykil fyrir næstu nótt og aflæsa svo hann komist ekki inn. Mamma, við skulum fá okkur stóra sveðju. (59) Þú ert svo ljótur og vitlaus að ég gæti bara skorið af þér hausinn. (100) Fljótlega snýst þó vörn Sölku fyrir móður sína upp í sjálfsvöm hennar gegn „ástleitni“ Steinþórs. Upp rís „ástarþríhyrningur" sem ber keim af sifjaspellum og bitnar harðast á saklausu baminu. Þótt Steinþór sé ekki fað- ir Sölku í bókstaflegri merkingu þess orðs, er hann „trúlofaður“ móður hennar eins og Salka kemst að orði (99) og því nokkurs konar félagsleg og sálfræðileg föðurímynd hennar. Sjálfur kallar Steinþór Sölku einu sinni stjúpdóttur sína (99). Það gerir hann þó í háði og tilfinningar hans til Sölku eru allt annað en föðurlegar. Salka hatar Stein- þór sem girnist hana og hún er vamarlaus gagnvart „hatri“ og afbrýðisemi móður sinnar. Sektarkenndin sem af þessu spinnst magnast við það að Salka tekur við gjöfum frá Steinþóri og veit ekki nema að ein slík gjöf, hringurinn, sé ástæðan fyrir sjálfs- morði Sigurlínu. Sú sama gjöf er reyndar mjög mikilvæg í afstöðu Sölku til Stein- þórs. í tíu ár stendur Salka í þeirri trú að hringurinn sé dýrgripur gefinn af heilum og einlægum hug sem tákn ástar. Vegna þess og hins að hún veit ekki nema Steinþóri hafi tekist að koma fram vilja sínum á henni þegar hann réðst á hana bamunga finnst 14 TMM 1992:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.