Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 18
móður þinnar. Minkastu þín og fáðu mér þá strax! (102) En þótt Salka skynji að hún sé á einhvern hátt orðin keppinautur móður sinnar um eitthvað sem er bæði skilningi hennar og vilja ofvaxið, reynir hún af öllum mætti að veija málstað móður sinnar. Þessi togstreita ástar og haturs á móðurinni á eftir að fylgja Sölku sem skuggi út söguna. Dagný Kristjánsdóttir hefur í ritgerð um „Dýrasögu“ eftir Ástu Sigurðardóttur, greint mynd og mál og myndmál þeirrar sögu og sýnt fram á hvemig höfundur kem- ur til skila ógnvænlegri sögu af sifjaspellum og kynferðislegri misnotkun á sex ára n stúlkubami. Þótt „Dýrasaga“ og Salka Valka séu gjörólík bókmenntaverk má sjá athyglisverðar samsvaranir hvað þetta ákveðna efni varðar. í báðum tilvikum er um að ræða mæður sem em þrautpíndar konur og fullar af sjálfsfyrirlitningu. Eins og fjallað var um hér að framan á Sigurlína erfítt með að tjá sig. Móðirin í „Dýrasögu“ er flámælt og maður hennar hæðist að því hvemig hún talar. Hún er einnig hvorki líkamlegur né andlegur jafnoki stjúpföðurins en samt reynir hún að „verja krakkann fyrir honum“ — með fortölum á daginn, með því að ganga á milli þeirra þegar stjúpfaðirinn „tekur í“ bamið á • 8 nottunni. Grundvallarmunurinn á „Dýrasögu" og Stílku Völku felst vitanlega í því að annars vegar er um að ræða smásögu en hins vegar skáldsögu. „Dýrasaga“ dregur upp hnit- miðaða mynd, persónur em dregnar sterk- um, einföldum dráttum. Mynd stjúpans er ógnvekjandi og hræðileg, mynd af hrotta. Galdur Halldórs Laxness er hins vegar sá að jafnframt því að lýsa Steinþóri sem hrotta og ofbeldismanni, tekst honum að sýna á honum aðrar og mannlegri hliðar og vekja þannig upp samúð lesandans. Svo vel tekst Halldóri upp í þessari tvíræðu pers- ónulýsingu að þegar Steinþór ræðst á Sölku á þeim tilgangi að nauðga henni, hefur Peter Hallberg þetta að segja um ódæðið: Ungmeyna Sölku Völku þráir hann af blindri eðlisfýsn. Þegar hann er orðinn einn með barninu og er í þann veginn að taka hana með valdi, lætur hann uppi fögnuð sinn og fram á varirhans líða „sundurlausar upphrópanir", einskonar óður eðlishvatar- 9 mnar. Það sem Hallberg kallar „óð eðlishvatar- innar“ em þau orð sem Steinþór tekur sér í munn þegar hann ræðst á Sölku og með tilliti til kringumstæðna kýs ég fremur að kalla þau fyllerísraus í grófari kantinum: Kópi, ég hef fundið lyktina af blóðinu í þér í allan vetur. Það er einsog stórstraumsfjara. Það er vegna þín sem eldur lífsins logar í mínum dauðlegu beinum sem ég hata þáng- aðtil kalkið í þeim er orðið að dufti á botni hafsins. Nú er dagur ástarinnar mnninn upp í allri sinni dýrð. (109) Listræn tök Halldórs á persónusköpun, hæfileiki hans til að vekja samúð með ógeð- felldustu persónum sínum og að sýna skuggahliðar á sínum geðfelldustu persón- um, getur orðið til þess að rugla lesendur dálítið í ríminu. Hallberg kýs að túlka voða- verk Steinþórs sem „blinda eðlishvöt“ og frýja hann þannig ábyrgð á gerðum sínum. Flestir (ef ekki allir) aðrir sem skrifað hafa um Sölku Völku kjósa að leiða hina kyn- ferðislegu áreitni Steinþórs og nauðgunar- tilraunina hjá sér (líkt og þeir sem skrifa um 16 TMM 1992:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.