Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 44
Pétur Knútsson Hugleiðing um (c) Husserl held ég það hafí verið, sem setur sviga utanum allt sem við náum ekki taki á. Og snýr sér að því búnu að hreinu sviga- lausu fyrirbærunum, og segir okkur að gleyma því sem er geymt innan sviga, það sé okkur óviðkomandi. Gleyma? Nei: því svigar eru sem kví fyrir skepnur komnar af fjalli, þeir móta og merkja, koma reglu á það sem áður var stjómlaust og villt, svigar eru tákn mannabyggðar og dilkadráttar. Menn gleyma ekki því sem þeir hafa í svig- um. Þeir gleyma einungis lögun þess og umfangi áður en það komst í sviga. Sviga- setning er eins og nafngift, og þjónar sama tilgangi. Við greypum hugtök okkar í sviga svo þau sleppi ekki til fjalla. Svigar Husserls hefðu frekar átt að snúa út á við, vera )svona( í laginu, það eram við Husserl sem felum okkur innan sviga, ásamt öllum handhægu fyrirbærunum, en allt hitt svikult og svigalaust, á reiki til fjalla. Það er ekki: ég elska (þig). Það er ég sem er í svigum, sem finn þessa miklu ást milli gagnaugna mér. Ég elska )þig(. Þú svífur út í birtuna. Þrá mín er að kippa þér innfyrir. I von um að þínir svigar leysist upp innan minna. Var það ekki Heidegger sem kippti þér innfyrir? Eða var það kannski Donne: Þessi sœng er okkar miðdepill, herbergið heims- kringlan. Því nú kúrum við öll undir sömu himinsæng, svo okkur virðist jafnvel regn- boginn nema við jörðu innan sjóndeildar. Tilgangslaust að segja okkur að til séu verur sem ganga í hring í kringum allt, sem er. Móðir mín í kví, kví. Sjálf orðin kippa útburðinum innfyrir. Ég hef í hyggju að skreppa andartak út- fyrir sviga mína og hitta þig þar undir fjögur augu, langt frá mannabyggðum. Þetta er vissulega fífldirfska, því varla má treysta ósonlagi utanum ystu sviga. En er annarra kosta völ? Borgin í fjarska, í svigum: nú erum við )þú og ég( utan sviga, á svikulu reiki. Frá þessum sjónarhóli náum við utanum borg- ina með þumalfingri og vísifingri og færum hana ofur varlega bakvið hól, bakarí hennar og sorpdælustöðvar, vélahljóð hennar og angan úr kryddjurtagörðum, og geymum hana þar: (borgina). Því eðli okkar manna og eina viskan er að kunna að setja sviga utanum lifandi ferli svo hægt sé að geyma 42 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.