Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 50
Kyrrð og hvfld kaupa varla aðrir en þeir sem finna til streitu vegna starfa sinna eða umhverfis. Slíkt verður ekki söluvara fyrr en viss vítahringur hefur myndast, eða það sem kalla mætti framleiðnibrest. Útvfldcun markaðarins er orðin hnignunareinkenni. Ég ætla að skoða þróun vöru-, þjónustu- og vinnumarkaðar frá því sjónarhomi að hún sé komin á það stig að hafa varasöm áhrif á lífkerfí jarðar vegna ofkeyrslu fram- leiðslu- og flutningakerfisins sem markað- ur iðnríkja byggist á. Ennfremur lít ég þannig á að ástæða sé til að skoða með gagnrýni neysluna í iðnríkjum í heild, þ.á m. samneysluna, vöxt opinberra þjón- usmstofnana. Með öðmm orðum: forsend- ur gagnrýni minnar á markaðsþenslu og hagvöxt verða vistfræðileg takmörk, efa- semdir um gildi stofnanalausna og dýr- keypt rýmun ókeypis gæða. Segja má að með því síðasttalda verði nokkur vfkkun á því sjónarhorni sem ég notaði í bók sem kom út haustið 1989 og nefnist „Umbúðaþjóðfélagið". Eins og seg- ir í inngangi er þar skoðað „... hvemig líf okkar er vafið í sífellt þykkari, dýrari og fánýtari umbúðir í nafni framfara. Það er ekki látið við það sitja að hanna aðlaðandi umbúðir um vömr sem boðnar em til sölu, heldur einnig hvers konar þjónustu og verk- efni. Samhliða því að auðveldara verður að framleiða vöm verður erfiðara að selja hana. Auknum tíma og kröftum er þá varið í það sem nefnt er vömþróun, markaðs- könnun og markaðssetning. Sífellt fleiri og dýrkeyptari milliliðir smyrja gangverk um- búðaþjóðfélagsins. Fólki í hvers konar þjónustugreinum fjölgar samhliða því að störfin færast af heimilum og út á vinnu- markað. Þar eyða svo bæði karlar og konur miklum tíma. Vinnutími í umbúðaþjóðfé- lagi styttist ekki þrátt fyrir tækniframfarir. Það tekur svo mikinn tíma að vinna fyrir umbúðakostnaði við að hafa í sig og á, eiga hús, fara leiðar sinnar í einkabifreið og drepa þann tíma sem verður eftir til eigin nota.“ Þessi skilgreining skýrir væntanlega hvers vegna ég tel þetta sjónarhom koma að gagni við greininguna. Til frekari skýr- ingar á því hvað ég á við þegar ég tala um umbúðaþjóðfélag má hafa einfalda, hlut- lausa skilgreiningu á þessa leið: Umbúða- þjóðfélag er þjóðfélag þar sem meira en helmingur þeirra sem em á vinnumarkaði starfa í þjónustugreinum, þ.e. opinberri þjónustu, verslun, veitinga- og hótelrekstri, samgöngum, hjá peningastofnunum og tryggingafélögum og í annarri þjónustu einkaaðila. Skilgreiningin miðast við at- vinnuskiptingu og segir sitt um þá launa- vinnu sem býðst í umbúðaþjóðfélagi. í því íslenska vinna nú um 60% þeirra sem em á vinnumarkaði í þjónustugreinum. Við fór- um yfir 50% markið við lok áttunda áratugarins.1 I framhaldinu verður umbúðalfldngin notuð í ýmsu samhengi. Með umbúða- kostnaði á ég t.d. við milliliðakostnað í víðtækri merkingu orðsins ásamt kostnaði við opinbera þjónustu. Nánar tiltekið er um að ræða flutnings-, heildsölu- og smásölu- kostnað — þar með talinn auglýsinga-, banka-, trygginga-, geymslu- og kredit- kortakostnað og beina og óbeina skatta. Þetta verður umfjöllun sem fremur er ætl- að hlutverk hugvekju en fræðilegrar grein- argerðar. Ég mun hallast frekar að því að nota dæmi til að skýra mál mitt en tölur þótt ekki verði horft alveg framhjá þeim. Við skoðum þróunina hér á landi með hliðsjón af því sem er að gerast úti í heimi. 48 TMM 1992:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.