Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 63
skugga hinna eldri. Hún var „gamaljómfrú- arleg“, án kynþokka, lítil vexti og ósjáleg og virtist eldri en rétt var, fædd 1801, en hún var viljasterk og vel gefin, trúhneigð og sjálfstæð í skoðunum og lét dóma umhverf- isins ekki á sig fá. Paludan-Múller stríddi henni óspart á stúdentsárum sínum. Um 1830 var nafn Heines á hvers manns vörum í Kaupmannahöfn og Paludan-Múll- er var í röðum aðdáenda hans, en Heine- dýrkunin reyndist góugróður þegar hann kynntist verkum Byrons lávarðar, en auk hans urðu Goethe og Shakespeare eftirlæti hans. Áhrifín frá Byron, t.a.m. frá ástalífs- lýsingum hans, eru greinileg í æskuverkum Paludans-Múllers svo sem Dansmeynni (Dandserinden) sem kom út 1833. Þar er Don Juan fyrirmyndin. Verkinu var vel tek- ið og það talið eitt veigamesta verk áramg- arins. Dansmcerin, sem er saga í bundnu máli, kom út án höfundamafns. Hún vakti athygli þeirra sem fylgdust með nýjungum í dönskum bókmenntum. Áður en Paludan-Múller skrifaði Dans- meyna hafði hann skrifað leikritið Astalíf við hirðina (Kjærlighed ved Hoffet). Það var leikið í Konunglega leikhúsinu árið 1834 og hlaut góðar viðtökur. Sama ár kom ljóðaleikurinn Amor og Psyche út frá hendi hans. Efnið var sótt í grísk-rómverska goðafræði. Með þessum verkum hafði hann tryggt sér sæti í dönskum samtímabók- menntum. Þess var varla að vænta að Paludan-Múll- er legði mikla stund á lögfræði þar sem skáldskapurinn átti hug hans allan. Samt þreytti hann lokapróf árið 1835 og stóðst það. Líklegt má telja að þeir Jónas Hallgríms- son hafi kynnst á þeim árum þegar Jónas var studiosus juris, því Jónas sótti tíma í lögfræði fram til vors 1835 eftir því sem vitnisburðir prófessora í lögfræði herma. Hvort fundum þeirra hefir borið saman eftir það er ekki vitað. Að prófi loknu dvaldist Paludan-Múller í föðurhúsum um eins árs skeið, en hvarf síðan aftur á Hafnarslóð og ásetti sér að helga líf sitt skáldskap. Hann heyrði til þeirri skáldakynslóð sem skipaði sér undir merki J. L. Heibergs og var í andstöðu við Oehlenschláger og fylgjendur hans. Paludan-Múller vann að því að gefa út ljóðmæli sín og komu þau út á árunum 1837 og 1838 og báru heitið Poesier I og II. Þau hlutu óvæga gagnrýni. Paludan-Múller svaraði með varnarriti, en andstreymið fékk svo á hann að hann varð hættulega veikur síðsumars 1837. Þá var það að Charite tók þá ákvörðun að flytja hann í hús móður sinnar og hjúkra honum þar þvert gegn vilja fjölskyldu hans sem vildi flytja hann á sjúkrahús. Fræðimenn telja að Charite hafi unnað honum lengi og því ekki látið tækifærið ganga sér úr greipum að gera hann sér háðan og hlú að honum þegar hann þurfti þess mest með. Þegar Paludan-Múller náði aftur heilsu um haustið var hann gjörbreytt- ur maður. Hann hafði áður sótt um ferða- styrk til konungs og hlotið hann. Styrkurinn nam sex hundruð dölum á ári um tveggja ára skeið. Hinn 30. ágúst 1838 gengu þau Charite í hjónaband og að kvöldi sama dags lögðu þau upp í ferðalag suður í álfu. Jónas og Paludan-Muller Nú skal horfið til Jónasar Hallgrímssonar. Þegar á skólaárum fékkst hann við að yrkja og á fyrri Reykjavíkurárum sínum orti hann tækifæriskvæði bæði á dönsku og íslensku. TMM 1992:3 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.