Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 64
Þá gekk hann skartbúinn um götur Reykja- víkur og var tíður gestur í samkvæmislíf- inu. Hins vegar orti hann lítið fyrstu árin í Kaupmannahöfn. Hann kvaddi sér hljóðs sem skáld með inngangskvæði sínu í fyrsta árgangi Fjölnis 1835. Á því ári urðu tíma- mót ílífi hans. Hann hætti lögfræðinámi og sneri sér að náttúruvísindum og sótti tíma í dýra- og jarðfræði veturinn 1835-1836. Vorið 1837 sigldi hann heim til íslands til að rannsaka náttúru landsins. Hann fór um landið sumarlangt, en hélt aftur til Kaup- mannahafnar um haustið. Seint í maí vorið 1839 sigldi Jónas öðru sinni heim til íslands í þeim tilgangi að stunda náttúrufræðirannsóknir. Hann veikt- ist alvarlega þetta sumar og lá sjúkur heima á Steinsstöðum þar sem móðir hans hjúkr- aði honum. í vetrarbyrjun hélt hann suður til Reykjavíkur, en var rúmfastur mikinn hluta vetrar sakir veikinda. Um vorið lagði hann enn upp í rannsóknarferð og var þá sumarlangt í för með dönskum náttúru- fræðingi, Japetusi Steenstrup að nafni. Sumarið 1842 hélt hann frá Reykjavík til Austurlands. Ferðavolkið reyndist heilsu hans ofraun svo að hann varð að vera undir læknishendi á Brekku í Fljótsdal um skeið síðsumars, en náði heilsu og sigldi frá Eski- firði til Kaupmannahafnar síðla hausts og var kominn þangað fyrir miðjan nóvember 1842. Á þessum árum orti Jónas mörg kvæða sinna og nokkur þeirra birtust í fjórum fyrstu árgöngum Fjölnis. Hlé hafði orðið á útgáfunni um skeið, en þegar Jónas var kominn á ný til Hafnar, færðist aftur líf í félag það sem stofnað hafði verið um útgáf- una og Fjölnir kom út endurborinn vorið 1843. Elsta heimildin um að Jónas Hallgríms- son hafi veitt kveðskap Paludans-Mullers athygli í þeim mæli að gera tilraun til að snúa honum á íslensku er að fínna í funda- bók Fjölnisfélagsins 4. febrúar 1843. Þann dag var haldinn fundur hjá „matsölumanni Bángi í Litla Konungsstræti“ og hann sátu allir Fjölnisfélagar, 12 að tölu. Á fundinum las Jónas upp fjórar ljóðaþýðingar. Þrjár voru eftir Schiller — Dagrúnarharmur, Al- heimsvíðáttan og Meyjargrátur — og var samþykkt að taka þær til birtingar með tíu atkvæðum. Síðan segir í fundargerðinni: „Þá las Jónas upp 4ða kvæðið. Vildi hann að það yrði hvurki tekið né rekið á þeim fundi, er það eftir Paludan-Múller úr Adam Homo“. Nefnd var kjörin til að skoða kvæðin og á eftir las Jónas upp kvæðið Alþing hið nýja til skemmtunar og fróð- leiks. Hins vegar er þýðingin á Adam Homo glötuð og ekki vitað hvað valdið hefir. Sumarið eftir fluttist Jónas til Sóreyjar. Japetus Steenstrup var þá orðinn lektor við Sorp akademi og bauð Jónasi að búa hjá sér og starfa að úrvinnslu á gögnum þeim sem þeir höfðu aflað á rannsóknarferðum sínum um ísland. Sóreyjardvölin hefir verið álitin sá tími sem Jónasi leið best síðari hluta ævinnar. Hann gat unnið að hugðarefnum sínum í friðsælu umhverfi og meðal góðvina. Að baki lágu meini blandin ár. Veikindi undan- farinna ára höfðu sett mark sitt á hann. Eftir þau lagðist skammdegið þungt á hann. Finnur Magnússon prófessor dró ekki dul á að þunglyndi hafi þjakað hann undir það síðasta. Með hækkandi sól og vori bráði af honum að eigin sögn. í Sórey kynntist Jónas tveimur dönskum skáldum, Carsten Hauch og Bernhard Severin Ingemann. Þá var þar og yngri bróðir Paludans-Múllers, Jens Paludan- 62 TMM 1992:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.