Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 70
þýðingar á broti úr því. Ekki þarf að fara um
það mörgum orðum hvaða viðurkenning
felst í viðbrögðum hans. Sama varð uppi á
teningnum þegar hann las Abels d0d, og
þegar hann þurfti að tjá sig um eigin
hugraun leitaði hann efnisfanga í kvæði
PaludansMullers eins og hér hefir verið
rakið.
Aftanmálsgreinar
1. Helgi Hálfdanarson benti greinarhöfundi á að
Jónas Hallgrímsson ætti við Venus Anadyomene,
sem hét Afrodite (gjöf sælöðursins) Urania með
Grikkjum, í kvæðinu Sæunn hafkona þegar hann
leggur henni þetta erindi í munn:
Ein er gyðjan öllum fremri
áður löngu úr hafi gengin,
fljóða prýði, fíra gleði,
fegri mér, og síðan engin.
Skáldið:
Hafmey fögur! hvaða, hvaða!
háls og brjóst að þúsundföldu
álitlegri eru og skærri
en ,Albert“ hjó úr steinum völdu.
Þessi efnisatriði eiga sér ekki hliðstæðu í kvæði
Heines sem Jónas hafði til hliðsjónar. Hins vegar
er líklegt að Konráð eigi við síðara erindið þegar
hann segir í bréfi til Jónasar 6. mars 1844: „En þú
með þessar mellur, sumar frá Slagelse, en sumar
með undarleg bijóst, eins og hafmeyjar!"
Hér má bæta því við að Jprgen Ask magister
benti mér á að í Thorvaldsenssafninu í Kaup-
mannahöfn væri líkneski sem héti Venus með
eplið og höggmynd sem héti fæðing Venusar úr
hafi.
2. Þetta kvæði er líkt að gerð og smákvæði eftir
Heine í Lyrisches Intermezzo sem er nr. 50 í Buch
der Lieder. Það er fimm erindi og það fyrsta hefst
á orðunum „Sie sassen und tranken am Teetisch",
og umræðuefnið er ástin. Helgi Hálfdanarson
orðaði þetta svo í bréfi til greinarhöfundar að
kvæði Jónasar væri „ekki einu sinni fijálsleg
þýðing", en hann hefði haft „annað augað á kvæði
Heines þegar hann orti Blomsterkampen".
3. í bréfinu kemst Helgi Hálfdanarson svo að orði:
Hætt er við að ótvíræð skýring á „en gylden
Bold“ liggi ekki á lausu, þó að ýmislegt geti
mönnum dottið í hug misjafnlega sennilegt.
Ekkert gerir til þó að ég segi þér hvaða firra
mér hefúr einhvem tíma til hugar komið.
Einmitt í grískri goðafræði er fræg saga af
því, að varpað var gullnum bolta inn í virðu-
legt assemblé með örlagaríkum afleiðingum
í ástamálum. Persónan sem þá kastaði hét
ekki Eros, heldur Eris, því það var í hófi á
Olimpstindi að þrætugyðjan Eris kastaði inn
í veizlusal guðanna gulleplinu góða sem á var
letrað: „Handa hinni fegurstu". Þrjár höfuð-
gyðjur deildu hart um gripinn, svo Seifur fal
Parísi Trójuprinsi að dæma, og hann veitti
ástagyðjunni Affódítu heiðurinn. En hún hét
honum að launum fegurstu konu í heimi, sem
hann reyndar þurfti síðan að ræna, og „af því
beið hann bana síðar.“
Varla yrði þó snúið svo upp á þessa goð-
sögn að hún félli að kvæði Jónasar — nema
þá helst að þeir Konráð hefðu nýlega verið
að gantast með hana af einhveiju sérstöku
tilefni.
68
TMM 1992:3