Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 78
Efni og bygging sögunnar Nú verður lýst í megindráttum hvemig Her- varar saga er samin til að „hugsa um“ ákveðið vandamál og hvemig það vanda- mál tengist þjóðfélagsþróuninni á íslandi á fyrri hluta þrettándu aldar. Hervarar saga fjallar um fjórar kynslóðir afkomenda Amgríms vfldngs: berserkinn Angantý og bræður hans ellefu sem féllu í bardaga við Örvar-Odd í Sámsey, Hervöm dóttur Angantýs sem sótti ættargripinn, sverðið Tyrfing í haug föður síns, Heiðrek son hennar sem drap bróður sinn og var vísað úr ríki föður síns en vann sér annað ríki og gerðist þar vitur konungur, og að lokum syni hans tvo, hálfbræðurna Angan- tý og Hlöð, sem börðust í frægri ormstu á Dúnheiði, þar sem hinn óskilgetni Hlöður féll fyrir hendi skilgetins bróður síns Ang- antýs sem þá kvað : Bölvað er okkur bróðir bani em ek þinn orðinn það mun æ uppi. Ulur er dómur noma.8 Hervarar sögu má skipta í fjóra þætti eftir kynslóðum en auk þess er inngangskafli um sverðið og ættartala í lokin. Hún hefur hing- að til verið talin heldur laustengd, þ.e. að höfundur hennar hafi safnað saman ólíku efni sem tendist ákveðnum nöfnum og búið til úr því þessa ættarsögu sem hangir saman á sverðinu Tyrfmgur, en það fylgir ættinni frá upphafi. Þegar ytri byggingu sleppir, þ.e. því að sagan tekur á sig form ættarsögu og að sverðið sé leiðarminni, þá eigi hinir fjórir þættir hennar lítið sameiginlegt. Ef grannt er skoðað, kemur í ljós að svo er ekki. Sagan snýst að mjög miklu leyti um sömu hlutina. Skoðum fyrst annan þáttinn. Angantýr deyr meðan dóttir hans er enn í móðurkviði. Hún elst upp hjá móðurföður sínum, Bjarmari jarli, en fær ekkert að vita um föðurkyn sitt. Þegar hún vex úr grasi segja hjú afa hennar við hana að hún sé dóttir þræls og svínahirðis og kann hún því illa. Þegar afi hennar segir henni að faðir hennar hafi síður en svo verið þræll, heldur vel ættaður kappi sem var „frækn með fyrð- um“, þá ákveður hún að vitja föður síns látins og krefja hann arfs. Hún tekur sér karlmannsgervi, fer til Sámseyjar, vekur föður sinn upp frá dauðum og fær hjá hon- um sverðið Tyrfíng, þrátt fyrir vamaðarorð hans um að því fylgi bölvun sem leggist á afkomendur hennar sem muni berast á banaspjót. Um hvað snýst þessi þáttur í grundvallar- atriðum? Ekki um draugagang heldur um þjóðfélagsstöðu. Þetta kemur í ljós þegar kannað er hvað knýr persónurnar áfram. Hervör sættir sig ekki við að vera ekki tiginborin og krefst arfs og er henni þá sama hverjar afleiðingamar kunni að vera. Bent skal sérstaklega á að rétturinn til arfs og það að neita að vera þrælborinn em nátengd atriði. Þetta fer saman í sögunni og ekki er auðvelt að greina hvort skiptir meira máli mannorðið eða auðæfin. Hlaupum nú yfir þriðja þáttinn í bili og skoðum þann fjórða sem fjallar um þá Ang- antý og Hlöð. Heiðrekur átti tvo syni, skil- getinn son, Angantý, með dóttur Gotakonungs og óskilgetinn son, Hlöð, með dóttur Húnakonungs. Þegar Heiðrekur deyr simr Angantýr einn að arfinum en Hlöður fréttir af andláti föður síns og kemur með fríðu fömneyti að krefja bróður sinn arfs. Angantýr er tilbúinn að láta honum í té þriðjung af lausafé föður þeirra og er Hlöð- ur sáttur við það þar til Gissur Grýtingaliði, 76 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.