Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 79
sem fóstrað hafði föður þeirra í bamæsku, spillir friðnum með því að lýsa því yfir að Hlöður fái þannig erfðahlut þrælborins son- ar. Hlöður kann því ekki betur en amma hans Hervör að vera vændur um að vera kominn af þrælum. Hann fer aftur heim og safnar liði til að ráðast á ríki bróður síns. Þessi þáttur snýst því í grundvallaratrið- um um hið sama og sá sem segir frá Her- vöru: barn sættir sig ekki við uppruna sinn, eða við það sem aðrir segja um uppruna þess, og krefst því arfs af meira offorsi en ella og með skelfilegum afleiðingum: Hlöður drepur systur sína og er veginn af bróður sínum en amma hans, Hervör, hefur kallað bölvun bræðravíganna yfir ættina með því að taka sverðið úr haugi föður síns. Inn í fjórða þáttinn er þó komin ný hug- mynd sem er sú að hálfbræður séu ekki jafnbornir til arfs, heldur eigi sá sem er skilgetinn rétt á meiru — ef ekki öllu. Hann getur hins vegar deilt hluta af arfinum með óskilgetnum bræðrum sínum, til að halda friðinn. Spurningar um erfðarétt eftir því hver uppruni beggja foreldra er og hvers eðlis samband þeirra er tengja því saman annan og fjórða þátt Hervarar sögu, og einnig sú hugmynd að þeir sem ekki sætta sig við það sem þeir geta fengið samkvæmt ríkjandi venjum og krefjast þess að fá fullan arf eiga það á hættu að friðurinn spillist og systkini berist á banaspjót. Lítum nú á þriðja þáttinn um Heiðrek konung. Hann er yngri sonur Hervarar og Höfundar konungs af Glasisvöllum. Hann er ódæll og lítt elskaður af föður sínum sem leggur ást á eldri bróðurinn Angantý. Höf- undur efnir til veislu en Heiðreki og fóstra hans Gissuri Grýtingaliða er ekki boðið. Þeir koma samt og Heiðrekur gerir allt til að spilla friðnum. Svo fer að lokum að hann verður bani bróður síns þegar hann kastar steini út í myrkrið í átt að mannamáli sem berst þaðan. Steinninn lendir á Angantý sem deyr samstundis. Heiðrekur er gerður arflaus og brottrækur úr ríki föður síns sem gefur honum að skilnaði nokkur heilræði. Efni Heiðreksþáttar er ekki fulltæmt en það er rétt að nema staðar andartak og benda á að bölvunin sem fylgir ættinni frá því að Hervör tók sverðið úr haugi föður síns, bölvun bræðravíganna, hefur þegar komið fram í fyrstu kynslóð afkomenda Hervarar. Efni Heiðreks þáttar er því tengt efni hinna þáttanna að þessu leyti. Hins vegar má segja að bróðurmorð Heiðreks sé lítt sambærilegt við bardaga Hlöðs og Ang- antýs sona hans. Þar koma hvorki til deilur um arf né spumingar um hvor sé tiginbom- ari. Eða hvað? Ef við h'tum nánar á það hvernig dauða Angantýs, bróður Heiðreks, ber að sjáum við að spumingin um þjóðfélagslega virð- ingarstöðu býr vissulega undir heift Heið- reks. Honum hefur ekki verið boðið til veislu þangað sem faðir hans hefur stefnt öllu stórmenni ríkis síns, en Angantýr hefur verið boðið. Konungur hefur því gert upp á milli sona sinna tveggja og sýnir eldri syn- inum meiri virðingu. Það er nærtækt að álykta að hann ætli sér einnig að mismuna þeim þegar kemur að því að ákveða hvemig hann muni skipta arfi á milli þeirra og ætli eldri syninum ríki sitt eftir sinn dag. Því má segja að Heiðrekur sé knúinn áfram af sömu tilfinningum og móðir hans og sonur, Hlöður. Þau sætta sig ekki við að lækka í virðingarstöðu vegna þess að þau em annaðhvort föðurlaus, óskilgetin eða einfaldlega yngra systkini og grípa því til örþrifaráða. TMM 1992:3 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.