Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 89
Jájá, það er svosem alveg rétt, en þetta á við í misríkum mæli. Það geta komið inn í þetta persónuleg mál, gagnrýnendur hafa sín sérstöku vandamál. En þegar þetta verð- ur, ef svo má segja, félagslega ákvarðað þá versnar málið um allan helming. Dónársaga Viltu segja mér dálítið frá verkum þínum, til dœmis nýju bókinni um Hahn-Hahn greifynju. í þeirri bók er nafnaskrá og heimildaskrá aftast. Er þetta kannski non- fixjón? Undirtitill þessarar bókar er „Niður með Dóná“, og þetta á að vera bók um Dóná. Eg veit ekki hvort þú þekkir Dónárbókina eftir Claudio Magris? Þessi bók mín átti að verða einföld ferðasaga, með leiðbeining- um um veitingastaði og svo framvegis; ég fór í ferðalag meðfram ánni og byrjaði við upptökin í Donaueschingen í Svartaskógi og fór ýmist með báti, gangandi, hjóli, rútu eða bíl og alla leið að Svartahafi. Og í upphafi ætlaði ég semsagt bara að skrifa einfalda ferðabók. En bókin endaði sem skáldsaga. Hún fjallar um ferðamann — ferðamaður er ekki það sama og túristi. Túristi hefur engan tíma til neins, það er hin afbakaða mynd ferðamannsins á 20. öld. Og aðalpersónan í sögunni ferðast af at- vinnuástæðum, hann er atvinnuferðamað- ur. Ríkir menn geta tekið hann á leigu og látið hann ferðast í sinn stað. Hann er Dón- árferðamaður og eftir að hafa gert samning fer hann alltaf að Donaueschingen og ferð- ast sem leið liggur niður með ánni að Svartahafi. Og svo verður hann alltaf að skrifa skýrslu á eftir. Og þetta verður sem- sagt ferð í gegnum mörg lönd og margs konar menningarsvæði. Ég velti t.d. fyrir mér hvað það merkir að vera nágranni, hvað er það að ferðast — er ennþá hægt að ferðast? Og svo er í þessu ástarsaga og glæpasaga. Og inn á milli koma fram alls konar hugleiðingar, en þessir kaflar með non-fixjón eða ritgerðum eru undir stöðug- um árásum frá ástarsögunni og glæpasög- unni. Glœpasaga? J ájá, það er glæpasaga í þessu, það er barn þarna sem á frænda sem fer með henni í ferðalag með ánni og frændinn reynist vera njósnari. Þetta gerist á 7. áratug þessarar aldar. — Sagan var að koma út í dag eða í gær í þýskri þýðingu. Það er einnig verið að vinna að enskri þýðingu. Stíllinn er ekki eins og hjá Kundera, nei, heldur er þetta ef svo má segja órólegra, örara, stormasamara; þetta líkist meira kaleidóskópi en texti hans. Fyndni Mér skilst að bœkur þínar séu fullar af sérstœðri kímni. Hvaða hlutverki gegnir skopskynið íungverskum nútímabókmennt- um? Stundum virðast mér bókmenntir Ung- verja óþolandi alvarlegar og ábúðarmiklar. Mál þeirra er upphafíð og linnulaust er fjall- að um hugtök á borð við „ættland“ og „frelsi“ og svo framvegis. Hins vegar er til stórkostlegur Búdapestarhúmor sem á margt sammerkt með húmornum í Vín og Prag, örlítið yfirborðslega djúp lífssýn. Austurevrópskir höfundar af kynslóðinni á undan minni, svo sem Mrozek og Róze- wicz og fleiri, beittu gróteskri fyndni. Þeir TMM 1992:3 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.