Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 89
Jájá, það er svosem alveg rétt, en þetta á
við í misríkum mæli. Það geta komið inn í
þetta persónuleg mál, gagnrýnendur hafa
sín sérstöku vandamál. En þegar þetta verð-
ur, ef svo má segja, félagslega ákvarðað þá
versnar málið um allan helming.
Dónársaga
Viltu segja mér dálítið frá verkum þínum,
til dœmis nýju bókinni um Hahn-Hahn
greifynju. í þeirri bók er nafnaskrá og
heimildaskrá aftast. Er þetta kannski non-
fixjón?
Undirtitill þessarar bókar er „Niður með
Dóná“, og þetta á að vera bók um Dóná. Eg
veit ekki hvort þú þekkir Dónárbókina eftir
Claudio Magris? Þessi bók mín átti að
verða einföld ferðasaga, með leiðbeining-
um um veitingastaði og svo framvegis; ég
fór í ferðalag meðfram ánni og byrjaði við
upptökin í Donaueschingen í Svartaskógi
og fór ýmist með báti, gangandi, hjóli, rútu
eða bíl og alla leið að Svartahafi. Og í
upphafi ætlaði ég semsagt bara að skrifa
einfalda ferðabók. En bókin endaði sem
skáldsaga. Hún fjallar um ferðamann —
ferðamaður er ekki það sama og túristi.
Túristi hefur engan tíma til neins, það er hin
afbakaða mynd ferðamannsins á 20. öld.
Og aðalpersónan í sögunni ferðast af at-
vinnuástæðum, hann er atvinnuferðamað-
ur. Ríkir menn geta tekið hann á leigu og
látið hann ferðast í sinn stað. Hann er Dón-
árferðamaður og eftir að hafa gert samning
fer hann alltaf að Donaueschingen og ferð-
ast sem leið liggur niður með ánni að
Svartahafi. Og svo verður hann alltaf að
skrifa skýrslu á eftir. Og þetta verður sem-
sagt ferð í gegnum mörg lönd og margs
konar menningarsvæði. Ég velti t.d. fyrir
mér hvað það merkir að vera nágranni,
hvað er það að ferðast — er ennþá hægt að
ferðast? Og svo er í þessu ástarsaga og
glæpasaga. Og inn á milli koma fram alls
konar hugleiðingar, en þessir kaflar með
non-fixjón eða ritgerðum eru undir stöðug-
um árásum frá ástarsögunni og glæpasög-
unni.
Glœpasaga?
J ájá, það er glæpasaga í þessu, það er barn
þarna sem á frænda sem fer með henni í
ferðalag með ánni og frændinn reynist vera
njósnari. Þetta gerist á 7. áratug þessarar
aldar. — Sagan var að koma út í dag eða í
gær í þýskri þýðingu. Það er einnig verið að
vinna að enskri þýðingu.
Stíllinn er ekki eins og hjá Kundera, nei,
heldur er þetta ef svo má segja órólegra,
örara, stormasamara; þetta líkist meira
kaleidóskópi en texti hans.
Fyndni
Mér skilst að bœkur þínar séu fullar af
sérstœðri kímni. Hvaða hlutverki gegnir
skopskynið íungverskum nútímabókmennt-
um?
Stundum virðast mér bókmenntir Ung-
verja óþolandi alvarlegar og ábúðarmiklar.
Mál þeirra er upphafíð og linnulaust er fjall-
að um hugtök á borð við „ættland“ og
„frelsi“ og svo framvegis. Hins vegar er til
stórkostlegur Búdapestarhúmor sem á
margt sammerkt með húmornum í Vín og
Prag, örlítið yfirborðslega djúp lífssýn.
Austurevrópskir höfundar af kynslóðinni
á undan minni, svo sem Mrozek og Róze-
wicz og fleiri, beittu gróteskri fyndni. Þeir
TMM 1992:3
87