Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 90
„Rithöfundurinn á ekki að hafa neitt
sérstakt erindi...
en bækureiga að hafa það.“
notfærðu sér hina fáránlegu andstæðu milli
sýndar og reyndar. Veruleikinn hafði ekki
minnstu tengsl við þau orð sem notuð voru
um hann; og slíkt getur auðvitað verið
fjarskalega fyndið. Þetta gerðu menn að
aðhlátursefni í þessum gróteska skáldskap.
Það getur verið mjög merkilegt og hlægi-
legt að sjá að allt verður að lygi, allt frá
smæsta hlut til hins stærsta. Menn gátu
auðvitað verið hreinskilnir heima hjá sér í
baðherberginu, en bókmenntimar eru opin-
bers eðlis og þar ríkti lygin. Lygin var í
fjöllunum, loftinu, súpunni, pabba þínum
og mömmu. Þetta var allt svo ógurlega
spaugilegt.
Þegar ég fór að skrifa voru menn búnir að
fá sig fullsadda á þessu dulmáli sem ég
minntist á áðan. Til hvers áttum við að þýða
allt á dulmál, það var búið að gera það tíu,
tuttugu þúsund sinnum áður. Hvert einasta
mannsbarn veit ósköp vel að þegar við
skrifum um Tyrki og kúgun þeirra eigum
við í raun og veru við Rússa. Þetta átti sem
sagt við um sögulegar skáldsögur sem þótt-
ust fjalla um Tyrki. Þetta var orðið óþolandi
áráttu. Vandinn varð einhvem veginn
svona: Þegar allt er lygi, ekkert sem sagt er
á sér neina stoð, er ég þá sjálfur orðinn að
lygi? Það var vandinn.
Þetta breyttist mikið á árunum 1977-
1980. Þá má segja að háð hafi komið í
staðinn fyrir gróteska fyndni. Áður hafði
líka ljóðlistin verið mjög mikilvæg en nú
beindust sjónir meira að óbundnu máli og
fleiri skáldsögur komu út en áður.
Fyndni er alltaf nauðsynleg, full ástæða
er til að vera hræddur við þá sem hafa enga
kímnigáfu. Það er líka óhentugt að skorta
þá gáfu. Þegar maður skopast verður maður
að byrja á að skopast að sjálfum sér. Sem er
svo sem ekki þægilegt í sjálfu sér — ekki
fyrir mann sjálfan.
Réttlæting skáldskapar
Þessi vandamál sem tengjast táknun ogdul-
máli, eru forvitnileg. Ég sá nýlega í viðtali
við sœnsku skáldkonuna Katarínu Frosten-
son að hún vœri lítið gefin fyrirslíka aðferð,
að hún vœri á móti metafórískum Ijóðum,
Ijóðin cettu að byggjast á „beinum" mynd-
um og þarflaust væri að leita ráðningar eða
merkingar í þeim. Mér skilst að hún vilji
gera merkinguna brottrœka.
Það em til ýmsar gerðir tákngervingar.
Ein þeirra er þessi pólitíska og hún er hrika-
88
TMM 1992:3